Líf og list - 01.03.1951, Page 16
sömu skipan og þar var, sem geislanin útgekk.
Þegar þetta heí'ur skilizt, þá er einnig auðskilið,
að maður í draumi sér með annars augum, heyrir
með' annars eyrum, skynjar yfirleitt með annars
skynfærum, jinnst, að sá, scm skynjœrin Ijœr hon-
um, sc hann sjálfur. Þegar vér sofnum, þá skipt-
um vér um sál, sál vakandi manns kemur fram í
oss og ræður þar mestu.
Ðraumgjafar vorir
íbúar annarra hnatta!
Þegar Helgi Péturss hafði uppgötvað þetta sam-
bandseðli draumanna, þá lét hann þar ekki stað-
ar numið. Hann tók enn að rannsaka það, sem
hann sá í svefni. Varð honum ijóst, að draumar
eru tvenns konar. Annars vegar þeir draumar, þar
sem hann þóttist kannast við flesta eða alla hluti,
þótti þeir vera eitthvað sér kunnugt úr vöku. Þeir
draumar voru ruglingslegir og lítið' á þeim að
græða, og við nánari rannsókn sá hann, að hér
var um missýningar að ræða. í rauninni voru
þetta ekki honum kunnir hlutir og menn, heldur
eitthvað allt annað. Auðvelt er að sannreyna
þetta atriði með' því að taka eftir því, hvernig
fólk segir frá draumum sínum. Það kemur mjög
oft fyrir, þegar menn segjast hafa dreymt eitt-
hvað sér kunnugt, að þá er þess getið um leið,
að þessi vel kunnugi hlutur hafi verið meira eða
minna breyttur. Mann dreymir heim í sveitina
sína, „en þó voru þar komnar aðrar byggingar“
eða: „en þó var fjallið orðið miklu hærra og bratt-
ara en það' er“, eða mann dreymir einhvern kunn-
ingja sinn, „og var hann kominn með ör á vang-
ann“ o. s. frv. Ut úr þessu lesa hjátrúarfullir menn,
jafnt Freudistar og „spámenn“, ævinlega eitthvað
táknrænt, en hér er í rauninni ekki um annað að
ræða en það, að menn sáu í drauminum annað en
þeir héldu það vera. — Á hinn bóginn voru svo
hinir greinilegu draumar. Og þar var allt ókunn-
ugt. Og meira en það. Því að sumt af því sem þar
bar fyrir augu, þóttist Helgi glöggt sjá, að' ekki
gæti átt heima á þessari jörð, eins og vér þekkj-
um hana, heldur á öðrum hnöttum. Skip sá hann
og byggingar alls ólíkt því, sem hér er. Ókunnar
dýrategundir og manntegundir og landslag bar
fyrir augun, slíkt sem hvergi er á jörðu hér. Varð
því að leita út fyrir jörðina eftir sjáaudanum að
•þessum einkennilegu hlutum. En utan þessarar
jarðar vitum vér enga staði, nema aðrar stjömur.
Það, sem þó er mest um vert í þessu sambandi,
er að sjá í draumi himintunglin. Sjái maður tvan’
sólir á lofti í draumi, þá er fullvíst, að draum-
gjafinn á heima í tvístirnis sólkerfi, og þar ineð
öðru en voru. Sjái maður á lofti fleiri en eitt
tungl, getur draumgjafinn ekki heldur verið á
þessum hnetti. Og í draumi kemur einnig fyrú’
að' maður sér stjörnumerki, sem ekki eru á vor-
um himni (en slíkt fer auðvitað fram hjá þeini,
sem ekld þekkja stjörnumerkin). Þessu líkir
draumar sanna ótvírætt, að lífgeislanin hefur á-
hrif stjarnanna á milli, hversu ótrúlegt sem mönn-
um það þykir, og hvað sem fjarlægðunum líður.
I draumi fáum vér samband við íbúa annarra
hnatta. Og þegar vel tekst til, gefst oss kostur á
að skoða oss þó nokkuð um á öðrum hnetti. Það
er að vísu heldur sjaldgæft, en þó mun það koma
fyrir flesta menn. En gallinn er sá, að þetta hafa
menn ekki vit á að notfæra sér og njóta vegna
vanþekkingar á eðli drauma. Þeir vakna og segja,
að sig hafi dreymt „einkennilegan draum". Og
þar með búið.
Stillilögmólið.
Éú er það komið, að draumlífið er vökulíf ann-
ars manns, og að slíkur draumgjafi á oft, og senni-
lega oftast, heima á annarri jarðstjörnu en dreym-
andinn. En ekki er öll sagan sögð með' því. Eftir
hvaða reglum fer það, hvernig oss dreymir og
hvaða draumsambönd vér fáum? Er það undir
hreinni tilviljun komið, hvort oss dreymir vel eða
illa, greinilega eða ruglingslega, og hvaða hlutir
það eru, sem vér í svefninum höfum mestan áhuga
á að skoða? Eigi er svo, og kemur hér til greina það,
sem dr. Helgi kallaði stillilögmálið'. En það er á
þá leið, að áhrif annarra ráða \nú, við hvaða
draumgjafa samhandið verður og hversu ófullkom-
ið það er eða fullkomið. Þeir, sem vér umgöng-
umst, stjórna því þannig með hugarfari sínu,
hvílík draumsambönd vér fáum. Er þetta auð-
velt að' athuga, og furðar mig mest á því um
þessa uppgötvun Helga Péturss, að hún skuli ekki
hafa náð viðurkenningu. Því jafnvel þótt menn
haldi, að draumsýnirnar séu tilbúningur „ímynd-
unaraflsins“, þá er efni draumanna og átburðir í
jafnmiklu samræmi við stillilögmálið og áður.
Þegar vér umgöngumst gáfaða og athugvda menn,
dreymir oss ljósar en annars. Og ef vér eigum heil-
an dag mest samneyti við einn einstakan mann,
þá fer oftast svo, að draumarnir verða í samræmi
við áhugamál hans. Þetta kemur að -sdsu greini-
16
LÍF og LIST