Líf og list - 01.03.1951, Side 17
Andrés Bjömsson:
Askur
Yggdrasils
ANDRÉS BJÖRNSSON
Tré nokkurt segja sagnir vorra áa
að sígrænt vaxi yfir foldar-stól.
Það fagurlimað ber við heiðið bláa
með brumi fögru, stjörnum, jörðu, sól.
Rætur þess dvelja djúpt í Urðarbrunni
og dreifast víða og lengra en hugur nær,
en laufin hjúpar himindöggin tær,
og heimsins drottinn ber þau sér að munni.
Maðkur lifi ég í djúpu díki,
en dimmt er jafnan á þeim villustig,
og margar ógnir ráða í myrkraríki,
en rætur trésins standa gegnum mig.
Þær sjúga að sér safa og orkugnótt,
er sóast ei, þótt jarðarbönd mig spenni,
og gegn um þær á góðri stund ég kenni
síheiðan dag, sem á sér enga nótt.
legast fram, þegar maður dvelst uppi í sveit, því
að þar er fátt, sem truflar áhrifin, en einnig þar,
sem fleira er um fólkið, verður stundum greini-
lega vart stilliáhrifa frá hverjum einstökum. —
Hver maður hlýtur að geta gengið úr skugga um
það með sjálfum sér, að kenningin um stillilög-
nrálið á við rök að styðjast. Með því að athuga
jafnan gaumgæfilega, að draumum dreymdum,
hverjir hafi verið líklegastir til að hafa áhrif á
'nann, af þeim mönnum sem maður umgekkst
daginn áður, þá h'ður varla á löngu, áður en sá
sem þetta gerir, fer að verða var við merkilegt
samræmi milli drauma og stillis. Hér í Reykjavík
ei'u þeir að vísu oft svo margir, sem maður hittir
sama daginn, að erfitt er að átta sig á stilliáhrif-
Unum, enda verða draumar einatt mjög ruglings-
bgir þegar svo er. En slíkt er auðvitað ekki nærri
alltaf, og er engum vorkunn að rannsaka stilli-
lögmálið, þótt í borg búi. í sambandi við þetta
lögmál og því til styrktar má geta þess, að þeir
eru flestir, sem engu geta ráðið um drauma sjálfra
sín, hvernig sem þeir til þess reyna. Það eru aðrir,
sem valda. — Séð hef ég því lialdið fram, að
hungraða menn dreymi stundum krásir fram
reiddar. Er það mjög skiljanlegt út frá stillilög-
málinu, ef þeir eru fleiri en einn, sem saman svelta.
Og svo er um allt, sem menn óska sér saman.
Þá er eðlilegt, að þá dreymi eitthvað í líkingu
við óskina. En „óskadraumar“, sem kallaðir eru,
hugsa ég séu ekki til, enda er það orð ekki af
vorri göfugu tungu. Það er innflutt, eins og mörg
önnur orð, sem tákna falshugtök.
Þorsteinn Guðjónsson.
LÍF 0g LIST
17