Líf og list - 01.03.1951, Qupperneq 18
Bjargbátur nr. 1
Smásaga eftir Geir Kristjánsson
KÆNURNAR við skipshHð-
ina gengu upp og niður eins
og í rólu, og menn áttu erfitt
með að hemja sig við að koma
hökunum á kjöttunnurnar, sem
áttu að fara um borð. Skipstjór-
inn rak á eftir með eimpípu-
blæstri, því þetta var ein af smá-
höfnunum, og það þurfti að
renna niður stiganum til að' taka
farþegann. Það var venjulegur
gamall maður, sem hélt dauða-
haldi í kaðlana í handriðinu, og
það þurfti tvo til að draga hann
uppávið.
Hreppsnef n darodd vitin n úr
landi studdi hann með miklum
tilburðum undir þiljur og talaði
einslega við jómfrúna, svo sagði
hann aftur nokkur orð' við
gamla manninn, klappaði á bak-
ið á honum, brosti og horfði út
í bláinn.
— Nii verð ég að fara, sagði
hann.
hann hafði ekki sinnu á að
fara upp til að sjá þorpið hverfa,
en las skileríið á veggnum í klef-
anum og setti á sig merkið, sem
eimpípan átti að gefa, þegar
menn yrðu kallaðir í bátana og
setti á sig í hvaða bjargbát hann
ætti að fara. Það var bjargbát-
ur nr. 1, og hann hneppti upp
eina tölu í vestinu sínu til að
muna það betur og til að muna
það án þess að þurfa fyrst að
lesa á skileríið og til að muna
það þó að hann væri ekki í klef-
anum. Hann hafði ekkert annað
til að muna, og hann var svo
feginn að þurfa að muna eitt-
hvað.
Hann þurfti ekki einu sinni að
muna hvert hann var að fara,
því það hafð'i verið borgað fyrir
hann og fólk beðið að líta eftir
honum og annað fólk beðið að
sækja hann um borð, þegar skip-
ið kæmi til Reykjavíkur. Það
hafði staðið lengi til að hann
færi suður og vikuna áður en
hann fór voru allir góðir við
hann og kölluðu hann aumingja,
jafnvel sjálfur oddvitinn, en
hann var búinn að gleyma því,
hvernig það hafði verið, og
gleyma því, sem fólk hafði ságt
við hann, og þegar hann varð
þess var að skipið var lagt af
stað fór hann að gráta, án þess
að gráta af nokkru sérstöku og
án þess að honum liði tiltakan-
lega illa. Þetta var einskonar bil-
un inni í honum, fann hann, og
hann var einn í klefanum og eng-
inn, sem heyrði til hans, og þeg-
ar hann varð þreyttur sofnaði
hann ofurlítið.
Lokan sat föst fyrir kýraug-
anu, þegar hann vaknaði, og
hann vissi ekki hvort það var
dagur eða nótt, en það var enn-
þá rafljós í klefanum og hann
vissi eklci hvernig það var kveikt
eða slökkt, en las aftur á skile-
ríið á veggnum og þreifaði á
vestinu eftir tölunni.
Þannig stóð hann, þegar jóm-
frúin opnaði hurðina og spurði,
hvort hann vildi koma upp til
að borða.
Hún þéraði hann og hann
kinkaði auðmjúkur kolli, þvi
hann vissi að það var bara
hærra sett folk, sem þéraði lægra
sett fólk, og hún hafði heldur
ekki verið góð við hann og kall-
að hann aumingja og ekki klapp-
að á bakið á honum og þess
vegna kinkaði hann kolli, afþvi
hann hélt að hún vildi að hann
kinkaði kolli, og þegar lnin lok-
aði hurðinni var hannaftureinn.
Orðin brengluðust fyrir hon-
um, þegar hann reyndi að hugsa
éitthvað og líka þegar hann
reyndi að tala eitthvað, og það
var langt síðan menn hættu að
hlusta á hann í alvöru og stund-
um urðu þeir reiðir og óþolin-
móðir og svöruðu ekki, og stund-
um liðu heilir dagar svo hann
sagði ekki orð nema við sjálfan
sig. Hann var búinn að gleyma
því, hvert verið var að senda
hann, eða til hvers hann var að
fara þetta, en hann þreifaði a
tölunni og mundi það sem hann
hafði ásett sér að muna.
Það var hringt klukku ein-
hversstaðar uppi á efri hæðinm,
og þegar hann opnaði hurðina
sá hann á eftir fólki, sem flýtti
sér upp stigana. Það voru hand-
rið fram með veggjunum í göng-
unum, sem hann las sig eftir, og'
þegar hann stóð á pallskörinni,
sá hann inn í matsalinn, þar sem
glamraði í diskum og hnífapör-
um, en hann var feiminn við
rautt gólfteppið og feiminn við
þessi gljáandi hnotutrésþil, og
hann þorði ekki inn í hávaðann,
en hélt áfram upp næsta stiga,
þar sem aftur var salur með
rauðum gólfteppum og gljáandi
hnotutrésþiljum, og það gengn
nokkrir menn fram hjá honum
niður stigann.
Hurðin var opin útá bátaþil-
farið, og kaldur, dökkblár vind-
ur ruglaði á honum hárinu og
18
LÍF og LIST