Líf og list - 01.03.1951, Side 22
MARTRÖÐ
LjócJ eftir E/jagrím
Hiín hefir borið í blóð mitt hið blinda skyn,
Það ilmar og grœr, það vorar og vermist,
það viknar og lœlcir flóa.
Það brumar og fyllist af brennandi angan,
ég beygi mín kné og fell til jarðar.
Eg titra og nötra og krafsa í kranvpa
um kolsvört og nakin jarðarbrjóst,
dýpra, dýpra, örara, örara,
mér er ekkert framar Ijóst.
Ég krafsa, krafsa, þefa og þefa,
þamba og svelgi moldarvínið.
Það er heitt og dimmt,
það er hrátt og meyrt,
það er holtómt og gljúpt,
og mig sundlar, ég hrapa
í hyldýpi lilakkandi moldar.
Ég ber að vitum mér vermdar rœtur.
volgar, rotiiandi, súrar, angandi,
handfylli úr svörtu og sœrðu brjósti.
Seytlandi vitfirring skynlausrar nautnar
nötrar í flenntum nasavœngjum.
Nœmleikinn ískrar í spenntum strengjum
stjórnlausrar hljómsveitar drukkins manns
af dulmögnum lífsins.
Elckert er framar til,
það fer og lcemur, fellur og ris.
Eklcert er til nema áfeng moldin.
Moldin, moldin, sem vermist og vökvast
af vordögg himinsins og sagga fúadýjanna,
vermist af skini sveimandi sólna,
sortnandi, kviknandi, blóðlitra, blindandi sólna.
Maðkanna og blómanna mold.
Brjóst þín dúandi hefjast og hníga
gljúp og góð, seiðandi, sólvermd,
dökk og djúprœtt, drjúpandi frjómagni,
kæfandi og kramin brjóst.
Kæfandi alvara, ekkert annað er til.
Það suðar og niðar, sitrar og rennur,
streymir og fellur, fossar og beljar,
freyðir og œðir, hrapar og gnýr
í hringiðu kolsvarta■ lcafi.
Ekkert er til. Það sitrar og niðar,
svarrar og gnýr.
Ekkert er til nema tveir nasavœngir,
sem titra og þenjast i skynlausri, alsælli nautn
yfir brennandi, moldorpnum brjóstum.
Ránfuglsins vœngir, því klœrnar klóra,
krafsa og læsast í holdmeyr brjóstin.
Það gufar af holdtœgjum heitum, og blóði,
hrislandi, dynjandi, Ufrauðu blóði.
Neðar og neðar nístast klœrnar
í nakin og blóðug, glóðheit og svartbrún
sundurflakandi brjóstin.
En þá.
Undir flakandi brjóstunum hjarta hrœrist.
hjarta móður, sem og ei þekkti.
Eg var borinn á brjóstum,
en blóðs þeirra krafðist,
beit þau og tœtti af sjónlausum hvötum,
og vissi það eitt, að ég varð.
Og svo í andstyggðar hrylling undimiðri,
því ég cr hvorki lífs, né get þó dáið,
finnst mér ég hafa lagzt á lílc mín sjálfs,
laust á beinunum, rotnað og úldið.
Sem eitt sinn nœrðist af ólgandi blóði,
með angandi hörund af lífrœnni ferskju.
Líkþráa, lífsfrjóa niold,
maðkanna og blómanna bcður,
lífsins og dauðans djúp.
JJún er lieit og dinim, hún er hrá og meyr,
hún er holtóm og gljúp, mig sundlar, ég hrapa.
Eg krafsa og tœti, sýp hveljur og hræki
í hamslausu ofboði kafnandi brjósts.
Martröð er barátta myrkurs og Ijóss.
22
LÍF og LIST