Líf og list - 01.12.1951, Page 2
Mæcenas.
MÁÐUR er nefndur Mæcenas,
virðulegur og virtur Rómverji, alda-
vinur Ágústusar keisara og dó átta
árum fyrir hingaðburð Kristí. Þessi
maður var vellauðugur og vissi ekki
aura sinna tal, en auk þess var hann
auðugur af göfgu hjartaþeli og vildi
vera skáld. Skáldskapur hans er nú
týndur og tröllum gefinn, því að
Mæcenas var lítið skáld, en þó hef-
ur nafn hans orðið langlífara en
miklu betri skálda, sem ekkert gerðu
annað sér til frægðar en ríma ljóð.
Mæcenas laðaði að sér skáld og lista-
menn, bjó þeim skjól undir þaki sinu
og sæti við sitt borð og ástundaði
að láta hina gífurlegu auðlegð sína
bera ávöxt í skáldskap og listum
annarrá manna. Eftir honum hafa
allir þðir, sem í hans fótspor feta,
hlotið nafn, og eru kalaðir mesenar
á flestúm þjóðtungum. Þetta er feg-
ursta nafnbót, sem auður getur fært
eiganda sínum.
Iiíkir menn og skyldur þeirra.
RÍKIR MENN hafa verið til með
öllum þjóðum, sem vér höfum spurn-
ir af, menn, sem einhverra hluta
vegna hafa komizt yfir margfalt fjár-
magn á við það, sem allur þorri
manna verður að láta sér nægja.
Vér látum ekki almenn þjóðfélags-
mál til vor taka, og því munum vér
ekki ræða, hvern rétt slík auðsöfn-
un getur átt á sér almennt. En úr
því að ríkir menn eru til, menn, sem
koma hönd á og ráða tiltölulega
mjög miklu af auði hverrar þjóðar,
verður ekki hjá því komizt að taka
afstöðu til þeirra, og er hverjum
borgara rétt að fylgjast með eftir
megni og gagnrýna, hversu auðmenn
fara með auð sinn. Svo virðist, því
miður, sem allt of margir auðmenn
láti sér það éitt hugleikið að kló-
festa sem mesta peninga, velta summ-
unum og láta þær hlaða utan á sig
sjálfra þeirra vegna og líkist þeim
manni, sem elur sitt svín til þess
eins að sjá það fitna. Þeir safna pen-
ingum peninga vegna. En frábærar
undantekningar eru til í flestum
löndum. Til hafa verið og til eru auð-
menn, sem gera sér grein fyrir þeirri
mikiu ábyrgð, sem auðurinn færir
að höndum, ábyrgð fyrir því samfé-
lagi, sem veitt hefur þeim tækifæri
til auðsöfnunarinnar. Þeir menn
skilja, að í raun og veru „eiga“ þeir
ekki stórgróðann, heldur samfélagið
allt, og þeir eru aðeins til þess kjörn-
ir að fara með og vaxta þessa eign
þess. Þeir skilja skyldu auðmanns-
ins.
Skylda auðmannsins er margföld,
og einn þáttur hennar er skyldan
við listir og menningarmál. Margir
eru þeir auðmenn erlendis, sem fet-
að hafa fagurlega í spor hins forna
Rómverja og gerzt mesenar, stutt fá-
tæka menntamenn til námsframa,
snauða listamenn til listar og efna-
lausar vísindastofnanir til rannsókna
á vísindalegum efnum. Einstakir
auðmenn erlendis reka skóla og söfn
í almenningsþágu algjörlega á sinn
kostnað, og auðug hlutafélög stofna
sjóði til styrktar listum og vísindum.
Dæmi, sem íslendingar þekkja eru
Carlsberg-sjóðurinn í Danmörku og
Rockefeller-stofnunin í Ameríku, og
höfum vér notið góðs úr báðum þess-
um áttum.
Menn segja: Gjafir ríkra manna
eru bara af því, að þeir hafa vonda
samvizku, þeir eru að gefa fyrir sálu
sinni, helvítin þau arna, og svo vitna
þeir í þessa vísu:
Til að öðlast þjóðarþögn,
þegar þeir aðra véla,
gefa sumir agnarögn
af því, sem þeir stela.
Slíkan munnsöfnuð teljum vér
langt úr hófi fram. Sem betur fer
getur göfugt hjarta hrærzt á bak
við troðið veski. En hvernig sem því
er farið, virðist oss aðalatriði, að
auðmennirnir gefi, og má oss þá
liggja í léttara rúmi, hvort þeir gera
það af samvizkubiti, hégómagirnd,
manngæzku eða ást á lífi og list.
íslenzkir peningamenn
og asklokið.
OG NÚ víkur sögunni til íslands.
Einhver bóluhjálmarinn hefur ort
þetta:
Illa fenginn auðinn þinn,
áður en lýkur nösum,
aftur tínir andskotinn
upp úr þínum vösum.
Þessi vísa jarteinar tvennt: Hún
má vera tákn þess, að íslendingar
telja yfirleitt mikinn auð illa feng-
inn, og hún vottar það hatur, sem
þeir hafa löngum haft á auðmönn-
um, enda hafa íslndingar meira hat-
ur á ríkisbubbum en nokkur önnur
þjóð. Hví svo? Það er ofurskiljan-
legt. Það er vegna menningarleysis
íslenzkrar auðstéttar, sérgæðings-
háttar hennar og með leyfi að segja
heimsku. íslenzkir auðmenn eru yfir-
leitt skammsýnar asklokssálir, sem
ekki tíma að sjá af eyris virði í ann-
að en sinn synduga skrokk og flokks-
sjóð þess stjórnmálaflokks, sem hver
um sig ætlast til að stýðji sín mál.
Og þetta er þeim mun hatramlegra
fyrir þjóðfélagið sem auðmenn eru
hér margir og auður þeirra ofboðs-
legur. Einstöku sinnum heyrist, að
einhver þeirra hafi gefið einhverja
dálitla upphæð til líknarmála, en
hvenær heyrist að íslenzkur pen-
ingamaður gefi til eflingar vísindum
og listum? Er til nokkur íslenzkur
mesen? Markús heitinn ívarsson var
það, en hann er dauður. Haraldur
Böðvarsson gaf Akranesbæ bíó, og
heiður sé honum fyrir það. Kveldúlf-
ur kostaði útgáfu á Egils sögu, og
stundum mun sú ríka ætt, er að
Framh. á bls. 26.
2
LÍF og LIST