Líf og list - 01.12.1951, Qupperneq 3
RITSTJÓRI:
Steingrímur
Sigurðsson,
Barmahlíð 49.
Sími: 81248
LÍF og LIST
TÍMARIT UM LISTIR OG MENNINGARMÁL
Kemur út í byrjun
hvers mánaðar.
Árgangurinn kost-
ar kr. 50.00.
Sími: 81248
2. árg.
Reykjavík, nóv.—des. 1951
11.—12. hefti
LIF og LIST' óskdr lesefidum sínum gleÖilegra jóla
og góös árferðis og þakkar þeim skilnmg og velvild
í andbyr.
Steing?Imur SigurÖsson.
EFNI:
Á forsíðu:
Sjöundi dagur í Paradís eftir Guðm. Thorsteinsson
BÓKMENNTIR:
Pdr Lagerkvist eftir dr. Sigurð Þórarinsson hls. 12
Graham Greenc og skáldverk hans ........ — 6
Skáld frjórrar lífsnautnar (Hanncs Hafstein)
eftir Leif Haraldsson ............. — 14
LJÓÐ:
Þrjú kvæÖi (Söngur l húsi, Það koma dagar
og niðurlagsljóð úr flokknum: LjóS um
dána konu) eftir séra Sigurð Einarsson — 5
Nœturórar eftir Vilhjálm frá Skáholti .... — 16
SÖGUR:
HetjudauSi eftir Par Lagcrkvist (S. Þ. ísl.) — 20
EilifSarblóm eftir Ásgeir Ingvars .... — 27
Svona fór þaS eftir Jökul Jakobsson .. — 17
MYNDLIST:
Heimsókn til Chartres.....................17
Engilberts sýnir...................... — 19
LEIKLIST:
Hve gott og fagurt eftir W S. Maugham
ÞANKAR:
A kaffihúsinu ...................... — 2
r---------------------------------------------'i
KÁPUiMYND:
SJÖUNDI DAGUR í PARADÍS
eftir Mugg
Danski málarinn Poul Uttenreitter segir svo
um þessa mynd í bók sinni um Mugg:
„ ... MYNDIR þær, sem hann (þ. e. Muggur)
gerði úr glitpappír, eru meðal helztu listaverka
hans. Þær eru þannig gerðar, að hann límir á
grunnflöt ræmur og snifsi af allavega litum glit-
pappír. Litfegurð mynda þessara og hugmynda-
heimur er líkur því, sem myndirnar væru eftir
austurlenzkan, en ekki íslenzkan listamann.
Ein af myndum þessum heitir „SJÖUNDI
DAGUR í PARADÍS". Þar sér maður drottin
með dýrðarljóma um höfuðið, og mikilúðlegt
skegg; dimmrjóður í andliti af skaparaanda geng-
ur hann fram með tvo yndislega engla sér við
hlið. Eru þeir í blómstruðum síðum skikkjum og
með ljómandi fiðrildisfína vængi. Þrenning þessi
er á hraðri göngu um aldingarðinn. En silfur-
gljáandi þaralík trén og runnarnir, sem skera
úr við dimmrauða hitamóðu í garðinum, beygja
sig í auðmýkt, er skaparinn gengur framhjá. Dýr
aldingarðsins sjást hópum saman á gægjum bak
við trén. Þar eru hegrar, piparfuglar og kengúr-
ur með unga, er gægjast forvitnir út úr pungn-
um.“
LÍF og LIST
3