Líf og list - 01.12.1951, Síða 6
[ ★ BÓKMENNTIR +~'}
Graham Greene og skáldverk hans
Hreppir Greene bókmenntaverðlaun Nóbels næst þegar þau verða veitt?
Kannskc bítast hann og Laxness um hnossið — hver veit?
LONDON — og þetta var eitt þessara kokkteil-
boða, þar sem allir mæta með timburmenn. Veit-
andinn, háttvirtur skáldsagnahöfundur að nafni
Graham Greene, æddi eirðarlaus um bókhlaðna
íbúð sína og hlustaði á kaldhæðnar frásagnir af
eymdarheilsu. Og veitandinn gaf þá játningu,
til þess að vera ekki eftirbátur hinna, að sjálf-
um liði sér bölvanlega: Hann hefði sumsé vakað
í alla nótt og drukkið með klerkinum sínum ka-
þólska.
Þetta var hrollvekja af því tæi, sem einkennir
Graham Greene — ummæli þess eðlis, sem skelfa
mann svolítið (þó að efa megi, hvort áhrif skelf-
isins við þetta tækifæri hafi verið tilætluð eða
tilviljuð). Graham Greene fæst við hrollvekjur.
Hryllingssögur, en að auki ...
HANN ritar um syndina og guð, um návist
hins illa og fjarvist hins góða. Og hann ritar
um þetta efni, sem búast mætti við, að væri ein-
skorðað við helgan dag vikunnar, með skelfilega
beinu, skelfilega hversdagslegu orðavali. Sögur
hans, sem eru jafn-magnaðar og, góð kvikmynd,
eru hryllingssögur um siðferðileg vandamál — en
það er ekki hægt að forsmá þær eins og venju-
legar hryllingssögur.
Fólk það, sem hafið hefur Greene til þeirra
vinsælda, sem hann nýtur nú, er mestmegnis
fólk, sem hefur gaman að kvikmyndum — fólk,
sem er hneigt fyrir verulega krassandi reyfara,
fólk eins og gengur og gerist, sem hvorki er að
hrella sjálft sig né aðra með því að nota orðið
synd. Greene notar sjálfur orðið synd stundum,
og syndina sem staðreynd hefur hann sífellt í
huga, og honum tekst að rita um hana á eins ó-
brotinn, sannfærandi og skemmtilegan hátt eins
og hann væri að lýsa hegðun nágrannanna.
Að hætti allra kaþólskra guðspekinga telur
Graham Greene syndina eðlilegt loftslag í lífi hér
á jörðu. En hann túlkar bókstafi guðfræðinnar í
persónulegum stíl eins mennskum og forskriftin
hljóðar — og á meira sannfærandi hátt.
Um skeið var Greene talinn fyrsta flokks reyf-
arahöfundur (smbr. sögur hans The Ministry of
Fear og This Gun for Hire), en nú er talað um
hann í mikilli alvöru sem sennilega „bezta rit-
höfund sinnar samtíðar“. Enginn annar rithöfund-
ur enskur sameinar það tvennt eins vel og hann:
að hljóta góða dóma bókmenntagagnrýnenda og
njóta um leið mikilla vinsælda lýðsins. Mídas-
kvikmyndafélagið hefur mokað inn peningum á
sögum hans (alls gert tólf myndir, byggðar á
verkum hans, af þeim hafa að minnsta kosti
þrjár slegið í gegn: The Fallen Idol, The Third
Man, Confidential Agent:1:.)
Árið 1948 varð skáldsaga hans The Heart of
the Matter fyrir valinu af Book-of-the-Month
Club í Bandaríkjunum, og á meginlandinu er
Greene sá rithöfundur enskur, sem selst bezt.
í beztu bókum sínum — en það eru bækur,
sem hann hefur leitazt við að gera meira úr en
skemmtilestur — hefur hann ritað um syndara,
sem um síðir sjást á leið í ýmsar áttir (til himna-
ríkis, helvítis eða hreinsunarelds). Það mátti
greinilega sjá þess merki, að hann myndi fyrr
eða.seinna spreyta sig á að gera sögu um góða per-
sónu — dýrling. Og í síðustu sögu sinni, sem nú
er nýkomin út í Bandaríkjunum, sýnir Greene
leikni sína.
Skömminni skárra að hata guð?
THE END OF THE AFFAIR (titill bókarinnar
sérkennilega smellinn) er á yfirborðinu saga um
hórdóm. Greene tekst í sögunni að sýna þann
ótta og þann, kvíða og það hatur, sem skapast af
ástafari. Sagan misheppnast þegar höfundurinn
greinir frá kraftaverki, og getur ekki sannað, að
það hafi gerzt.
* Ath.: Allar þessar þrjár myndir haí'a verið sýndar
hér í Reykjavík.
6
LÍF og LIST