Líf og list - 01.12.1951, Blaðsíða 7

Líf og list - 01.12.1951, Blaðsíða 7
Ástarbrall milli þeirra Söru Miles og Maurice Bendrix byrjaði ósköp venjulega. Hann var kald- lundaður, þriðja-flokks skáldsagnahöfundur ensk- ur, hún kvenmaður með gott og heitt hjarta, eig- inkona leiðinlegs, önnum kafins embættismanns ríkisins. Vegna þess hve eiginmaðurinn Henry er störfum hlaðinn, eru líkamlegar samfarir hjón- anna staðnaðar. Og þegar Sara hittir Bendrix í fyrsta skipti í kokkteilboði í London, finnst henni hann vera örvandi og frískur samanborið við manninn sinn. í þriðja skipti, sem þau hittust, sambeðjuðu þau á ódýru hóteli. Það atvikaðist svo, að Bendrix var um þetta leyti að vinna að skáldsögu, þar sem ein persónan er embættis- maður ríkisins, og ætlaði hann sér eingöngu að notfæra sér Söru, til þess að spyrja hana spjör- unum úr, hvernig eiginmaður hennar lifði lífinu. En áður en hann vissi af, var hann orðinn ást- fanginn af henni — að svo miklu leyti sem hann igat orðið hrifinn af einum kvenmanni. Ástalíf þeirra varð honum kynferðislegt hernám, svölun á kynferðisfýsn, blandin afbrýðisemi. En Sara, sem var óbrotinn og trúlaus kvenmaður, skoðaði samband þeirra heiðvirða ást, hrjáð af afbrýði- flogum Bendrixar. Bæði reyndu þau að skoða Henry Miles sem aðeins þreytandi, óhagstætt fyr- irbæri, sem stundum kom í veg fyrir stefnumót þeirra. Ár 1944 og loftárás á London. Þá var það sem Sara Miles bað til guðs í fyrsta sinn. Sprengja hæfði húsið, sem þau Bendrix notuðu til ástar- funda, og eftir sprenginguna fann Sara líkama Bendrixar grafinn undir hurð, sem kastazt hafði inn. Hún var viss um, að hann væri dauður (og ef til vill var hann það). Hún gekk aftur til her- bergis síns, féll á kné og bað til guðs, að hann mætti lifa. Hún lofaði að hætta við hann að fullu og öllu, ef hún yrði bænheyrð af guði. Áður en hún reis á fætur, gekk Bendrix inn í herbergið, aðeins lítils háttar skrámaður. Þegar Sara sá hann urðu henni ljósir hinir hörðu kostir, sem guð hafði sett henni: „Ég hugsaði þá, að nú myndi ég byrja að kveljast af því að vera án hans, og óskaði mér, að hann væri aftur örugglega dauð- ur undir hurðinni.“ Sara hélt loforðið, af því að hún yar í hjarta sínu heiðarleg sál. Og hún gaf engum skýringar á þeirri ráðabreytni sinni. Bendrix gat ekki annað en haldið, að hún væri orðin þreytt á hon- um, og hefði fengið sér nýjan elskhuga. Hann byrjaði að hata hana og kvelja sig með ýmsum afbrýðiórum. Þegar maður hennar fór að verða tortrygginn, vegna þess hve hún hagaði sér ein- kennilega, og af einhverri kaldhæðni sneri sér til Bendrixar, til að leita hjálpar hans, keypti Ben- drix leynilögreglumann til þess að hafa gát á henni. — En Sara lét ekki leynilögreglumenn vaða ofan 1 sig. — Allt frá því að hún hafði gert hinn móðursjúka nauðungarsamning við guð, hafði hún með einverukennd þjáninga sinna og með því að vera innilega sannfærð um, að hún væri „hóra og falsari“, haldið áfram að upp- götva, að hún ekki aðeins tryði á guð, en elskaði hann — jafnvel enn meira en hún elskaði friðil sinn. „Ég trúi, að guð sé til — menn mega skipta Grabam Greene (til bœgri) og Carol Reed, enskur kvik- myndastjóri (til vinstri), sitja hér í skytningi. Heilagri þrenningu í tólf hluta, og ég myndi trúa samt. Menn mega grafa upp frásögur, sem sönn- uðu, að Pílatus hefði fundið upp Krist, til þess að upphef ja sjálfan sig, og þó myndi ég trúa. Ég hefi öðlazt trú á sama hátt og ég hefði smitazt af sjúkdómi. Ég er gagntekin af trú á sama hátt og ég yerð gagntekin af ást“. Þegar hún veiktist af hitasótt og dó, varð Ben- drix ljóst af dagbók hennar (sem hann stal), að hann hefði verið ofurliði borinn af keppinaut nokkrum. En Bendrix vildi aðeins viðurkenna, að hann hefði að síðustu komizt að raun um, hver keppinautur hans var — og 1 stað þess að hata óþekktan mann, fór hann að hata óþekktan guð. Þar skilur sköpuður hans, Graham Greene, við hann. Hann gefur í skyn, að lyktir þessa máls geti aðeins orðið upphaf á öðru máli. Og mál LÍF og LIST 7

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.