Líf og list - 01.12.1951, Side 16

Líf og list - 01.12.1951, Side 16
r VILHJÁLMUR FRÁ SKÁHOLTl LÍF OG LIST birtir hér nýtt Ijóð eftir Vilhjálm frá Skáholti. Höfundur hefur gefið út þrjár Ijóðabækur, sem vakið hafa mikla athygli, og hefur ein þeirra, VORT DAGLEGA BRAUÐ, komið út þrisvar. Vilhjálmur vinnur nú að stórri skáldsögu, sem mun koma út einhvem tíma á næsta ári. Kall- ast hún STRÆTIÐ, og verð- ur kafli úr henni birtur í næsta hefti Lífs og listar. til þcss, að mynda mætti af leifum fram- laga þcirra sjóð til styrktar ungum, gáf- uðum skáldum — Verðandisjóð. Næst því að lcggja sér á hjarta ljóð þeirra og sögur yrði mcð slíkri sjóð- stofnun verðugastur sómi syndur minn- ingu hinna ungu Hafnarstúdcnta, scm brutu við blað í sögu íslenzkra bók- mcnnta mcð útgáfu Verðandi 1882. Leifur Haraldsson. NÆTURÓRAR Ljóð eftir Vilhjálm frá Skáholti |_JÖFUÐLAUS gekkstu upp að andliti mínu, með augu í barmi, full af slcelfingu og kvölurn, skyggð af dreyra, — drjtipandi úr sári þínu, líkt og draugur frá horfnum nddarasölum. í augunum sá ég svívirðu lifenda og dauðra, í svikum og ótta við það sem er helgast manni, að standa vörð um allra fegurð og frelsi, sem fjötraðir eru og hafðir í sólarbanm. f augunum leit óg eilífa bölvun mannsins, sá óskir hjartnanna brenndar við hægan loga, leit dauðann sjálfan drottnandi yfir valnum, djarfan að leik með örvar á strengdum boga. Sá dæmda veröld í vonlausum augum þínum, leit vondar nornar örlagaþræði spinna. — Ég spurði sjálfur sál mína í angist og kvíða: Er sök við lífið einnig hjá þór að finna? Þá vissi óg strax hvað rótt var og raunar líka, að ráð er stundum að þegja yfir mistökum sínum, því það var óg sjálfur, — heimskinginn höfuðlausi —, er hjartað sýndi í vitstola augum mínum. 16 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.