Líf og list - 01.12.1951, Qupperneq 17

Líf og list - 01.12.1951, Qupperneq 17
Höggmynd frá Chartres: DAUÐI MARIU sinni, sem kennd er við heilaga Maríu. Kirkjan gnæfir á hátindi borgarinnar, reist í hágotnesk- um stíl, að undanskilinni suðvesturhliðinni, sem að nokkru leyi er rómönsk. Hún var reist snemma á 11. öld, en endurreist vegna eldsvoða á tíma- bilinu 1194—1240. Hún er ekki einungis einhver allra fallegasta kirkja Frakklands, heldur er hún og glæsilegt sýnishorn af byggingar- og högg- myndalist miðalda. Og þá er hún ekki síður for- vitnileg vegna dýrlegra rúðumálverka. Það, sem aðallega einkennir byggingarstíl Notre Dame de Chartres eins og annarra gotneskra kirkna, eru hinir oddlaga bogar, hin rifjaða þakhvelfing og sérkennileg súlnamótun og skrautverk. Nú er al- mennt viðurkennt, að gotneski byggingarstíllinn hafi verið eðlileg þróun frá rómönsku byggingar- formi, og er því ekki úr vegi að gera hér laus- DAG NOKKURN ákvað ég að bregða mér til borgarinnar Chartres. Ég hafði skömmu áður skroppið til Versala og orðið lítt hrifinn af öllu því úrkynjunarkennda flúri, sem trónaði þar í sölum borgarinnar: hver salurinn öðrum líkur og bar forstokkaðri heimsku frönsku hirðarinn- ar glöggt vitni. Þess vegna hafði ég hug á því að bæta sjálfum mér þann leiða, sem Versalir sköp- uðu mér, og sjá minjar æðri sköpunar. Chartres er gömul og heillandi borg, reist á hæð við Eure-fljót, tæpa níutíu kílómetra suð- vestur af París. Hún er heimsfræg af dómkirkju Sttðurhlih Notrc Damc dc Chartres ★ MYNDLIST * Heimsókn til Chartres LÍF og LIST 17

x

Líf og list

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.