Líf og list - 01.12.1951, Qupperneq 18

Líf og list - 01.12.1951, Qupperneq 18
Höggmyndir frá Chartres (12. og /3 olci) T. v.: KONUNGÖR í JÚDEU — T. h.: MARÍUMYND legan samanburð á þessum tveim stílum. Róm- önsku arkitektarnir byggðu hvelfing yfir rétt- hymdan flöt með þeim kerfisbundna hætti að tengja skálæga hálfhringmyndaða boga á milli horna hvelfingarinnar og fylla síðan millirúmið með steinsteypu, svo að það varð að föstu hvelfing- arformi. í gotneska stílnum er því öðru vísi farið: Þar eru hinir skálægu bogar algerlega sjálfstæðir hlutir, gæddir eigin f jaðurmagni, og á þeim hvíla steinhellurnar, sem sjálf hvelfingin er gerð úr. Þessir skálægu bogar gegna þess vegna sama hlutverki og hver tréumgerð sú, sem hver bogi er byggður á. Þakhvelfingin er gædd sínum sjálf- stæða, fjaðrandi mætti, og þungi hennar og hlið- arþrýstingur hvíla á hornunum. Horn þessi eru því einu hlutar byggingarinnar, sem þarfnast sterkra stoða, því að á þeim hvílir allur þungi hvelfingarinnar. Þess vegna eru hornin styrkt með bogabútum eða svífandi gagnstoðum, sem virð- ast halda uppi veggnum. Ekkert er svo máttugt í rómanskri byggingarlist. Gotneski stíllinn er ekki einungis sérkennilegur fyrir byggingar- tækni, heldur er hann og frábrugðinn öðrum stíl- um í súlnamótun. f Chartres-kirkjunni gefur að líta ómælilega margbreytni í ávölum súlnaform- um, sem skaga fram og hafa undursamleg áhrif á ljós og skugga inni í kirkjunni. Bæði skip og framhlið kirkjunnar í Chartres eru prýdd líkönum og höggmyndum, sem gædd- ar eru duldum krafti. Enginn veit, hver hefur skapað þessi listaverk fremur en rúðumálverkin, en það hljóta að hafa verið einlægir og sannir listamenn, sem unnu fyrst og fremst fyrir guð og listina, en ekki eingöngu til þess að þóknast f jöld- anum. Hið mikla jafnvægi í þessum myndum sýnir raunsæleik, maður sér í þeim þjáningar f jötr- aðrar samvizku, í þeim speglast mannlegar þrár og trúrænn vilji, og af togstreitu þessara afla birtist eldlegur innblástur mikilla hugsjóna, sem tjá leyndardóma lífsins. Myndirnar binda fram- tíð mannsins við fjarlægar helgisagnir,. sem þær hafa bjargað af flaki hins gamla heims. Stcingrímur. Rútíumálverk frá Chartres: GAMALL MAÐUR ÞAKKAR HEILÖGUM NIKULÁSI 18 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.