Líf og list - 01.12.1951, Síða 22

Líf og list - 01.12.1951, Síða 22
verkaflokkum, sem Val lætur bezt. ÆVAR KVARAN var auðkýf- ingurinn og heimsmaðurinn Lei- cester Paton. Hlutverk hans var þeirra minnst en skemmtilegast, enda hreppir hann „hnossið“ að lokum. Ævar vinnur eða æfir hlutverk sín að hætti meistara í framsagnarlist, enda er hann manna lærðastur hér á því sviði. Hann æfir hlutverkið lið fyrir lið og nær oft meistaralegum tökum á ýmsum atriðum, sem aðrir mundu hirða lítt um. Leik- ur hans er því oft betur hugs- aður í frumatriðum en sem heild eða sérkennileg manngerð. Ekki svo að skilja, að hann sýndi ekki heimsmanninn nógu vel. En Ævar mætti sér að ósekju hlaupa meira úr roðinu en hann gerir. ^ Móður Viktoríu og tengda- móður eiginmannanna, frú Shuttleworth, lék EMILÍA JÓNSDÓTTIR. Leikur hennar var áferðargóður, en kvað lítið að honum. Stríðsfyrirbrigðið, vinnukona, sem velur úr hús- Arndís Björnsdóttir (aðstoðarsttílka), Valur Gislason (Frcdcrick.) og Þorstcinn O. Stcphensen (Bill) burði. Þar hefur Hildur Kalman yfirburðina og sjálfsagt þekk- ingu til að vera þar góður ráðu- nautur. Aftur á móti er Inga meistari í svipbrigðum og lát- bragðslist. Fyrri eiginmann Viktoríu lék ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN, en þann seinni VALUR GÍSLA- SON. Báðir sýndu þeir þjálfun og leikni en ekkert fram yfir það. Yfirleitt var einhver drag- bítur á allri leiksýningunni, en nokkru getur valdið þar um slæ- leg aðsókn þessu sinni. Sem Bill var Þorsteinn öllu hressilegri frá höfundarins hendi, en Valur sem Frederick alvarlegri. Þó hefðu leikarar og leikstjóri í sameiningu getað sýnt meiri mismun manngerð- anna (týpanna) en þeir gerðu. Rætt hefur verið um, að Þor- steinn hefði ekki hæft hlutverki sínu með tilliti til þess, að hann kemur beint úr fangabúðum Þjóðverja. Slíkt er í raun og veru smáatriði, þar sem hér er um gamanleik að ræða. Öllu verra var, að hvorugur þeirra Þorsteins né Vals hæfðu hlut- LÁRUS PÁLSSON verkum sínum fyrir aldurs sak- ir. Enda þótt þeir séu majórar að tign eru tilsvörin lögð í munn yngri mönnum og allur þeirra samleikur er talandi tákn þess. Þeir eru persónur, sem eiga líf- ið framundan en ekki að baki. Leikur Vals var þó meira sann- færandi en Þorsteins. Og að öðru leyti tilheyrir þetta þeim hlut- 22 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.