Líf og list - 01.12.1951, Síða 24
Fyrsta skáldsaga Jökuls Jakobssonar kom út á vegum
Helgafells fyrir fáeinum dögum, heitir TÆMDUR BIKAR
og er rituð síðastliðið sumar, en þá var höfundur aðeins
seytján ára að aldri.
SYONA FÓR ÞAÐ
Smásaga eftir
JÖICUL JAKOBSSON
HÚN SAT ein við borð, og bragðaði lítið eitt
á rjómaís, lítil stúlka, sem hefur yfirgefið bernsku-
leikina, en kynnzt ofurlítið gleði og sorgum lífs-
ins. Auk skálarinnar með ísnum var á borðinu
fyrir framan lítið veski, sem var lokað með renni-
lás: Þar geymdi hún myndir af kunningjunum,
fimmkrónuseðil og ýmislegt smádót, sem stúlk-
um þykir gaman að; þar var líka lítið hólf,
sem erfitt var að opna, þar geymdi hún litla
dularfulla bréfmiða með máðu letri. Við hlið
veskisins lá ósnertur Camelpakki. Nettir ullar-
vettlingar með smágervu munstri lágu líka á
borðinu, í öðrum þeira voru nokkrir smápen-
ingar og húslykill festur upp á lítinn tinhring;
það er undarlegur ávani hjá stúlkum að geyma
peninga í vettlingum þegar þær eiga veski.
Kennslubók í stærðfræði var stillt upp við vegg-
inn, stúlkan var nefnilega að koma úr aukatíma
í stærðfræði.
Það var erfitt að segja að hún væri ljót, hún
var allra lögulegasta skinn; kinnarnar kannske
ívið holdugar að hennar dómi, neðri vörin dálítið
fyllri en hin; augun voru blá og venjuleg; og hár-
ið skolleitt og venjulegt. Hún var dálítið feitlagin,
en ekkert um of; og gráa þykka kápan og lág-
stígvélin gerðu hana máske ofurlítið klunnalegri
en hún átti skilið. Og hún sat þarna ein og dreypti
við og við teskeiðinni í rjómaísinn, dálítið rauna-
leg, því að það var síðla dags á hausti, orðið
dimmt úti og hálfgert hret. Hún var einna lík-
ust hnuggnum litlum einmana kálfi, þar sem hún
sat innan um fólkið, sem var étandi og kjaftandi
á borðunum í kringum hana.
Úr viðtækinu í horninu glumdu jazzlög og
straussvalsar á víxl, tónarnir yfirgnæfðu manns-
raddirnar, svo álengdar var að heyra eins og lág-
vært suð.
Þá opnuðust dyrnar handan auða rúmsins á
gólfinu og snöggvast stóð vindgustur um salinn
og feykti burt tóbaksreyknum, sem lá eins og
dalalæða í loftinu.
Hann kom inn. —
Hann sá hana ekki strax, eða þóttist ekki sjá
hana, heldur strunzaði innar í leit að félögunum,
en enginn þeirra sást, þá ætlaði hann út aftur,
en virtist koma auga á hana af tilviljun rétt í
því. Hann staðnæmdist við borðið hennar, strauk
kaldri hendinni um hökuna á sér og sagði með
hálfkæruleysislegum digurbarka:
Þú ert hér?
Mest langaði hana til að hrópa nei af öllum
kröftum, en hún vissi hve það mundi verða hlægi-
legt, það var óneitanleg staðreynd að hún var
hér. Svo hún svaraði og reyndi að vera þótta-
full í rómnum, en andlitið var samt sem áður eins
og á hnuggnum litlum einmana kálfi:
Já.
Hún hlaut að vera skrýtin í framan, vafalaust
fýluleg og það fór henni illa. Og léttur roði færð-
ist yfir vanga hennar, en hún leit ekki upp, þó
að hann stæði þarna fyrir framan hana, einblíndi
aðeins á einn frakkahnappinn hans, þann þriðja
í röðinni talið að neðan.
Hefurðu séð nokkuð af strákunum, sagði hann
og settist svo á móti henni án þess að spyrja um
leyfi; hún þorði ekki að líta upp af ótta við að
24
LÍF og LIST