Líf og list - 01.12.1951, Page 25

Líf og list - 01.12.1951, Page 25
sjá hann glotta að sér fyrir kjánasvipinn, sem hlaut að vera á andliti hennar. Nei. Svarið ýar komið fram á varir hennar áð- ur en hún vissi af, hún var þó löngu staðráðin í að tala aldrei við hann framar. Það stóð hressilegur gustur af honum af því hann kom utan úr köldu veðri, roði í vöngum og líf í augum, agnarlitlir vatnsdropar í ýfðu dökku hárlokkunum. Hann var fyllilega ánægð- ur og hress. Afgreiðslustúlkan kom og hann bað um mola- kaffi, fór svo að skafa undan nöglunum með eld- spýtu og fór sér að engu óðslega. Hún sat niður- lút og var heit og sveitt af að sitja í þessari svækju, sem var inni og þó henni þætti gott að finna svalandi andblæinn af honum, nýkomnum að utan, var hún sjálfri sér hálfgröm fyrir það, án þess að vita hvernig á því stæði. Hann hafði lokið við að skafa undan nöglunum og setti eld- spýtuna í öskubakkann. Svo sagði hann: Ertu að koma úr tíma? Þá fékk reiði hennar útrás, hún leit upp og sagði biturt: Hvað kemur þér það við? Varstu ekki búinn að segja, að þú vildir ekkert með mig hafa? Minnsta kosti á ég ekkert vantalað við þig. Skárra er það nú, sagði hann, og dró við sig orðin, glotti dálítið og þótti gaman, studdi ann- arri hendinni undir kinn en teygði hina til hlið- ar við sig út á borðið og sló niður fingurgómun- um á víxl. Ekki var ég að hefja neitt bónorð við þig, þó ég spyrði í mesta sakleysi sagði hann loks drýg- indalega. Hún kreppti fingurna utan um skeiðina og fann hvernig hún roðnaði upp í hársrætur. En hún sagði ekki neitt. Þú þarft ekki að vera eins og grimmur köttur, þó að maður lofi þér ekki giftingu fyrir nokkra kossa, hélt hann áfram, þú gætir minnsta kosti svarað einföldustu spurningum án þess að snúa út úr. Og hún svaraði gegn vilja sínum: Öðruvísi léztu á laugardaginn var, þá vildirðu allt fyrir mig gera, sagði hún og komst í einkenni- legt ljúfsárt ástand yið að rifja upp endurminn- ingarnar. Sama er mér hvaða dag það var, sagði hann dálítið stríðnislega, ekki held ég dagbók. — En ég hélt ég hefði talað við þig eftir það, bætti hann við ísmeygilega. Snöggur hiti kom í andlit henni, og hún var orð- in reið: Já, ég man það líka. Þú kallaðir mig ... En hún nam staðar í miðju kafi. Hann drakk rólega einn teyg úr kaffibollanum og botnaði setninguna fyrir hana. Hann smjattaði á hverju orði. Hún leit nokkra stund á hann og það var kökkur í hálsinum; aldrei nokkurn tíma mundi hún geta áttað sig á honum, sem gat sagt engill og mella við hana í sömu andrá og meint hvort tveggja af hjartans einlægni og samt var hún hvorugt. Hún hafði aldrei verið með strák fyrr en honum. Og hún átti sama breyskleika og annað fólk. Svo sagði hún: Ég sé enga ástæðu fyrir þig að kvelja mig meira en komið er. Er þér ekki nóg að svíkja allt, sem þú lofar, heldur þarftu að reyna að svívirða mig á allan hátt eftir að þú hefur sagt mér að fara til fjandans. Þú ert ósköp sæt, ég mundi ekki telja eftir mér að fara þangað með þér. Hæðnin var nær horfin úr rómnum, hann var jafnvel orðinn barnslegur og blíður, og nú var hann kominn á það hættulega stig, að hún freist- aðist til að láta undan honum og brosa framan í hann og gleyma því, að hann hafði kallað hana dræsu og brjálaða bestíu, sem væri að drep- ast úr vergirni, ættina nirfilhyski og íhaldspakk. Hún átti í baráttu við sjálfa sig, en svo fór hún að telja upp í huganum öll þau óvirðingarheiti, sem hann hafði gefið henni, og hleypti í sig hita: Þú getur smjaðrað fyrir einhverri annarri en mér, máttu vita, ég er löngu búin að sjá í gegn- um þig. Þú ert dáðlaus ræfill, sem heldur að þú getir haft mig að leiksoppi. Þú varst svo sem nógu góður í vor, þegar þú varst að bjóða mér á böllin fyrst. Eg læt ekki fara svona með mig framar. Svo hellirðu yfir mann svívirðingum, lygi og klámi, og ég man, þegar þú hentir mér frá þér í miðjum dansi upp í skóla og æptir, að þú vildir ekkert með andfúlar spikklessur hafa, og þá sór ég við sjálfa mig að tala aldrei við þig, en svo komstu viku seinna eins og hundflatur betlari og þá var víst komið annað hljóð í strokk- inn. Og aftur lofaðirðu öllu fögru, en sveikst það allt jafnharðan, bauðst mér á Vorballið og skiptir þér svo ekkert af mér um kvöldið, en varst að flangsast utan í Jenný Tór. Það var mátulegt á þig, að hún vildi ekki sjá þig og var LÍF og LIST 25

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.