Líf og list - 01.12.1951, Side 28

Líf og list - 01.12.1951, Side 28
ruddalegur við mig. Svo hallaði hún sér fastar að mér og sagði — passaðu mig, ég er bara lítil stúlka. Það var alveg einsog hana væri að dreyma, hún kallaði mig pabba. —. Þú mátt ekki vera vondur við mig, pabbi, það er ekki allt mér að kenna. Hún fór að gráta, og ég strauk hárið á henni. Svo sofnaði hún. Á meðan var ég að hugsa um að fá mér vinnu og reyna að fá braggann aftur. Svo ætlaði ég að kaupa gardínur, án þess að láta hana vita, og blóm til að hafa í glugganum. Ef ég hætti nú kannske að drekka, þá gæti ég keypt svo margt fallegt. Þegar hún vaknaði aftur, var hún farin að skjálfa, ég vafði jakkanum mínum um hana og reyndi að hlýja henni. — Það eru allir vondir við mig nema þú — sagði hún, þegar ég er úti, lætur lögreglan mig stundum í kjallarann. — Þangað förum við aldrei aftur — sagði ég, nú förum við heim bæði — saman. — Það er ekki til neins — sagði hún, ég á ekkert traust, ég á bara mitt eigið traust. Ég hef aldrei átt neitt annað traust. — Við skulum koma heim — sagði ég. Ég vissi að við mundum komast innum gluggann sem er brotinn. — Allir reyna að fá mig til að gera það sem er ljótt. Ég hata allt, sem er ljótt. Svo hrópaði hún hátt: — Ég er ekki það sem allir segja að ég sé, ég er saklaus stúlka, sem vantar traust. Hún beygði sig niður og grét afskaplega. — Ég vil fá að tala við hann pabba minn — elsku, bezta pabba minn. — Við skulum koma heim — sagði ég. — Ég kemst ekki heim — sagði hún, ég finn svo mikið til. Hún lagðist á jörðina, og hljóðin í henni voru svo hræðileg að ég þorði ekki annað en sækja lækni. Ég breiddi jakkann minn ofaná hana og hljóp af stað, en fann engan lækni, það var líka komin nótt. Þegar ég kom aftur var lögreglan komin. — Farið þið frá — sagði ég, snertið þið ekki á henni, náið þið í lækni. Einn lögregluþjónninn tók ofanaf henni jakk- ann og sagði að þetta væri hún Jóna. — Snertið þið ekki á henni — sagði ég, hún er veik. — Láttu ekki svona — sögðu þeir og ætluðu að láta hana uppí bílinn. Ég ætlaði að taka hana af þeim og bera hana heim í braggann, en loftaði henni ekki einn. Þá fékk hún mér blómið og sagði að það héti Eilífðar- blóm, — það deyr aldrei — sagði hún. Þú átt að eiga það til minningar, þú varst svo góður við mig. Svo fóru þeir með hana í bílnum. — Þekkirðu hana — spurði lögreglumeistarinn mig. — Já — sagði ég. — Hefurðu þekkt hana lengi — spurði hann. Ég sagði einsog var, að hún hafi komið til mín þegar þeir við höfnina ráku hana heim og rifu kjólinn hennar. — Hún átti ekkert traust — sagði ég. Við ætluðum að búa saman í bragganum. — í hvaða bragga? Ég sagðist kannske geta fengið bragga. — Þú, sem ekki getur séð fyrir sjálfum þér — sagði hann. Þá sagði ég: — Ég hef alltaf séð fyrir már sjálf- ur. Þeir voru lengi að yfirheyra mig, þeir spurðu mig, þeir spurðu mig að mörgu sem ég vissi ekk- ert um. Þeir héldu að ég hafi barið hana. Ég sagði við þá: — Þið getið sent mig á Letigarðinn og látið mig moka sandi til eilífðar, en ég skal aldrei hugsa um annað en að moka sem minnstu. Mað- ur getur ekki orðið að manni við það að moka sandi, ef maður verður ekki að manni til þess að moka sandi, til að gefa öðrum traust. Það þarf að kvikna eitthvað í manni sjálfum, og það er alveg sama hvernig farið er með mann, það getur alltaf eitthvað kviknað í manni, ef maður hittir þann sem veit hvað það er. En þið vitið það ekki. Þið eruð alltaf að moka sandi, en vitið ekki til hvers þið eruð að því, og hugsið ekki um það. Þið þorið bara ekki að sleppa skóflunni, eins- og ég gerði, þá munduð þið finna að þið eruð ekki að vinna fyrir neitt sem er í ykkur sjálf- um, nema maganum í ykkur. Svona talaði ég yfir þeim, meðan þeir voru að draga mig niður í kjallarann. Þeir skildu mig ekki. Ég bað þá að lofa mér að tala við hana. Þeir sögðu að það væri ekki þgsgt, hún væri dáin. Ég veit að hún kemur ekki aftur, samt ætla ég að setjast, þar sem ég er vanur og horfa á máv- ana, þeir veifa vængjunum svo fallega þegar þeir fljúga. 28 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.