Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 6

Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 6
legt. Sá maður sem vill hafa eitthvert vit í lífi sínu vísar því frá sér hverri þeirri athöfn sem ekki á sér orsök og tilgang. Allar ævisögur eru skráðar á þennan hátt. Lífið virðist vera lýsandi ferli orsaka og afleiðinga, ósigra og sigra og maðurinn beinir óþolinmóður sjónum sínum að orsakatengslum at- hafna sinna og hraðar þar með enn sínu æðisgengna kapphlaupi til dauðans. Við því að heimurinn er orðinn að röð orsakabundinna atburða segir skáldsaga Sternes, með formi sínu einu saman: Hið skáldlega býr ekki í at- burðarásinni, heldur þar sem atburða- rásinni linnir; þar sem brúin milli orsak- ar og afleiðingar brotnar og þar sem hugsunin flakkar um í yndislegu iðju- leysi frelsisins. Hið skáldlega við tilver- una, segir saga Sternes, felst í útúrdúr- um. f>að felst í hinu óútreiknanlega. Það er handan við orsakirnar. Það er sine ratione: án ástæðu. Það er handan við setningu Leibniz. Það er því ekki unnt að meta aldar- andann eingöngu út frá hugmyndum aldarinnar, fræðilegum hugtökum, án þess að taka listina með í reikninginn og skáldsöguna sérstaklega. Nítjánda öldin fann upp járnbrautina og Hegel þóttist þess fullviss að hann hefði höndl- að sjálfan Heimsandann. Flaubert uppgötvaði heimskuna. Ég þori að full- yrða að það sé merkasta uppgötvun þeirrar aldar sem er svo stolt af sinni vísindalegu hugsun. Auðvitað velktust menn ekki í vafa um tilveru heimskunnar fyrir daga Flauberts, en menn skildu hana á dá- lítið annan hátt: Hún var einfaldlega álitin skortur á þekkingu, og það var ágalli sem unnt var að ráða bót á með menntun. En í skáldsögum Flauberts er heimskan órjúfanlega samofin mann- legri tilveru. Hún fylgir vesalings Emmu alla ævi, alla leið að ástarsæng hennar og banabeði, þar sem tveir víð- kunnir agelastar, þeir Homais og Bo- urnisien, þrugla áfram um stund eins og þeir séu að fara með eftirmæli. En það sem er mest sláandi og hneykslanlegast í sýn Flauberts á heimskuna er þetta: Heimskan víkur ekki fyrir vísindunum, tækninni, framförunum, nútímanum; þvert á móti, við framfarirnar tekur hún einnig framförum! Af illkvittnislegri ástríðu safnaði Flaubert stöðluðum frösum sem fólkið umhverfis hann lét falla af vörum til þess að láta líta svo út sem það væri gáfað og fylgdist með. Upp úr því bjó hann til hina vinsælu Orðabók yfir við- teknar hugmyndir. Notfærum okkur þennan bókartitil og segjum: Heimska nútímans táknar ekki fáfræði heldur hugsunarleysi viðtekinna hugmynda. Uppgötvun Flauberts er afdrifaríkari fyrir framtíð heimsins en allar bylting- arkenndustu hugmyndir Marx og Fre- uds samanlagðar. Það er sem sé hægt að ímynda sér framtíðina án stéttabar- áttu eða án sálgreiningar, en ekki án ómótstæðilegrar flóðbylgju viðtekinna hugmynda. Innritaðar í tölvur og út- breiddar í fjölmiðlum geta þær fljótt orðið að afli sem fótumtreður alla frum- lega og einstaklingsbundna hugsun og kaffærir þar með sjálfan kjarna hinnar evrópsku menningar nútímans. Einum áttatíu árum eftir að Flaubert ímyndaði sér Emmu sína Bovary, á fjórða áratug þessarar aldar, skrifaði meiri háttar skáldsagnahöfundur, Vín- arbúinn Hermann Broch þessi orð: „Nútímaskáldsagan berst hetjulegri baráttu við kitsch flóðbylgjuna en kitsc- hið kollvarpar henni að lokum.“ Orðið kitsch, sem fæddist í Þýskalandi um miðja síðustu öld, táknar afstöðu þess sem vill fyrir hvern mun geðjast sem flestum. Til þess að falla í kramið verð- ur að fara með það sem allir vilja heyra, ganga í þjónustu viðtekinna hugmynda. Kitsch er ekkert annað en heimska við- tekinna hugmynda þýdd yfir á mál feg- urðar og tilfinninga. Það kemur okkur til að gráta ljúfum tárum yfir sjálfum okkur og hversdagsleika hugsunar okk- ar og tilfinninga. Að fimmtíu árum liðn- um eru orð Broch nú orðin enn sannari. Með tilliti til ófrávíkjanlegrar nauðsynj- ar' þess að falla í kramið og vinna þann- ig athygli sem flestra, er fagurfræði fjöl- miðlanna óhjákvæmilega fagurfræði kitschins. Og eftir því sem fjölmiðlarnir þrengja sér æ meir inn í líf okkar verður kitschið að daglegri fagurfræði okkar og siðferði. Stjórnmálamenn eru metn- ir eftir atkvæðamagni, bækur eftir met- sölulistum. Þar til nýlega táknaði nút- ímastefna ósleitilega uppreisn gegn við- teknum hugmyndum og kitschi. Það sem er nútímalegt í dag er samslungið óheyrilegum lífskrafti fjölmiðlanna og að vera í nútímanum táknar æðis- gengna áreynslu til þess að vera með, vera eins, vera ennþá meira eins en hinir. Nútímaleikinn er kominn í föt kitschins. Agelastarnir, hugsunarleysi viðtek- inna hugmynda, kitschið, þetta þrennt er einn og sami fjandmaður listarinnar að því leyti sem hún er til orðin af bergmáli hins guðdómlega hláturs og hefur skapað þetta heillandi ímyndaða svið þar sem enginn er handhafi sann- leikans og allir eiga rétt á skilningi, Þetta ímyndaða svið umburðarlyndisins varð til með Evrópu nútímans, það er ímynd Evrópu, eða að minnsta kosti draumur okkar um Evrópu, draumur sem oft hefur verið svikinn en býr þó yfir nægilegu afli til þess að sameina okkur í bræðralagi sem nær langt út fýrir hið litla meginland Evrópu. En við vitum að heimur umburðarlyndisins (ímyndaðs í skáldsögunni, raunverulegs í Evrópu) er brothættur og undirorpinn duttlungum hverfulleikans. Við sjón- deildarhring gefur að líta heri agelasta sem hafa gætur á okkur. Og einmitt á 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.