Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 9

Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 9
uöu þau hjónin leikfélagið Dario Fo — Franca Rame. Næstu 10 árin tróð leikfélagið upp í flestum leikhúsum ítalíu með ógrynni verka. Þeirra á meðal voru þau verk sem íslendingum eru hvaö best kunn, þar sem dregin er upp all grótesk mynd af daglegu lífi. Þótt Fo væri nokkuð gagnrýninn í þessum verkum sínum nutu hann og félagið gífur- legra vinsælda. Með myndun Centrosinistra stjórnarinnar 1963 undir mottóinu Qualunquismo, eitthvaö fyrir alla, var honum jafnvel falin umsjá eigin þáttar í sjónvarpinu og verk hans tekin til upptöku þar. Þætti sína kallaði hann Fo Canzon- issima, vinsældarlistann (þann titil ætti ekki að taka of bókstaflega). Hann var ekki í efnishraki því mafían, iðjuhöldar og prestastéttin létu honum í té gnægð efnis fyrir þættina. En Adam var ekki lengi í Paradís. Þáttur um lóóasþekúlant í Mílanó sem sendur var út sama dag og íbúar viðkomandi hverfis áttu í mótmælum, varð til þess að sjónvarpið kraföist þess að fá að ritskoða þættina, ef ekki þá segðu þau skötuhjúin upp störfum hjá sjónvarpinu. Þau tóku auðvitað síöari kostinn og notuðu sér atburðinn sem efnivið í þætti sem þau fluttu opin- þerlega og snérust um skoðanakúgun í þjóðfélag- inu. Á sviöi gerðist Fo nú æ harðari í gagnrýni sinni, bæði á hinar oþinberu menningarstofnanir sem sí- fellt reyna að setja listrænni sköpun hans skorður en einnig á þjóöfélagsástandið á ítalíu almennt. Leikhús íþágu baráttunnar í stað þess að laga sig að gefnum aðstæðum hóf Fo virka þátttöku í stjórnmálalegri umræðu og bar- áttu. Samfara verkalýðs- og stúdentaóeirðunum 1968/69 sögóu þau Franca Rame og Dario Fo skilið viö borgaralegar leikhússtofnanir og þann fjárstuðning sem þær njóta og stofnuðu leikfélagið Nuova Scena í samvinnu við PCI (ítalska kommún- istaflokkinn) og ARCI (verkalýðsfélag kommúnista) með þeim ásetningi aö starfa að markmiðum rót- tækrar alþýðu. Upp úr því samstarfi slitnaði þó fljótlega vegna gagnrýni Fo á menningar- og menntastefnu Kommúnistaflokksins. Fo var spurð- ur um þaö í viðtali árið 1974 hvað þetta samstarf heföi fært honum og hvaö hefði hvatt hann til að flytja verk sín í verksmiðjum sem voru á valdi verkamanna, á torgum, mörkuðum, fyrir framan fangelsismúra og hafna algjörlega hvers kyns málamiólun við borgaralegar leiklistarstofnanir og fórust honum svo orö: ,,Við höfum ekki áhuga á að vera leikfang borgaralegrar syndakvittunar lengur. SVART Á HVÍTU 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.