Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 48

Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 48
Síðasta kvæðið af þessum fjórum, „fátækleg kveðjuorð (til-)“, er mjög ólíkt hinum og hefur það reyndar talsverða sérstöðu meðal verka Megasar. Yfirleitt eru kvæði hans rímuð og stuðluð að tals- verðu leyti og fylgja nokkuð reglubundinni hrynj- andi, en þetta kvæði hlýðir engum slíkum brag- fræóireglum: þótt í því sé að vísu stuðlasetning er það rímlaust og mjög óreglulegt í alla staði. Sam- kvæmt íslenskum bókmenntahefðum er þetta kvæði því „atómljóð" og talsvert ólíkt venjulegum stíl Megasar, en þar sem hann bregður sér í ýmissa líki á þessari skífu og syngur með annarlegum tungum er það í sjálfu sér ekkert óeðlilegt þótt hann birtist hér allt í einu í gervi atómskálds. Reyndar er þaö ekki einungis órímað formið sem minnir á skáldakynslóðina eftir 1950 heldur er efnið einnig mjög í hennar anda og tengt helstu hugðarefnum hennar: þannig er þetta kvæði líka stæling, þótt skáldið virðist ekki hafa neina ákveðna fyrirmynd í huga. Þetta kvæði endar á orðunum „því ég er ekki ég, ég er annar“, en þau eru reyndar tilvitnun í franska skáldið Arthur Rimbaud, sem atómskáldin töldu einn af sínum andlegu feðrum og kynntu fyrstir íslendingum: „JE est un autre“. Þessi orð koma fyrir ítveimur bréfum, og er annað þeirra skrifað 13. maí 1871 og hitt dagsett 15. maí 1871: það er hið fræga „lettre du voyant", sem er e. k. stefnuyfir- lýsing skáldsins. Rimbaud á hér við að hver sá sem hefur skáldskaparandann sé jafnframt annar en hann sjálfur, aðrir sjá einungis manninn sjálfan og vita ekkert um þennan „annan" sem í honum býr og jafnvel hann sjálfur skilur ekki til fulls það sem „hinn“ skapar. Upphaf þessa klofnings er alger- lega óþekkt: skáldið er eins og tré sem er skyndi- lega orðið fiðla („tant pis pour le bois qui se trouve violon, et nargue aux inconscients, qui ergotent sur ce qu’ils ignorent tout á fait!” 13. maí 1871) eða kopar sem er allt í einu oröinn að lúðri („Si le cuivre s’éveille clairon, il n’y að rien de sa faute.“-15. maí 1871), og það er einungis viðstatt þegar dularfull hugsun þess „springur út“ („j’assiste á l’éclosion de ma pensée: je la regarde, je l’écoute”, ibid). Greinilegt er að atómskáldið sem talar í kvæðinu „fátækleg kveðjuorð (til-)“ gerir þessa hugsun að sinni eigin, en það gengur þó heldur lengra en Rim- baud, því að það hafnar berum orðum þeim sýnilega manni sem birtist heiminum: ,,ég er ekki ég“. Þessi breyting er þó ekki mikilvæg, því aö segja má að svipuð hugsun felist einnig í orðum franska skáldsins, en hitt skiptir þó öllu meira máli aö atómskáldið skilgreinir á annan hátt afstöðu þeirra „tveggja manna" sem það er: það fellir hana inn í andstöðuna milli meðvitundarinnar sem er gagnsæ sjálfri sér og tekur þannig við fyrirbærum hinnar skynjanlegu veraldar og þess hluta tilverunnar, sem er fyrir utan hana. Einfaldast er að líta svo á að „þessi fjöld af fótum smá”, sem kvæðið hefst á, séu skynjanir um þá veröld sem er hic et nunc og vill vekja skáldið til beinnar meðvitundar um sig, en það hafnar þessari gagnsæju meðvitund, sem tæmir sjálfa sig í núinu og hverfur til veraldar utan hennar — til veruleika sem er, en þó jafnan í felum. Hann er einfaldlega skilgreindur þannig að hann er ekki, heldur var hann og mun vera. Þessi skipting tímans í nútíð annars vegar og fortíð-framtíð hins vegar er mjög sérstæð og verður að átta sig vel á því hvað hugtökin merkja nákvæmlega: hér er ekki um að ræða þrjú ólík „augnablik” í tímans rás heldur tvenns konar veruleika. Augljóst er að minning um liðinn atburð eða nákvæm áætlun um eitthvað sem á að gera eru allt öðru vísi en nærvera þessara sömu atburða í síbreytilegum, „fenó- menologískum” nútíma: því annars vegar er heild sem er öll til í einu í minningu eða áætlun en hins vegar eru brot sem birtast, fylla skynheiminn og hverfa síðan jafnhratt. Á sviði skáldskapar verður þannig að gera mun á vinnu sem gengur misjafn- lega vel eða slitróttum innblástrum í nútímanum og svo verki eða áætlun um verk, sem fellir saman í eina heild innblástra eða vinnu langs tíma: verkið hefur vitanlega miklu víötækari merkingu en hver augnabliksinnblástur. Atómskáldið sem segisteins og Rimbaud vera „annar”, gefur því þá skýringu að tilverusvið þessa annars sé ekki brotakennt, gagn- sætt ,,nú“, heldur tímasvið fortíðar-framtíðar, þar sem skapanir og áætlanir hafa heildartilveru, en þessum flótta frá nútímanum fylgja þó þrátt fyrir allt vissar efasemdir: „fráleitt því mér býðst sízt neitt betra þar“. Þótt þessi fjögur kvæöi séu ólík eiga þau samt eitt sameiginlegt: við erum þar í sama heimi og í næstu breiðskífu á undan, „Blindgötunni". Tíminn er að vísu ekki ákveðinn nákvæmlega, en allt bendir til þess að kvæðin fjalli um kynslóð eftir- stríðsáranna í Reykjavík. Ekkert er eftir af sveita- menningunni nema óljóst hugboð, rónar hreiðra um sig á Arnarhól og Skólavörðuholti og atómskáld slá um sig með tilvitnunum í Rimbaud. Náttúra sveitarinnar er að vísu horfin sýnum, en myndar samt bakgrunn fyrir mannlíf rónanna og undir- strikar bæði ömurleika þess og sérstæða rómantík sorans: þögnina á holtinu, sem rofin er af ómstríðu söngli, glært glas sem kemur í staðinn fyrir grænt gras, líf rónans á steinsteyptum bekk í miðnætur- sólinni. En skáldið hefur hins vegar snúið baki við skynheiminum og horfið inn í innri lönd hugans. Þessir tveir flokkar kvæða, sem nú hefur verið fjallað um, eru felldir inn í tvöfalda rammabyggingu skífunnar, en þessi einfalda uppbygging er þó gerð nokkuð flóknari á þann hátt að Megas lætur báðar skífusíðurnar enda á „mansöng": fyrri síðan endar þannig á kvæðinu „paradísarfuglinn”, og á bak- síðunni er kvæðinu „við sem heima sitjum” skotið inn á milli seinna kvæðis „innra rammans”, „orfeus & evridís”, og lokasöngsins, þannig að það er í raun og veru síðasta kvæði skífunnar. [ „paradísarfuglinum” hefur nokkur tími liöið frá fyrri kvæðunum ásömu hlið: það kvæði hefursömu sérstöðu og „Jóhannes skírari” á „Blindgötunni”, því að það fjallar um kynslóðina sem kom fram á sjónarsviðið eftir 1968 og komst í tæri við alls kyns eiturlyf. En það hefur einnig þá sérstöðu miðað við kvæðin næst á undan að það er þein skoþstæling á 46 SVART A HVÍTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.