Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 52

Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 52
Listaverkið á tíma fjöldaframleiðslu sinnar Walter Benjamin Þýöing: Árni Óskarsson og Örnólfur Thorsson Walter Benjamin fæddist árið 1892 í Berlín. Hann lagði stund a' heimspeki í háskóia og lauk því námi með verki sínu, ,,Um hugtakið listgagnrýni í þýsku rómantíkinni“ (,,Der Begriff der Kunstkritik in der deutschen Romantik“) árið 1919. Næstu árin starfaði hann sem essayisti, þýðandi, bókmennta- gagnrýnandi og listfræðingur. 1923—1925 skrifaði hann frægt rit um upphaf þýska ,,sorgarleiksins“ (,,Ursprung des deutschen Trauerspiels") sem út kom árið 1928. Um þetta leyti verður hann marxisti og höföu kynni hans af Bertolt Brecht mikil áhrif á þá þróun. Benjamin var gyðingur og fiúði til Parísar þegar nasisminn hófst til valda í Þýskaiandi. Brátt var Frakkland hernumið eins og allir vita og Benjamin svipti sig iífi á flótta við spænsku landa- „Fagrar listir mótuðust og greindust á tímaskeiði sem var mjög ólíkt okkar tíma. Menn höfðu þá hverfandi lítið vald á hlut- um og aðstæðum miðað við þaö sem nú er. En furöuleg framvinda tækninnar, sú aðlögunarhæfni og nákvæmni sem náðst hefur, veldur því að í náinni framtíð eiga sér stað róttækar breytingar á fornri list- iðju. í öllum listum er efnislegur þáttur, sem verður ekki lengur ósnortinn af vis- indum og starfi nútímans. Síðustu tuttugu árin eru hvorki efnið, rúmið né tíminn hið sama og þau hafa verið frá ómunatíð. Nauðsynlegt er að gera sér Ijóst að svo gagngerar nýjungar breyta allri tækni list- anna og hafa þar með áhrif á sköpunina sjálfa og koma því e.t.v. að lokum til með að breyta sjálfu list-hugtakinu á undur- samlegan hátt." (Paul Valéry: Pieces sur l’art, París (o.J), bls. 103/104 ,,La conquéte de l'ubiquité"). FORMÁLI Þegar Marx tók sér fyrir hendur aö greina kapítalíska framleiösluhætti voru þeir enn á byrjunarstigi. Marx hagaöi starfi sínu þannig aö þaö öðlaðist forsagnargildi. Hann rannsakaöi grundvallarskilyröi kapítalískrar fram- leiöslu og settu þau þannig fram aö Ijóst varö hvers vænta mætti af kapítalismanum í framtíðinni. í Ijós kom aö ekki einvörðungu mátti búast viö auknu aröráni á mærin árið 1940. Flest verka hans voru gefin út löngu eftir dauða hans, á 6. áratugnum. Sú grein sem hér fer á eftir birtist fyrst á prenti árið 1936 og heitir á frummálinu ,,Das Kunstwerk im Zeitaiter seiner technischen Reproduzier- barkeit". Greinin er þýdd úr þýsku eftir llluminationen Frankfurt/Main 1977). Til hliðsjónar var höfð ensk þýðing í llluminations (London 1973). Þýðendur styttu sumar neðanmálsathugasemdir, slepptu öðrum og bættu við nokkrum sjálfir. Nafnalisti er unninn upp úr ensku útgáfunni. Þýðendur þakka Halldóri Guðmundssyni, Vésteini Ólasyni og Sig- rúnu Árnadóttur fyrir yfirlestur. verkalýðsstéttinni heldur einnig því að kapítalisminn myndi aö lokum skapa þau skilyrði sem leiða kynnu til afnáms hans sjálfs. Umbylting yfirbyggingarinnar tekur miklu lengri tíma en umbylting undirbyggingarinnar og þaö tók meira en hálfa öld aö koma til leiöar breytingum á framleiðsluskil- yrðunum á öllum sviðum menningarinnar. Fyrst nú er ,hægt aö athuga á hvern hátt það gerðist. Til slíkra at- hugana veröur að gera kröfur um visst forsagnargildi. Forsagnir á þessum grundvelli varöa þó fremur þróun- artilhneigingar listarinnar við ríkjandi framleiðsluhætti en list verkalýösstéttarinnar eftir valdatöku hennar, að ekki sé nú talað um kenningar um list hins stéttlausa þjóöfélags. Díalektík þessara skilyrða segir ekki síöur til sín í yfirbyggingunni en efnahagslífinu. Þess vegna væri rangt aö vanmeta baráttugildi slíkra kenninga. Þær sópa í burtu ýmsum úreltum hugtökum, svo sem sköpunar- og snilligáfu, eilíföargildi og dulúð, en taumlaus (og sem stendur illstýranleg) notkun slíkfa hugtaka leiðir til um- vinnslu staöreyndanna aö fasískum hætti. Þau nýju hugtök, sem innleidd eru í listfræðina í eftirfarandi grein, eru að því leyti ólík hinum venjulegu að þau eru öldungis ótæk í þjónustu fasismans. Aftur á móti eru þau nothæf til þess að setja fram byltingarsinnaðar kröfur í listpólitíkinni. í raun hefur alltaf veriö hægt aö fjölfalda listaverk. Menn gátu ætíö líkt eftir mannaverkum. Slíkar eftirlík- 50 SVART Á HVITU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.