Birtingur - 01.04.1960, Page 9

Birtingur - 01.04.1960, Page 9
Jón Óskar: Arthur Rimbaud fæddist 20. október 1854 í þorpinu Charleville nálægt belgísku landamærunum. Hann er eitthvert furðu- legasta fyrirbæri meðal skálda og ferill hans hefur verið bókmenntafræðingum ráðgáta allt fram á þennan dag. Á þrem- ur árum, meðan hann var enn á unglings- aldri, tryggir hann sér ódauðleika í heimi skáldskapar. Þegar hann er nítján ára, snýr hann skyndilega baki við skáldskap að fullu og öllu. En sporin, sem hann hefur skilið eftir sig, verða ekki afmáð. Hann hefur sett mörk uppreisnarunglings- ins á bókmenntirnar, opnað ljóðinu nýjar dyr, hellt nýju víni á nýja belgi, lagt fyrstur ásamt landa sínum, þeim furðu- iega Lautréamont (þótt þeir munu ekki hafa vitað hvor af öðrum) út á þá braut, sem lá inn í framtíðina, svo það er nú óhugsandi að gera grein fyrir þróun fransks nútímaskáldskapar eða skáldskap tuttugustu aldarinnar í Frakklandi og um allan heim, án þess að minnast á þennan ungling, þennan sjáanda, eins og hann hefur verið kallaður, og reyndar einnig á skáldbróður hans, Lautréamont, ef súrrealisminn er hafður í huga sér- staklega, því til þeirra verða sporin rakin, með þeim hefst byltingin. Ég ætla mér elcki í þessum fáu orðum að reyna að gera grein fyrir skáldskap Rimbauds. Það væri óðs manns æði. Fjöldi sprenglærðra bókmenntafræðinga og skálda hefur fjallað um verk hans og þau eru ennþá ótæmandi brunnur hverj- um þeim sem veltir fyrir sér vandamálum skáldskapar. En furðulegt er, að engin tilraun skuli hafa verið gerð til að kynna Tslendingum neitt úr þeim verkum hans, sem mestum umbrotum hafa valdið, því furðulegra þegar þess er gætt að á fyrra helmingi tuttugustu aldar eignumst við einmitt mann, sem gerir ljóðaþýðingar að sérgrein sinni með frábærum árangri, og þegar hann fellur frá, tekur annar við að helga krafta sína ljóðaþýðingum. Það er Sjácmdinn Birtingur 7

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.