Birtingur - 01.04.1960, Page 12

Birtingur - 01.04.1960, Page 12
Ingvar Orre, einn af ung- skáldunum sænsku, fæddur 1932. Tilheyrði hann hópi skálda sem stofnaði félagið „Metamorfors" í upphafi ný- liðins áratugs. Sá hópur kallaði sig rómantískan. Hef- ur gefið út Ijóðabækur, „Trubaduren" (1953) og „Sierskan“ (1955) og auk þess skáldsöguna „Förspel“ (1954) sem fjallar um mennt- skælinga í Stokkhólmi. lektorín hafði á Söder og annars var svo skemmtileg, en vitaskuld skellti hann skollaeyrum við svoleiðis rausi. Yfirleitt hlustaði hann ekki á fólk, liann hlustaði á vinda. Þess má geta, að dag og nótt kvað við í íbúðinni seiðandi gnýr, stund- um eins og fossniður, stundum eins og brimhljóð, en oftast eins og suð í ótelj- andi býflugum. I eyrum herra Kollektorín lét það eins og draumur og ævintýri. Hvernig hafði hann eignazt þetta mikla safn? spyrjið þið. Jú, ýmist hafði hann skotizt í smá leið- angra með plastháfinn sinn, skiptst á vindum við aðra eða keypt þá fyrir stórar fjárhæðir sem hann hafði unnið sér inn með súrum sveita endur fyrir löngu, þegar hann starfaði á skrifstofu hjá ríkinu. Auðvitað var þetta tómstundagaman ekki með öllu kostnaðarlaust: ferðir og allt sem þurfti að kaupa, ljósmyndir, veiði- tæki, hirzlur og sýningarskápar — allt þetta kostaði meira en herra Kollektorin hafði í rauninni efni á. En sá sem safnar einhverju af ástríðu skeytir aldrei um slíkt. Þvert á móti hafði hann einn góðan veðurdag brotið allar brýr að baki sér til áframhaldandi fjáröflunar með því hreint og beint að segja upp stöðunni. Hann kunni ekki við sig í loftillu skrif- stofuherbergi. Hann hafði sagt skilið við mannfólkið í eitt skipti fyrir öll, bæði af sparnaðar- ástæðum og svo fór honum líka að standa meir og meir á sama um það, því upp- teknari sem hann varð af vindunum. Nei. þá kaus hann heldur að lifa í samneyti við vindana sína, og hann hlustaði daginn út og daginn inn á sögur þeirra og und- ursamlega söngva. En það væri nú kannski vel til fundið að yfirgefa herra Kollektorín sjálfan eitt andartak og víkja heldur ögn að safninu hans. Hverskonar vindar voru það sem hann átti? Því er auðsvarað: safninu var 10 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.