Birtingur - 01.04.1960, Qupperneq 13
nefnilega skipt í tvo flokka, sögulega
flokkinn og þann landfræðilega. í þeim
síðar talda voru t. d. sýnishorn af sænska
sléttuvindinum og kvöldgolunni í Lapp-
landi með og án miðnætursólar, þar voru
hvassviðri, slagviðri og haglél hvaðanæva
úr landi okkar. Innlendu vindunum hafði
hann sjálfur safnað. En hann átti líka er-
lenda dýrgripi: rauðan morgunandvara
frá upplöndum Túnis, sandstorm frá Gull-
ströndinni, fárviðri frá Kyrrahafi og
álandsvinda frá Horni og Grænlandi. Eink-
um var hann stoltur af því sýnishorni
sem hann átti af angandi næturvindinum
frá hinum svífandi skrúðgörðum; hann
gat staðið tímunum saman og andað að
sér þungum ilmi hans. Hann átti dragsúg
frá koníaks-verksmiðjum Martells sem
hann naut með kvöldkaffinu og sömuleiðis
margskonar vinda frá kínverskum rís-
ökrum og beitilöndum í Vilta vestrinu.
Fellibylir, hvirfilvindar, staðvindar og
stormar frá öllum höfum heims voru
festir með stálþræði á skáphurðirnar og
á pínulitlu spjaldi voru sérstaklega fágætir
vindar, en það var vindur sem blásið
hafði í sænska fánann á suðurheimsskaut-
inu 1903. Þetta fágæti var annars staðsett
við hliðina á strekkingi frá vesturströnd-
inni sem eigandinn hafði sjálfur veitt í
árabát 1950. I sama skáp rnátti víða lesa
Norður- og Suðurtá Eylands, minjar frá
sumarleyfinu 1944, ströndin milli Kalmar
og Söderarm sama ár o. s. frv.
t hinum flokkinum voru, eins og áður er
sagt, sögulegir vindar. Það var frábært
safn. Þar var meðal annars vindurinn
sem dreifði þokunni við Lútzen 1632 —
dýrgripur sem hann hafði fengið í skipt-
um fyrir þrennskonar vinda úr sænska
skerjagarðinum hjá þýzkum safnara sem
taldi sig hafa ofnæmi fyrir púðurlykt.
Hann átti líka þann vind sem blásið hafði
um franska ríkið óróaárið 1789 og meira
að segja blæ sem leikið hafði um hár
Kleopötru áður en fundi þeirra Antoníus-
ar bar fyrst saman, enda þótt angan hans
■væri nú tekin að dofna til muna, stað-
reynd sem herra Kollektorín gramdist
meira en orð fá lýst. Síðasta andvarp
Gregoríusar III. var einnig í miklum met-
um hjá eigandanum, ekki svo mjög vegna
þess að hann væri tiltakanlega trúhneigð-
ur, heldur af því að það hafði tekið hann
þrjú ár að fá enska rithöfundinn til að
selja sér það. I smádeild þar sem geymdir
voru menningarlegir vindar var enn að
finna þann andblástur sem mætt hafði
skáldinu Thorild þegar hann kom í heim-
sókn til Englands.
I svefnherbergi herra Kollektoríns var
sýningarskápur sem hafði að geyma lang-
mesta dýrgripinn. Það var sýnishorn af
livirfilvindinum sem gert hafði 15.000
manns heimilislausa á Nýju Guíneu 1913.
Þetta var eina eintakið sem til var í
heiminum, og sá sem náði því var sér-
lega hugrakkur safnari sem þai’na hafði
verið staddur af tilviljun. Þessi óviðjafn-
anlegi dýrgripur var geymdur í sérstak-
lega gerðum sýningarskáp með óvenju
þykku gleri. Og þar sem jafnvel ofsa-
fengnustu hvirfilvindar eru ósýnilegir
hafði safnarinn okkar látið tveggja punda
lóð í skápinn. Allan sólarhringinn sveif
lóðið þarna fram og aftur, lyftist og
dansaði og lamdist í þykka glerrúðuna.
Fáir mundu víst telja, að svefnherbergi
væri heppilegur staður fyrir jafn hávaða-
saman grip, en herra Kollektorín fannst
þessi skarkali eins og ljúfasta hljómlist.
Og aldrei kom það fyrir að hann ætti
bágt með að sofna á kvöldin þar sem hann
lá undir rammfestri ábreiðunni.
En nú fór svo að þessi hvirfilvindur varð
herra Kelloktorín næsta örlagaríkur. Einn
morguninn slöngvaðist nefnilega tveggja
punda lóðið af svo miklu afli á rúðuna að
þykka glerið mölbrotnaði og hvirfilvindur-
inn slapp út. Að andartaki liðnu hafði
liann brotið upp skápana og slitið hina
vindana af pappaspjöldunum. Gúmíböndin
Birtingur 11