Birtingur - 01.04.1960, Qupperneq 15

Birtingur - 01.04.1960, Qupperneq 15
Hjörleifur Sigurðsson: Piet Mondrian má hiklaust telja aðalhöf- und abstraktlistarinnar við hlið Wassilys Kandinskys. Sú nafngift er ekki einungis byggð á þeirri staðreynd, að hann var meðal fyrstu málaranna, sem opnuðu dyrn- ar upp á gátt fyrir henni. Hitt skiptir meginmáli, að þessi hægláti listamaður, sem virðist torskilinn leikum og lærðum enn í dag, hafði nægilegt þol og styrk hið innra til að srníða stafróf myndrænnar innlifunar sinnar úr efnivið mannsins og örlaga hans. Mondrian fæddist í Amersfoort árið 1872. Æska hans var næsta viðburðasnauð. Hann tók teiknikennarapróf á tilsettum tíma og settist síðan í Listaháskólann í Amsterdam. Að námi loknu bjó hann á ýmsum stöðum í Hollandi — Amsterdam, Brabant, Oele, Domburg — og ferðaðist til Spánar ásamt Símoni Maris félaga sínum. Á þessum árurn málaði hann portrett, landslög og blómamyndir í anda hollenskr- ar listerfðar en ég er ekki viss um, að þær hafi verið frábrugðnar myndum ann- arra ærlegra málara nema að einu leyti: þær voru nefnilega innhverfar á þann veg, að Mondrian kærði sig ekki um að stilla upp skáldlegu sviði á dúknum utan allra fyrstu árin. Á hinn bóginn má segja, að hann hafi beint ljósopi myndavélarinn- ar að örlitlum bletti, sem varð þeim mun tærari og skýrari, svo að gripið sé til sam- líkingar úr annarri átt. Heimur hans var óþægilega lítið brot af vei-öldinni um leið og hann var ímynd hennar allrar. Eitt blóm eða partur af blómi sagði frá öllum blómum, eitt andlit nægði í senn í glím- unni við formræn og heimspekileg vanda- mál myndlistarinnar. Ég minnist á þetta til að benda á, að hið Ijósa yfirborð abstraksmynda Mondrians er ekki aðeins afleiðing starfa hans sem frumherja. Til- hneigingin átti djúpar rætur í skapgerð hans og lundarfari. Mondrian vakti fyrst verulega athygli á sér þegar hann sýndi myndir sínar í Mondrian, De Stijl og Nýplastíkin Birtingur 13

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.