Birtingur - 01.04.1960, Blaðsíða 18

Birtingur - 01.04.1960, Blaðsíða 18
eftir Guillaume Apollinaire kom ekki út fyrr en 1913). Ungur þýskur listkaupmað- ur, Daniel Henri Kahnweiler, sem setst hafði að í París 1907, hélt verndarhendi yfir Kúbistamálurunum og sýndi nýjustu myndir þeirra Braques og Picassos að jafnaði í litla galleríinu sínu í Vignongötu 28 bak við Madeleinekirkjuna. Klíkan Gull- insniðið var stofnuð í vinnustofu Jacques Villons. Hún hélt fyrstu sýninguna í októbermánuði með þessum þátttakend- um: Juan Gris, Gleizes, Metzinger, Léger, Delaunay, Marcel Duchamp, Picabia, Lhote, Jacques Villon, La Fresnaye, Mar- coussis og nokkrum öðrum. Kúbisminn hrósaði sigri og nokkrar myndir Picassos, sem orðinn var frægur maður, seldust fyrir 4000.00 franka. Við skulum ekki gleyma því, að Fóvistarn- ir voru enn í fersku minni, að Expressjón- isminn var borinn í heiminn og að hinir síðbúnu málarar meðal Impressjónistanna voru ekki dauðir úr öllum æðum. í þessu yfirliti er heldur ekki gert ráð fy'rir fjöl- mörgum tilhneigingum, sem ómögulegt er að setja á bás nokkursstaðar né hetjum líðandi stundar“. Þetta segir Seuphor. Ég hef kosið að vitna til þessarar greinar í bók hans, af því að hún snertir mjög breytingarnar, sem urðu á list Mondrians á næstu árum. Þegar hér var komið sögu stóð málarinn á fertugu og var þannig töluvert eldri en höfundar Kúb- ismans til að mynda. Hann hafði að vísu málað nokkrar sérkennilegar myndir og búið til kröftugar teikningar, sem fóru allhastarlega í taugarnar á borgaralega sinnuðum listgrúskurum í Hollandi. En hingað til hafði hann gert fátt eitt, sem varðaði framvindu listarinnar. Sá kaflinn, sem nú verður vikið að, var hinsvegar ákaflega umbrotamikill og frjór og markar tvímælalaus tímamót. Hann hófst með kynnum Mondrians af Kúbismanum. Hvers vegna valdi Mondrian Kúbismann þegar hann leit yfir athafnasviðið, sem 16 Birtingur Sveitarbær í nánd við Duivendrecht (fyrir 1908) t

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.