Birtingur - 01.04.1960, Side 20
er að staldra við þennan atburð, af því að
hann virðist skipta töluverðu máli. Mon-
drian kom til Laren til þess að mála. Hann
tók herbergi á leigu í þorpinu ásamt
félaga sínum og vini, tónskáldinu Jackob
van Domselaer. Auk þess hafði hann litla
vinnustofu til afnota um það bil miðja
vegu milli Lai’en og Blaricum. Svo er að
sjá sem þeir van der Leck hafi fundist oft
um þessar mundir. Bart van der Leck gef-
ur í skyn, að Mondrian hafi oft komið
heim til hans að kvöldlagi til að spjalla um
Vinnustofa málarans í París (1926)
málverkið og vandamál þess. Hann hefur
einnig látið að því liggja í samtali, að
hann sé upphafsmaður Nýplastíkurinnar.
Loks segist hann hafa haft þau áhrif á
Doesburg og Mondrian, að þeir fóru að
mála geómetríska fleti með hreinum lit-
um. Síðastnefnda atriðið hefur Mondrian
staðfest fyllilega. Hann segir í greinar-
korni, sem hann skrifaði 1981, að hann
hafi orðið fyrir áhrifum af hinni kláru
tækni van der Lecks. Um þetta verður
sem sé ekki deilt. Hins vegar hljóta menn
að skilja Michel Seuphor þegar hann á
erfitt með að koma auga á van der Leck
meðal höfuðsmanna stefnunnar. Ástæðan
er þessi: Bart van der Leck málaði ekki
nema stutta stund hinar geómetrísku eða
hálfgeómetrísku myndir sínar. Um 1918
hvarf hann frá þeim að fullu og öllu að
því er ég best veit. Við tók hinn gamli
heimur frásagnargleði og þægilegra at-
vika. Og þótt hann hafi rekið olnbogann
í nýtt tjáningarform af hendingu, var það
ekki annað en saklaust ævintýri, ef miðað
er við þá djúpu alvöru og takmarkalausu
ástríðu, sem Piet Mondrian lagði alla tíð
í verk sitt. Seuphor nefnir líka aðra
ástæðu. Myndir van der Lecks voru kaldar
og grunnar á þessum tíma, segir hann,
það var í þeim eitthvað af hörku og sam-
viskuleysi. Þess vegna er mjög erfitt að
ímynda sér, að þær hafi sett varanleg spor
í list Mondrians, sem er hlý og innhverf
í eðli sínu.
Forustuhlutverk Théos van Doesburgs
dregur enginn í efa. Mér er ekki kunnugt
um, að nokkur maður hafi reynt að gera
lítið úr framlagi hans til Nýplastíkurinn-
ar, De Stijl og annarra málefna, sem til
bóta horfðu í listmálum á þessum árum.
Bart van der Leck finnst hann að vísu
hvorki frumlegur né áreiðanlegur: „Það
var dag nokkurn, að Mondrian leit inn til
mín. Doesburg var þá í fylgd með honum.
Við höfðum ekki sést fyrr. Þegar Does-
burg leit á abstraktmálverk, sem stóð á
trönunum hjá mér þennan dag, hrópaði
hann upp yfir sig: Ef list framtíðarinnar
á að líkjast þessum ósköpum, þá er víst
best að ég hengi mig strax. Nú jæja,
nokkrum mánuðum seinna var hann farinn
að mála nákvæmlega eins. Svona var Does-
burg. Hann varð að sækja allar sínar
hugmyndir til annarra“. Við skulum ekki
leggja alltof mikinn trúnað á þessi um-
mæli. Að minnsta kosti hefur undirritað-
ur komist að þeirri niðurstöðu þegar hann
hefur verið að velta persónunni fyrir sér,
að Doesburg hafi verið eldheitur trúmaður
og áhrifamikill prédikari. Margt það, sem
hann spáði, hefur komið fram staf fyrir
staf. Málefnin, er hann barðist fyrir, gáfu
18 Birtingur