Birtingur - 01.04.1960, Qupperneq 22
ekki aðeins samtíð hans lit og hljóm. Þau
eru líka partur jarðskorpunnar, sem við
byggjum tilveru okkar á nú þegar tuttug-
asta öldin er rúmlega hálfnuð.
Auðvitað er fjarri lagi að kenna slíka
menn við ófrumleik. Hitt er sönnu nær,
að Doesburg hafi verið einkar lifandi í
hreinsunarstarfi sínu. Hann málaði ekki
aðeins myndir sínar, sem þó myndu nægja
til að halda nafni hans á loft. Hann
starfaði einnig með arkitektum, vann að
höggmyndalist, orti kvæði, skrifaði sög-
ur, ritaði fjölmargar greinar í blöð og
tímarit um listir og bókmenntir og
hélt fyrirlestra bæði í Hollandi og ann-
arsstaðar. Árið 1921 mun hann hafa
dvalist um hríð við Bauhausskólann í
Weimar. Théo van Doesburg var vel fall-
inn til allra þessara hluta. Hann var ágæt-
lega heima í listmálum Evrópu; skilningur
hans var skarpari, sjónhringur hans víðari
en gengur og gerist um listamenn fyrr og
nú. I hita baráttunnar gætti hann þó ekki
alltaf hófs. Sagt er, að hann hafi átt það
til að ráðast með svæsnum ásökunum jafn-
vel að vinum sínum og bandamönnum, ef
honum mislíkaði eitthvað í orðum þeirra
eða athöfnum. Þannig varð jafn Ijúfur
maður og Kandinsky svarinn fjandmaður
hans. Og skömmu áður en hann dó sendi
Mondrian honum uppsagnarbréf frá París.
En víkjum að samstarfi þeirra, sem bar
svo ríkulegan ávöxt.
Það mun hafa verið í októbermánuði 1915,
að Théo van Doesburg ritaði skilningsríka
grein um Mondrian og list hans í De Een-
heid, lítið hollenskt blað. Þetta atvik varð
til þess að listamennirnir hittust og bund-
ust vináttu. Doesburg átti frumkvæðið að
flestum meiriháttar framkvæmdum þeirra
félaganna á næstu árum, þótt hann væri
ellefu árum yngri og óreyndari sem mál-
ari. Þegar hann sagði Mondrian frá því í
fyrsta sinn, að hann langaði til að stofna
tímarit um plastískar listir, tók hinn síð-
arnefndi hugmyndinni fálega. Mondrian
leit nefnilega svo á, að skynsamlegra væri
fyrir Doesburg að einbeita sér að því að
skrifa um áhugamál þeirra í listdálkum
dagblaðanna. Hann taldi, að það ætti að
fræða hinn almenna borgara smámsaman
um nýju sjónarmiðin. Bjartsýni og ákafi
Doesburg fór þó með sigur af hólmi. Þeir
mynduðu De Stijlhópinn og fengu til liðs
við sig ungverska málarann Vilmos Hus-
zar, belgíska málarann og myndhöggvar-
ann Vantongerloo, skáldið Kok og arki-
tektana: Oud, Van’t Hoff og Wils. Réttum
tveim árum eftir að greinin góða birtist í
De Eenheid kom út fyrsta tölublaðið af
tímaritinu De Stijl. Théo van Doesburg
hafði ritstjórn þess á hendi og skrifaði
leiðarann: „Tilgangur þessa litla tímarits
er að styðja að þróun nýrrar vitundar í
fagurfræðilegum efnum. Það mun leitast
við að opna hugi nútímafólks fyrir nýjum
leiðum í myndlist og arkitektúr. I þeim
tilgangi að vinna á móti andlegu vellunni,
sem nú ræður ríkjum og hefur gengið sér
til húðar — Barokkstefnu nútímans —
mun það skýra frá nokkrum meginregl-
um stílhreyfingar, sem er í deiglunni og
byggist á algjöru jafngildi tíðarandans
annarsvegar en tjáningarmeðala listarinn-
ar hinsvegar. Það mun leiða saman þær
greinar nútímahugsunar, sem einkum
varða listir, greinar, er hafa þróast út af
fyrir sig, þótt þær séu hver annarri
líkar.
Útgefendur tímaritsins munu reyna að ná
settu marki með því að gefa sönnum nú-
tímalistamönnum kost á að kveða sér
hljóðs, listamönnum, sem bæta fegurðar-
skyn vort og stuðla að uppvexti plastískr-
ar vitundar vorrar. Það er verkefni sér-
fræðinganna að vekja upp fegurðarskyn
hjá þeim leikmönnum, sem hafa dregist
aftur úr listinni. Hinn sanni listamaður,
sem veit hvert hann stefnir, hefur tví-
þætta köllun að rækja. I fyrsta lagi verð-
ur hann að skapa listaverk, sem eru tær
frá plastísku sjónarmiði; í öðru lagi ber
20 Birtingur