Birtingur - 01.04.1960, Blaðsíða 31

Birtingur - 01.04.1960, Blaðsíða 31
ekki áfram að vera óvígir í friðarbarátt- unni í veröldinni? Það var vitaskuld ætlun Krústjoffs að þjarma að forseta Banda- ríkjanna — og honum tókst það, enda við lítinn garp að eiga. Þótt Krústjoff yrði að lokum til þess að setja stólinn fyrir dyrnar í París, þá finna allir að sök Bandaríkjastjórnar í málinu er alveg óbætanleg. Þetta skilur jafnvel Morgun- blaðið, enda hefur því ekki tekizt að belgja sig upp í nein sérstök geðbilunar- skrif af þessu tilefni. Eisenhower mun því ekki takast að leika útvalinn friðar- engil þann tíma, sem hann situr enn á forsetastóli. En gildir elcki nokkurnveginn hið sama um Krústjoff? Hann mun að sönnu ræða margt um frið og sættir á næstu mánuðum, en skyldu ræður hans ekki liljóta nokkru daprari undirtektir en að undanförnu — eftir bráðræðið í París? Það gæti farið svo, að Krústjoff biði ör- lagaríkari hnekki af þessu máli öllu en Eisenhower. Hinn síðarnefndi er að hverfa af sviðinu hvort sem er, og það verður enginn leiðtogafundur fyrr en hann er fluttur úr forsetastólnum. En er alveg víst það reynist unnt að koma á slíkum fundi, fyrr en Krústjoff er líka hættur að velgja sinn stól? Og gæti ekki farið svo, að einhverjir samverkamenn hans teldu heppilegt að greiða fyrir för hans þaðan — svo að flekklausari maður mætti hefja friðarmerkið á loft? En persónulegt gengi þeirra Eisenhowers og Krústjoffs skiptir litlu máli í þessu sambandi. Mergurinn málsins er sá að þær einlægu vonir, sem fólkið í heiminum tengdi við þennan fund, eru brostnar og að engu orðnar. Það er langlíkast, að hita- stig heimsstjórnmálanna fari hækkandi um sinn; ef til vill verða nýjar hervæð- ingarbyrðar lagðar á alþýðu manna. Það hefur syrt yfir veröldinni; þess kvnni að verða stund að bíða, að aftur yrði jafn- bjart og fyrir fáeinum dögum. Missætti fjögurra manna í París hefur varpað skugga yfir jörðina. En fólkið, sem horfir á þennan skugga með ótta í augum, er því miður ekki sak- laust af því hlutskipti að heimur þess myrkvist í hvert skipti sem leiðtogum höf- uðveldanna í austri og vestri lendir saman. Tugir smáþjóða, sem eiga þá ósk heitasta og þá lífsvon eina að friður ríki, hafa þó gerzt auðsveipir taglhnýtingar livors stór- veldisins um sig og ýtt með því móti stór- lega undir oflæti þeirra og óbilgirni. Bæði Krústjoff og Eisenhower vita upp á hár, að þeir halda óskiptu fylgi taglhnýtinga sinna, hvernig sem þeir kasta fjöreggi heims'friðarins milli sín. Það er þessi glórulausa fylgispekt fjölda smáríkja við atómvædda pólitík heimsveldanna, sem meðal annars gerir friðinn jafnótryggan og raun ber vitni; hún elur beinlínis upp ofsann í stóru ríkjunum. Enginn hlutur væri jafnlíklegur til að slæva óbilgirni þeirra og óháð friðarstefna smáríkjanna, sem gerðu hinum stóru þann kost að ein- angrast á eyðimörku ef þau létu ekki frið- inn ganga fyrir metnaðinum. Ef Banda- ríkin og Sovétríkin fyndu raunverulega til þess, að þau þyrftu á hverjum tíma að vinna ærlega fyrir atfylgi annarra ríkja við stefnu sína og aðgerðir — mundu þau þá ekki leggja sig fram um það? Við Islendingar erum í hópi þessara tagl- hnýtinga. Við höfum tjóðrað okkur aftan í Bandaríkin; fyrsta greinin í utanríkis- pólitískri trúarjátningu Islendinga er full- komið eftirlæti við Eisenhower og stefnu hans. Hann veit við kippum okkur ekki við það, þótt hann verði uppvís að her- njósnum í Sovétríkjunum og stofni þannig friðnum í lífsháska — við lútum honum af sömu þrælslundinni og áður. Einn rit- stjóri Morgunblaðsins, sem ætlaði að fylgj- ast með ráðstefnunni í París, kveðst að vísu ekki hafa púað á Krústjoff á blaða- mannafundi hans; en honum kemur þó Birtingur 29

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.