Birtingur - 01.04.1960, Page 32
ekki annað í hug en Krústjoff sé hálf-
gildings stigamaður og Eisenhower meii'i-
háttar dýrlingur. Svona er íslenzk hugsun
múlbundin og viðjum reyrð. Samt ei-um
við einmitt ein þessai’a smáþjóða, sem
eiga að taka upp sjálfstæða utanríkis-
stefnu. Við erum ein þeirra þjóða, sem
ber að hundskast úr hernaðarbandalagi
við atómveldi og senda hermenn þess brott
af landi sínu. Við erum þjóð, sem á að
setja stórveldi harða kosti fyrir fylgi okk-
ar og sýna því að ekki tjói að hafa fjör-
egg heimsfriðarins að leiksoppi. Það er
sjálfsagt til ofmikils mælzt, að við eigum
frumkvæði að nýrri pólitík smáþjóða — af
því við hugsum alltaf eins og hreppsnefnd-
armenn bakvið slagorðin; en við geturn
þó sjálfir hafið nýja og mannsæmandi og
friðvænlega utanríkispólitík upp á eigin
spýtur. Leið okkar til að draga úr þeim
stórveldisofsa, sem enn kynni að leiða til
styrjaldar, er sú að vera dýr á atkvæði
okkar og liðsemd. I hvert skipti sem offors
vestrænna stórríkja varpar skugga um
heimsbyggðina, berast okkur í hendur
nýjar röksemdir fyrir úrsögn úr Atlants-
hafsbandalaginu og afnámi herstöðvanna.
Það er hægt að knýja stórveldi eins og
Bandaríkin til friðsamlegrar breytni á al-
þjóðavettvangi, ef nógu margar þjóðir
’ýsa í verki vanþóknun á allri annarri
hegðun. Leiðtogafundurinn í París rann
út í sandinn, en friðurinn í heiminum
þarf ekki að fara út um þúfur — aðeins
ef mörgu smáu þjóðirnar, sem eru meiri-
hluti mannkyns, reyna að standa á eigin
fótum í pólitískum skilningi og virða sinn
eigin hag og sóma ofar þrælahlýðni við
atómveldin.
Bandaríkin og Sovétríkin eru framverðir
þeirra tveggja hagkerfa, sem skipta mönn-
um í höfuðflokka nú á dögum. Þess verð-
ur ekki krafizt, að menn gerist andlega
hlutlausir gagnvart þeim eða leggi utan-
ríkispólitík þeirra að jöfnu. Ég, sem þetta
rita, játast hugsjón hinna sósíalísku þjóð-
félagshátta; og mér geðjast sýnu verr að
bandarískri utanríkispólitík en sovézkri.
Þeim, sem hallast að kapítalískum þjóð-
félagsháttum, er öfugt farið. En það er
aflægisháttur, ef ekki illkynjuð trúar-
brögð, að auðvaldssinni leggi ævinlega
fulla blessun yfir bandaríska utanríkis-
pólitík eða sósíalisti yfir sovézka. Þessi
tvö miklu heimsríki setja sinn eigin metn-
að margsinnis ofar heimsfriðnum; undir
niðri hefur hvort þeirra um sig löngum
í huga einhverskonar sigur síns eigin hag-
kerfis yfir hagkerfi hins. Af þessum sök-
um meðal annarra hafa þau í fimmtán ár
reynzt þess ómegnug að skapa tryggan
frið á jörðinni. Sá vandi bíður nú smá-
ríkjanna, og þeirra þjóða sem þegar eru
hlutlausar, að leitast við að gera friðar-
baráttuna ópólitíska, reyna að skilja milli
heimsfriðarins og hagkerfastreitunnar.
Þeir sem æskja friðar, en dingla aftan í
atómveldunum, hlekkjaðir á höndum og
hjarta — þeir eru ekki raunsæir friðar-
sinnar, ef þeim er þá ekki undir niðri
annara um hagkerfið en friðinn. Þessi
ríki þurfa einmitt að fá sterkt aðhald af
mjög ströngu almenningsáliti um víða
veröld. Þau mega ekki lengur ganga eins
lausbeizluð og þeim hefur leyfzt um sinn,
með húrrandi loftungur í knippum við
hvert fótmál. Það væri mikið og torvelt
verkefni að hnita saman nýja friðarblökk
„hlutlausra" ríkja um allar jarðir, og
stofna að baki þeim heimssamtök ábyrgra
friðarsinna — með allsherjar-afvopnun
sem fyrstu kröfu. En væri einhver önnur
leið raunhlítari eins og sakir standa? Eða
megnum við ekki neitt — nema fórna
höndum í ótta?
19. og 20. maí.
30 Birtingur