Birtingur - 01.04.1960, Page 34

Birtingur - 01.04.1960, Page 34
II og ömurleikinn sækir okkur heim þegar dagsólin hnígur í vestri og rauðir lækir falla um himininn einsog bendíng eða orð frá guði, og dægurlagið hvín í útvarpinu þartil við hlustum á þíngfréttirnar: það skal vera lögmál að heingja hvern sak- leysisvott, sem fram kemur hjá syndugri stjórn hjartans meðal hvers einstaklíngs og þó sérstaklega hjá hverri þjóð, og ekkert má eyða tíma mikilmennisins nema hergaungulagið sígilda: Fram, fram í nafni guðs og frelsisins og fósturjarð- arinnar, og menn skulu hvattir til að berj- ast því friðurinn gerir söguna leiðinlega og hamíngjan ... já svo komst þú inní einfaldan leik okkar, með hendur sem voru svo mjúkar og heitar að vestankulið fékk ekki borað þar nöglum sínum, og augu okkar þöndust út í ægilegri spurn: Hvað er að gerast? (Verkamennirnir koma frá vinnu klæddir gráum, óhreinum samfest- íngum. Sumir gánga álútir og bognir í baki, aðrir teinréttir og kasta höfðinu aftur þegar stúlkurnar gánga framhjá með rauðar varir fullar af ólæknandi brosum). Ég 'man hve þú varst dásamlega úng er þú komst hlaupandi niður lanbhúsgötuna og hárið þyrlaðist uppí vindinn. Ég man þú varst svo dásamlega úng að ég leit uppúr hugsunarleysi mínu og vaknaði til ókunnr- ar gleði yfir því að þú skyldir koma á móti mér einmitt þennan dag. III Hann geingur útúr verksmiðjudyrunum klæddur sínum gráa samfestíngi, og blæs frá sér pípureyknum. Æi sama leiðinlega veðrið. Alltaf þessi andskotans beljandi. Hann geingur eftir blautri götunni og vatnið skvettist á hann undan hjólbörðum bifreiðanna. Þessir andskotar renna áfram 32 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.