Birtingur - 01.04.1960, Page 35

Birtingur - 01.04.1960, Page 35
einsog afturgaungur og sullast oní hvern forarpoll með dunurn og dynkjum. Þetta er meiri rigníngin. Nú er hann búinn að hafa það af að rigna hálft árið. Skyndi- lega og eiginlega alveg óvænt slær ókenndu leiftri niðrí heilabú hans og þreingir sér þaðan útum hann allan: Hvað hefur eiginlega gerzt síðan í morgun? Hefur í raun og veru nokkuð gerzt? Rósmundur! Hann snýr sér við hvatlega. Halló! Þau gánga saman eftir götunni og stefna inná næsta veitíngastað. Hvert ertu að fara með alla þessa böggla kona ? Ég var að kaupa. Það er síðasti dagur útsölunnar. Ég er búin að gánga í búðir í allan dag, til að leita að einhverju, sem mig kynni að vanta. Það var agalega spennandi maður, stundum lá næstum við slagsmálum. En guð, ég vildi bara óska að þeir færðu búðirnar meira saman. Hún er svo erfið þessi sífellda leit.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.