Birtingur - 01.04.1960, Page 37
Viðreisn
Thor Vilhjálmsson
Þjóðinni hefur lánast að hefja fágaða
stjórnvitringa uppfyrir sig sjálfa til að
ráðstafa aurunum sem eitt sinn höfðu þá
óheppilegu stefnu að ætla sér ofan í vasa
þegnanna en hefur nú með kænsku og
snilli sérfræðinga í aurum verið beint
þaðan undir hinu glæsta merki viðreisn-
arinnar sem er háleit og dularfull eins og
fornaldarinnar sálútvíkkandi launhelgar
þar sem ekki er nema á vitorði æðstu
prestanna hvað verið er að reisa við. Þeir
einir þykjast sjá eitthvað rísa líkt og með
ófresku skyni afrískra töfradoktora með
náttúrubörnum myrkviðarins. Og þegar
sauðsvartur almúgi sér aðeins hrynja og
falla kringum sig þá segja þessir doktorar
í abrakadabra: nú liggur vel á mér. Frels-
ið, segja þeir við þá sem eru fastir undir
rústum draumsins um að rísa undir hús-
byggingu sem þeir hafa haft fyrir tóm-
stundayndi að þræla í að byggja. Frelsið
er hið glæsta hnossið, segja þeir við þá
sem með einu pennastriki er gert að borga
nær tvöfalt hærri vexti af lánum sem
margur heiðarlegur maður var áður að
kikna undir, geta hvorki selt né haldið
áfram, fólk sem dreymir um að búa í húsi
og slítur sér út á fáum árum við það
samkvæmt sinni eigin frelsisþrá. Sitja
bara fastir eins og fluga á límbornum
pappír.
Kyndilberar
Ætli rithöfundar og þjóðskáld í meistara-
flokki og landsliði sem úthlutunarnefnd
listastyrkja velur eftir smekk sínum eða
aðstandenda sinna, ætli það hljóti ekki allt
að vera mjög fínir menn. Slíkir menn sem
eru upphafnir til fordæmis fyrir okkur
hina yngri sem lægra erum settir í laun-
um fyrir viðleitnina og stöndum fjær hylli
hinna afskekktu ráðamanna þjóðfélagsins,
Pas de deux
við
Bolafljót
Birtingur 35