Birtingur - 01.04.1960, Page 39

Birtingur - 01.04.1960, Page 39
talnadálka og rissa hjá sér sín innblásn- ustu ljóð í ávísanahefti, nú hafa þeir lyft þessari sveitakallarómantík upp í þá full- komnun að óheppnari kollegar sveitast í öfund þar sem þeir bylta sér á fletum tugthúsanna og segja: að við skyldum nú ekki fara út í olíuna heldur. Sérstök tegund af samvinnufélagi var hið góðkunna Frægðarmiðlunarkaupfélag Suð- urlandsundirlendis sem rnjög gætti á bókmenntasviðinu fyrir nokkrum árum en hefur í seinni tíð flutt athafnir sínar af yfirborðinu. Líklega var það vegna þess að félagið hafði náð settu marki að skapa ölluni limum sínum borgaralega fullsælu og virðingu æðstu manna þjóðarinnar og viðskilnað við alþýðu. Félagið hafði umboðsmenn á helztu menningarsetrum fjórðungsins: Hveragerði, Eyrarbakka, Holti, Reykjavík og aðgang að minnsta kosti einum sál- víkingi. Ein glaðasta sálin í kaupfélaginu var Guðmundur Daníelsson. Milli þess sem hann annast barnafræðslu í skugga betr- unarheimilisins þar sem hið fræga brim hamast við að inspírera íslenzka menn- ingu og gefur bringu skáldsins selbita með löðri sínu, þá fer hann á handahlaup- um um framandi lönd snapandi fróðleik hjá samferðamönnum í vinsælar ferða- bækur án þess að vera svo gamaldags að tileinka sér nokkuð og þakkar fóstrið í menningarsetrum heimsins með því að gera sína fræðendur ódauðlega í bókunum sínum í mynd skrípisins. Hann er heldur ekki svo smásmugulegur að hafa rétt eftir það sem reynt var að kenna honum enda kalla kannski annir hann í miðju kafi frá ritverkinu svo að hann verður í flaustri að afhenda prentaranum vasa- kompuna með frumrissi. Þessi ötuli erindreki Frægðarmiðlunar- kaupfélagsins á Eyrarbakka dró ekki af sér að lýsa á prenti þakklæti sínu í garð bróður síns í Hveragerði fyrir heimsbók- menntasöguna sem var kærkomin honum. Sjálfur hafði hann þegar frétt af tilvist James Joyce og Williams Faulkners, Göethe og nokkurra höfunda á Norður- löndum að auki. Pas de deux við Bolafljót Miðvikudaginn 27. apríl setur hann á sig strýtuhatt heimsfræðarans og fær léð hin bróðurlegu félagsgleraugu með öfugum sjónglerjum í þykkri umgerð, bjölluskó með upphringaðri tá, axlaglingur og arn- arnef með teygjubandi, bregður hross- hársieipi þreföldu um sig miðjan þar sem hann er mestur og mýkstur, hysjar upp um sig og birtist á ritstjórnarskrifstofu Tímans veifandi skriflegu fylgiskjali þess- ara tilfæringa sem birtist í blaðinu sem króníka undir gráum borða þar sem fimm sinnum stendur skráð: miðvikudagsgrein, líkt og birtist á ljósbandi yfir Ráðhús- torginu danska þétt tilmælin: Spis Bio- foska. „Nýja 1 istin“ í skáld sagnagerð Bandaríkjanna heitir greinin. Þetta var hin skemmtilegasta grein og kyrfi- lega merkt höfundinum: Guðmundi Daní- elssyni, rithöfundi, þótt hún reyndist vera eftir annan mann sem heitir Malcolm Cowley og er tekin úr bók eftir hann sem nefnist The Literary Situation, (hefst bls. 43) úr kafla sem nefnist The ,,New“ Fiction: A tidy room in B e d 1 a m . Guðmundur notar aðeins hálf- an titil kaflans í yfirskrift sinnar grein- ar og færir auk þess gæsalappirnar aftur fyrir listina. Síðan væri hægðarleikur að birta hlið við hlið grein Guðmundar sem hann hefur eflaust látið ritstjórn Tímans greiða sér fullu verði auk þess sem hann hefur væntanlega uppskorið þakklæti les- enda, — og kaflann eftir Cowley og sýna lesendum Birtings að það er alveg sama lesningin þegar smávægilegur misskiln- ingur þýðandans er undanskilinn. En hér Birtingur 37

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.