Birtingur - 01.04.1960, Síða 40
rúmast aðeins nokkur sýnishorn. Bók
Cowleys er til í bandaríska bókasafninu
að Laugavegi 13 í Reykjavík.
Ofurstuttur inngangur er frá Guðmundi
sjálfum framan við kaflann eftir Cowley
þar sem hann nefnir fjóra eldri höfunda:
Sinclair Louis sem hann virðist hafa rugl-
að saman við hnefaleikameistarann Joe
Louis því rithöfundurinn hét Lewis, —
Hemingway, Wiliiam Faulkner, Caldwell.
Síðan segir Guðmundur:
,,Ég hef um nokkur undanfarin ár og helzt
síðan ég var á ferð vestra í fyrrasumar,
reynt að kynna mér dálítið nýjustu stefn-
ur í skáldsagnagerð Bandaríkjamanna og
hef í því skyni lesið nokkuð margar bæk-
ur ungra höfunda og eins yfirlitsverk bók-
menntafræðinga, þar á meðal „The Lite-
rary Situation“ og „Exiles return“ eftir
Malcolm Cowley og „After the lost ge-
neration“ eftir Aldridge.“
Því miður bendir ekkert í grein Guðmund-
ar til að hann hafi lesið nokkra heila
bandaríska bók nema Light in August eftir
Faulkner einsog kann að koma fram í
skáldsögum Guðmundar. Mér sýnist jafn-
vel ekki öruggt að hann hafi lesið þessa
bók Cowleys alla. Hin bókin eftir Cowley:
Exiles return er nefnd á hlífðarkápu bók-
arinnar The Literary Situation í áber-
andi auglýsingum. En frá bók Aldridge
sem hann þykist hafa lesið segir á bls.
66—69 í The Literary Situation.
Síðan tekur hann til við að þýða og kem-
ur að hinni svonefndu ,,new“ fiction og
hefur þessu sinni gæsalappirnar á sama
stað og Cowley. Svo segir Guðmundur:
„Það sem fyrst og fremst einkennir skáld-
sögur af þeim flokki er það, að þær túlka
enga mikla sameiginlega reynzlu þessarar
skáldakynslóðar, eins og eftirstríðsskáld
fyrri heimsstyrjaldarinnar gerðu. Höf-
undar nýju listarinnar virðast heldur ekki
hafa það markmið að ná til alls fjöldans,
enda þótt sumir þeirra hafi að vísu, eins
og fyrir tilviljun, hreppt það hlutskifti
að komast á metsölulistann og verða
þekkt nöfn meðal milljónanna, sem fylgj-
ast með bókaþáttum sunnudagsblaða.
Þeirra á meðal eru t. d. Frederick Beuch-
ner, Robie Macauley, Jean Stafford, Tru-
man Capote, Paul Bowles og Jack Kerouac.
Þessir eru allir ungir en svo eru fáeinir
eldri höfundar sem skrifa í svipuðum dúr
en eru frumlegri, og munu sumar bækur
þeirra hafa orðið fjölda yngri höfunda að
fyrirmynd, þó að beztu verk þeirra verði
varla stæld með æskilegum árangri, í
þessum hópi eru t. d. konurnar Caroline
Gordon og Eudora Welty.“
Svona er þessi málsgrein hjá Cowley:
„They are not pictures of a great common
experience and they are not intended for
a wide audience-though some of them
have found the audience as if by stum-
bling into it. Some of the authors are
known by name to everyone who follows
the book-review sections of Sundey news-
papers: they are men and women like
Frederich Buechner, Robie Macauley, Jean
Stafford, Truman Capote, Paul Bowles.
There are a few talented older novelists —
for example, Eudora Welty and Caroline
Gordon — who write in somewhat the
same manner, and I suspect that their
books have served as models for many
younger members of the group, although
their best qualities are hard to copy.“
Síðan segir Guðmundur:
„Sum þessara ungu skálda hafa gefið út
margar bækur án þess að hafa vakið
nokkra almenna eftirtekt, svo er vitað um
önnur sem ekki hafa fengið neinn útgef-
anda ennþá. Hvað um það: þau eru öll
talin eða telja sig sjálf „alvarlega“ unga
rithöfunda og hafa sett sér það markmið
að framleiða skáldverk á borð við það
38 Birtingur