Birtingur - 01.04.1960, Qupperneq 41

Birtingur - 01.04.1960, Qupperneq 41
bezta sem þekkist og fá ritdóma og þá helzt lofsamlega í bókmenntatímaritun- um.“ Cowley: „Some of the youngsters have published one or more novels without attracting much attention, and others haven’t suc- ceeded in getting their books accepted. No matter: they are all „serious“ new writers, they are trying to produce works of art in accordance with the best literary standards, and they would like to be ad- mired by the critics who write for Kenyon, Sewanee, Hudson, and other quarterly reviews.“ Guðmundur: „Skáldsögur þessara höfunda mynda sér- stakan flokk innan amerískra skáldverka: þær eru hin svokallaða „nýja list“ og eiga sína hliðstæðu í ljóðlistinni og til- svarandi bókmenntagagnrýni.“ Cowley: „Together these books compose a separate literary genus: they are the ,,new“ fiction that corresponds to the new criticism and the new poetry.“ Þegar hér er komið lítur Guðmundur upp úr þýðingunni til að senda frá sér eftir- farandi salútu sem með þessu kvittast fyrir. Hann segir frá eigin brjósti: „Hér á landi myndi tímaritið Birtingur eða höfundar hans ef til vill svara til „nýju listarinnar“ í Bandaríkjunum.“ Það er nýstárleg hugmynd að troða ís- lenzku tímariti inn í bókarkafla eftir frægan bandarískan gagnrýnanda. Vegna þess að þýðanda órar ekki fyrir því efni sem hann fjallar um verður hann fyrir því slysi að misskilja svo illilega á einum stað að það kemur í ljós að hann kannast ekkert við frægustu skáldsögur sem hafa komið fram í Bandarikjunum á því tímabili sem Cowley er að tala um. Cowley segir: „Many of the better known novels by new authors since World War II are not in the least new-fictional. Strictly defined, the genus dosen’t include The naked and the dead or From here to Eter- nity or in fact books about the armed forces. It doesn’t include The man with the Golden Arm by Nelson Algren, or T h e I n v i s i b 1 e M a n by Ralph Ellison, both of which won the national award.“ Niðurstaða Guðmundar verður eftirfar- andi: „En mikill hluti af þekktari skáldsögum Bandaríkjanna eftir höfunda, sem fram hafa komið síðan síðari heimsstyrjöld lauk, eru fjarri því að vera ritaðar í anda „nýju listarinnar". Það eru til dæmis hvorugar hinna tveggja frægu skáldsagna „The naked and the dead“ eða „From here to Eteinity“ yfirleitt engin þeirra mörgu skáldsagna sem fjalla um stríðið og hermennina. Þar af leiðandi ekki heldur þær tvær skáldsögur um styrjaldarefni sem hlutu hæstu bókmenntaverðlaun Bandaríkj- anna fyrir skömmu : „The invisi- ble man“, eftir Ralp(sic) Ellison og „The man with the Golden Arm“ eftir Nelson A1 gren.“ Hvorug þessara tveggja síðarnefndu bóka eftir Ellison og Algren eru um styrjald- arefni, eins og Guðmundur heldur. Hins- vegar þýðir Guðmundur eftir Cowley síðar í greininni um hvað þessar bækur fjalla án þess að Guðmundur hafi hugmynd um það. Sem sagt: „.. . Um úrhrök Chicago- borgar og menntaðan uppreisnarmann af negrakyni." Cowley skrifar fyrir fólk sem liefur einhvern pata af því allra helzta sem liefur komið fram í bókmenntum Bandaríkjanna á þessum tíma. Hinsvegar eru „The naked and the dead“ og „From here to Eternity“ þær tvær bækur sem Birtingur 39

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.