Austurland - 23.12.1984, Page 3
JÓLIN 1984.
3
----------Austurland--------------------
MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS
Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason,
Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson.
Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) @7756.
Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31
- 740 Neskaupstað - @7756.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað
@7756.
Prentun: Nesprent.
ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS
Á AUSTURLANDI
Knútur Þorsteinsson:
Grýla
Áður fyrr með belg á baki,
á bæi ferðir Grýla tók,
búfé rændi og börnum leiðum,
byggðalýðsins skelfing jók.
Vakkaði við gátt og glugga
grimm á svip um húmdimm kvöld.
Fólskuþyrst og flá í ráðum,
fældist ljóssins dýrðarvöld.
Löngu dauð er gamla Grýla,
en ganga nýjar heims um slóð
hálfu verri hinni fyrri,
heimta fleiri líf og blóð.
Máttarvöldum byrginn bjóða,
böls og nauða tendra stríð.
Aldrei geigur uggvænlegri
ögraði hrjáðum jarðarlýð.
Hinar nýju gervigrýlur
ganga ekki um með belgina.
Ægiflaugar elds og dauða
út þær senda í geimana.
Loftin eiturlævi blanda,
loka friðarskjólunum.
Væri hollt þær vísdómsgrýlur
vesluðust upp á rólunum.
✓
I lok aðventu
Þessa daga er skammdegið hvað svartast hér á norður-
slóðum. Á stysta degi ársins munu fyrstu lesendur þessa
jólablaðs AUSTURLANDS einmitt sjá þessar línur.
Skammdegið var fyrri tíma íslendingum oft þungt í
skauti og þrúgandi myrkrið hafði í för með sér ýmsa erfið-
leika í lífsbaráttunni og lamandi áhrif á menn og málleys-
ingja. Þá voru vetrarsólstöðurnar merk tímamót í ár-
hringnum og gáfu tilefni til að fagna hækkandi sól og vax-
andi birtu. Hátíð var því haldin um þetta leyti og tjaldað
því sem til var í mat og drykk til að gera sér dagamun.
Nú er öldin önnur hvað allar ytri aðstæður og aðbúnað
snertir, en enn er haldin hátíð, þegar sól tekur að hækka
á lofti á ný.
Aðventu er nú að ljúka, en hún var og er enn undirbún-
ingstími jólanna, mestu hátíðar ársins. Sá undirbúningur
er ólíkur því sem áður var og það er jólahaldið einnig. Nú
er jólafastan mesta kauptíð ársins og jólin eru haldin með
miklum ytri glæsibrag og miklu til kostað í viðurgerningi
og jólagjöfum. Má vera, að ýmsum gleymist tilefni hátíð-
arinnar í amstri hins upplýsta skammdgeis nútímans.
En hvað sem segja má um viðskiptalegu hlið aðventunn-
ar, eru jólin öllum kærkomin og ekki síst börnunum, en
jólin eru umfram allt hátíð barnanna. Allir vilja búa börn-
um sínum sem gleðilegust jól og bjartar minningar bernsku-
jóla ylja mörgum manni langa ævi. Og það barn sem fékk
kerti og spil í jólagjöf á aðfangadagskvöld eftir langa til-
hlökkun og við veruleg hátíðabrigði á heimilinu öllu, var
ekki síður ánægt og sátt við sinn hlut en það barn sem nú
fær í allsnægtum dýrar gjafir við minni tilbreytni í heimil-
ishaldi og ölum háttum en áður tíðkaðist.
En þjóðfélagið er breytt, aðbúnaður allur er breyttur,
lífskjörin eru breytt. Og allar eru þessar breytingar mjög
til hins betra, þegar á heildina er litið, sem betur fer.
Mestu skiptir vissulega, að hver og einn sé að vissu marki
í sátt við sjálfan sig og aðra menn, hafi samkennd með
öðrum og búi við innri ró og frið. Ef jólin stuðla að þessu,
skiptir minna máli, hvernig hinar ytri aðstæður við hátíða-
hald eru áhverjum tíma.
Ekki mun það umdeilt, að lífskjör almennings á íslandi
hafa farið mjög versnandi á síðustu misserum og ekki eru
líkur á öðru en þau versni enn að mun á næsta ári. Verð-
hækkanir hafa dunið yfir á þessari jólaföstu og aðrar eru
í vændum. Alþýðuheimilin á íslandi munu því ekki þola
dýrt jólahald. Börnin á alþýðurheimilinunum munu ekki
fá dýrar jólagjafir. Misskiptingin í þjóðfélagi okkar kemur
hvarvetna fram, í þeim efnum er jólahaldið ekki undanskil-
ið.Jól ríkra og snauðra verða ólík að yfirbragði, en vonandi
ekki eins ólík að inntaki.
En þrátt fyrir alla veraldlega misskiptingu auka jólin
samkennd manna í svip, en væru þau megnug að viðhalda
henni, væru þau sannarlega hátíð hátíðanna. Þá væri von
um jöfnuð, þá væri von um frið.
AUSTURLAND sendir lesendum sínum og lands-
mönnum öllum óskir um gleðileg jól. B. S.
Björn G. Eiríksson:
Jól 1984
Ég sé í fjarlægð skína skært,
með skírum geislaljóma,
stjörnu, er oss var forðum fært
á fold þar barn, í stalli fætt
við englaradda óma.
Á hagann bjarta birtu
bar, er vöktu á nóttu hirðar þar.
Frelsarinn oss þá fæddur var
og fyrir mig nú jólaljósin skína.
Til dýrðar Drottni um víða gætt
dýrðar söngvar hljóma.
Enn vér minnast megum þess,
í myrkri, er ljósin björt fá sess
á jólanóttu ljóma.
Er að jötu lutu lágt
lausnarans um miðja nátt
smalarnir, á óttu er heyrðu hljóma,
hina þýðu, helgu englaróma.
Á helgri nátt, samt muna mátt,
að margur enn í heim á bágt.
Til dýrðar drottni um himin hátt
helgir söngvar óma.
Björn G. Eiríksson:
Jól um vetur
Vetrarstormar víða um grundir lenda,
vetrarsnjó og kuldabönd þeir senda.
Nálgast óðum helgust hátíð bjarta,
hin hvítu jólaljós í gleði skarta.
Norðan, þegar næðir vindasvali,
og nepjan köld á leik um borg og dali,
þá gott er sig í húsi heim að geyma,
við heitan ofn í vonarlönd að dreyma.
Þegar vetrar köldum kvíði hríðum,
og kaldur snjórinn skartar fönnum fríðum,
þá gjarna skulum geyma í okkar hjörtum,
gleði yfir jólaljósum björtum.
Ei gott er oft við lífsins stríð að lynda,
lífið vill stundum þunga bagga binda.
Enn munu jólin sína gleði senda,
svo allt er bjart og myrkrakvöl fær enda.
Stjörnur skært á himni heiðum lýsa,
á helgri nótt þær veginn okkur vísa.
Minning heit um mannkynssoninn bjarta,
myrkurskugga víkur burtu úr hjarta.
Þá eru sungnar í heimi helgar tíðir,
svo heyra megi heims um grundu lýðir,
þann fagnaðar og friðarboðskap bjarta,
að frelsi er búið hverju mannsins hjarta.
ÁRNAÐ HEILLA
Er veröld sínum vetrarsvala skugga,
varpa vill á næturdimman glugga,
þá birtist ljósið, bjart og að sér laðar.
Við barnsins jötu, hlójðir nemum staðar.
Við nemum óm af aldagömlum orðum,
er fjárhirðar í haga námu forðum.
Sá boðskapur var fögnuð friðar gæddur.
„Sjá“, frelsari í dag er yður fæddur.
Því komið nú er klukkur ykkur gjalla,
það kall á við um heimsbyggðina alla.
Á bjartri nótt að hlýða helgum orðum,
er hirðamir, sem vöktu, gerðu forðum.
Lútum svo í auðmýkt alveg niður
að barnsins jötu, er ríkir helgur friður.
Sjá, frelsarans lampi lýsir vítt um heima,
við ljós hans skulum bjart í hjarta geyma.
En skjótlega hækkar aftur ylhlý sólin
og unaðsgeislum vermir norðurpólinn.
Þá vaknar úr dvala, allt sem áður kól,
ég ykkur sendi ósk um farsæl jól.
Hjónin Serina Stefánsdóttir og Sigurður Lúðvíksson
Ljósm. Anna Karen Sigurðardóttír.
Afmæli
Sigurður Lúðvíksson, lag-
ermaður, Nesgötu 20, Neskaup-
stað, er 80 ára í dag, 21. des.
Hann er fæddur í Neskaupstað
og hefir alltaf átt hér heima.
Serina Stefánsdóttir, húsmóð-
ir, Nesgötu 20, Neskaupstað
verður 70 ára á aðfangadag, 24.
des. Hún er fædd í Neskaupstað
og hefir alltaf átt hér heima.