Austurland


Austurland - 23.12.1984, Blaðsíða 11

Austurland - 23.12.1984, Blaðsíða 11
JÓLIN 1984. 11 Guðmundur H. Sigurjónsson: Minningabrot úr ferð til Grúsíu 1981 Þessi ferð var farin í boði MÍR, Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna. Við vorum tveir, sem völd- umst til fararinnar, undirritaður og Eyjólfur Friðgeirsson, fiski- fræðingur. Ég byrja frásögnina, þegar við fórum frá Moskvu. Þar var þá 25 stiga hiti. Frá Moskvu skyldi flogið til Tbilisi, höfuðborgar Grúsíu. Klukkan 1430 hóf vélin sig á loft af vellinum, og brátt hvarf Moskva sjónum okkar. Vélin var þéttsetin fólki, sem átti leið til Tbilisi eins og við Eyjólfur. Það gerðist svo sem ekkert markvert í flugvélinni. Þó vil ég geta eins, sem ég sá. Þarna var kona með kornabarn, sem hún átti í dálitlum erfiðleikum með, því að það var svo órólegt. Birt- ist þá ekki flugfreyjan með smárúm, sem hún hengdi upp við hlið konunnar og lagði barn- ið í rúmið og það sofnaði síðan fljótt. Því get ég þess arna, að þetta hef ég ekki séð annars staðar í flugvélum. Við nálguðumst Grúsíu, enda fórum við nú að berja augum fjöll og það meira að segja snævi þakin. Við lentum svo í Tbilisi eftir liðlega þriggja tíma flug. Ekki var hægt að segja, að þetta hafi verið mjúk lending, heldur hið gagnstæða. Enda sagði Eyjólfur við mig brosandi: „Það hefðu nú verið tekin rétt- indin af þessum heima.“ Þama á vellinum tók á móti okkur kona að nafni Svetlana Chaduneli og fór með okkur á Hótel Ivería. Þar skyldum við búa, meðan við værum í Tbilisi. Þetta er nýtt og smekklegt hótel, búið öllum nýtískuþæg- indum. Þegar við höfðum komið okk- ur fyrir í herbergjunum, var boðið í mat. Þetta fyrsta kvölnum hinna frönsku sona. Og franski spítal- inn, stolt staðarins, var auður og yfirgefinn. Svoleiðis stóð hann lengi og menn Iögðu lykkju á leið sína á dimmum kvöldum. Það var sagt að þar væru einhverjar verur á reiki, sem ekki hefðu hér vistarleyfi. Svo var hann að lokum rifinn og steyptur grunnurinn stóð gap- andi ogeyðilegur. Að lokum var hann fylltur upp og um tíma var þar afgreiðsla fyrir bensín. Og í sjúkrastofunni, þar sem systir Angela reikaði hvítklædd og þögul á milli sjúklinga sinna, hún syrgði alla ævi elskhuga sinn sem hvarf á íslandsmiðum, stóð um skeið bensíndæla og engum dettur lengur í hug slæðingur af frönskum uppruna og þó. Já, ég veit ekki. En enga bensíndælu þekki ég, sem bilaði eins, oft og á kyrrum sumarkvöldum komu bílarnir hver á eftir öðrum og tóku bensín og óku svo leiðar sinnar og hurfu út í rökkrið. Auk margra fagurra stöðu- vatna frá náttúrunnar hendi finnast þarna önnur gerð af mannahöndum í sambandi við virkjanir og áveitur svo sem Krami og Tbili. Gróður er mjög fjölbreyti- legur. Þarna vaxa um 4.000 teg- undir plantna, þar af 500 óþekktar annars staðar. Sumar eru mjög fágætar svo sem eldar- fura, en eini lundur hennar í víðri veröld finnst í Grúsíu. Dýralíf er einnig mjög fjöl- skrúðugt. Meðal sjaldgæfra dýra má nefna snætígur og fisk einn, kramuli, er finnst hvergi annars staðar en í Kramafljóti, talinn einkar ljúffengur. Borgin Tbilisi er höfuðborg Grúsíu. íbúar hennar eru um ein milljón. Sagnir herma, að fyrir 1.500 í grennd við Tbilisi. árum hafi Vakhtong Gorgasali, konungur skotið fagra hind í fjöllum uppi. Særð féll hún í lind eina, en spratt þaðan brátt alheil og þaut á brott sem örskot konungi til mikillar furðu. Vatn þessarar lindar reyndist hlýtt og virtist gætt dularfullum lækn- ingamætti. Gorgasali lét reisa þarna borg og kalla Tbilisi (Tbili táknar hlýr), og varð hún síðar höfuðborg landsins. Menn hafa byggt þetta land frá ómunatíð, unnu þar kopar um 3500 fyrir Kristsburð og tóku að blanda hann ýmsum málmum. Fornir sýningargripir grúsískir eru taldir mestu ger- semi. Á 7. og 6. öld f. Kr. hófust tvö ríki á þessu svæði. Annað var við Svartahaf og nefndist Kolchis eða Kalkhita. Hitt var austar og hét Kartli, en Grúsíu- menn kalla sig Kartveli og land sitt Sakartvelo. Það þarf ekki mikið hug- myndafiug til að láta sér detta í hug, að þegar hann Ingólfur Arnarson kom hér til lands forð- um og sá rjúka hjá Karla, að hann hafi þá í raun séð rjúka hjá Kartla. Annað eins hefur skolast á skemmri leið. Þetta var nú útúrdúr. Á elleftu öld geystust Selsjúk- Tyrkir þarna yfir og ollu miklum usla. En Davíð konungur fjórði sigraði þá árið 1121 og hnekkti veldi þeirra. Hann reyndist hinn mesti framfaramaður, stofnaði m. a. tvær vísindaakademíur, aðra kennda við Gelati og hina við ískalti. Þær gegndu miklu hlutverki, ekki aðeins heima fyrir, heldur einnig í öðrum kristnum löndum Litlu-Asíu. Tamara drottning (1184 - 1213) fetaði í fótspor afa síns. Lét hún m. a. grafa 119 km lang- an skurð, Alazommský og ýms- ar fleiri áveitur. Um daga Tamuru gerðist Grúsía eitt hið auðugasta iand á þessum slóðum, spannaði yfir mikið svæði allt í kring og mátti heita alkaukasískt ríki. Þetta mikla blómaskeið endaði svo á 13. öld, er konungur af Khorezan fór þarna yfir með báli og brandi, síðan hersveitir Gengis Khans og svo Tamerlans í lok 14. aldar. Á þessum tíma fækk- aði fólki um helming. Svona mætti auðvitað lengi telja. Á 20. öld hófst svo sú þjóðar- vakning, sem leiddi til sjálfstæð- is Grúsíu. Og þjóðin er nú eitt auðugasta lýðveldi Sovétríkj- anna. f skoðunarferð okkar um Tbilisi fórum við framhjá gömlu húsi, einu af mörgum, í þessari fornu borg. Þetta hús hafði þá sérstöðu að hafa hýst Prestaskóla Grúsíu. Þarna hafði þá félagi Stalín stund- að guðfræðinám forðum tíð. Þaðan þarna hafði hann verið rekinn fyrir pólitískan áróður. Svetlana tjáði okkur, að nú færu fram endurbætur á húsinu og yrði það síðan opnað sem þjóðminjasafn, að mér skildist. 13. júní var okkur boðið í skoðunarferð upp í fjöllin til þorpsins Pasanauri. Þar sem við ókum til þorpsins, liggur vegur- inn fram með ánni Aragví, sem minnir mjög á íslensku jökul- árnar. Þetta er á margan hátt mjög skemmtileg leið að aka. Það vakti undrun mína að sjá kaðalbrýr strengdar yfir ána með vissu millibili. Þegar ég spurðist fyrir um þetta, var mér sagt, að þótt áin væri vatnslítil nú, gæti hún stundum verið vatnsmikil og þessar brýr væru til að auðvelda fólki að komast yfir hana. Þarna í fjöllunum dvöldum við svo dálítinn tíma, borðuðum til dæmis þarna og nutum fjalla- loftsins. í bakaleiðinni var farið niður að ánni og teknir nokkrir steinar til minningar um komuna þangað. Það mun vera grúsískur marmari. Síðan var farið heim á hótel og hvílst. Um kvöldið fengum við Eyj- ólfur okkur göngu til að skoða lífið í borginni. Eftir að hafa gengið um í kvöldkyrrðinni röltum við inn í búð til að kaupa bjór og límonaði. Nú sem við erum þarna, víkur sér að okkur eldri maður, sem staddur var þarna í búðinni, tekur vínflösku og segir um leið og hann réttir hana að okkur: „Þetta er það besta í Grúsíu. Félagi Stalín drakk þetta.“ Nú, okkur Eyjólfi kom saman um það, að ekki væri stætt á öðru en að kaupa flösku af svo frábæru víni. Seinna komst ég að því, að þetta vín mun heita kindzmaruli og er talið mjög frábært að gæðum. Einn daginn heimsóttum við samyrkjubú. Þegar þangað kom, var tekið á móti okkur af formanni sýslunefndar og fyrsta ritara á samyrkjubúinu. Þau óku svo með okkur upp í fjöllin í 730 m hæð og þaðan var litið yfir þorpið, sem stendur í dal miklum, sem mun nefndur Al- anskidalur, ef ég man rétt. Þarna uppi i fjöllunum fræddi formaður sýslunefndar okkur nokkuð um dalinn og sögu hans. Þarna var okkur bent á gamla varnargarða, sem hlaðnir höfðu verið til að verjast óvinaherjum. Uppi í fjöllunum voru alltaf hafðir varðmenn til að fylgjast með óvinaherjum og þegar njósnir bárust af árás, létu þeir vita og voru þá konur og böm flutt úr þorpinu og upp í fjöllin og þar var þetta fólk, þar til hættan var liðin hjá eða búið að reka óvinina af höndum sér. Þarna í þessum dal mun hafa verið stofnað fyrsta klaustrið l> Grúsíufarar, Eyjólfur Friðgeirsson t. v. og Guðmundur H. Sigur- jónsson t. h. og á milli þeirra er túlkurinn Svetlana Chaduneli.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.