Austurland


Austurland - 23.12.1984, Blaðsíða 14

Austurland - 23.12.1984, Blaðsíða 14
14 JÓLIN 1984. Guðmundur Bjarnason: Með Berki til Grimsby Á alþjóðasiglingaleiðum er skylda að vera með fána. Fánahylling hjá Holla Ljósm. G. B. Pað er kunnara en frá þurfi að segja, að sá erlendur staður, sem er í bestum tengslum við Neskaupstað er Grimsby, ensk- ur hafnarbær sem stendur við mynni Humberfljóts á miðri austurströnd Englands. Það er nótaskipið Börkur NK-122 sem heldur uppi reglulegum sigl- ingum til Grimsby stóran hluta ársins, en þangað siglir skipið með ferskan fisk. Sá sem þessar línur skrifar hefur löngum haft mikinn áhuga á því að fylgjast með uppboði á fiski á erlendum markaði. Það var svo um miðjan september sl. að ákveðið var að skella sér í siglingu með Berki, var það 7. söluferð Barkar á þessu ári. Með mér í ferðina fór fóstur- sonur minn ívar, 15 ára gamall. Siglingin út Það var um miðnætti aðfara- nótt laugardagsins 15. septem- ber að Börkur lagði frá bryggju í Neskaupstað. Um 800 mílna sigling til Grimsby var framund- an og veðrið ekki upp á það allra besta fyrir landkrabba, suðaust- an stinningskaldi og veltingur. Ég hafði beðið um það áður en lagt var af stað, að fá að standa vaktir. Stóð ég vakt með Magna skipstjóra á leiðinni 8 tíma á sólarhring frá 8 - 12 að morgni og 20 - 24 að kvöldi. Áður en lengra er haldið er rétt að geta skipshafnarinnar, en 8 manna áhöfn er á Berki. Magni Kristjánsson skipstjóri, Jón Einar Jónsson 1. stýrimað- ur, Sturla Þórðarson 2. stýri- maður, Hólmgeir Hreggviðsson 1. vélstjóri, Guðjón B. Magnús- son 2. vélstjóri, Benedikt Gutt- ormsson matsveinn, Þórður Þórðarson og Sveinn Magnús- son hásetar. Allt bráðhressir og skemmtilegir menn. Það var heldur valtur maður sem staulaðist á vaktina klukk- an 8 fyrsta morguninn. Eftir að hafa verið uppi í brú í 4 tíma í suðaustan veltingnum þurfti ég að bregða mér út á brúarvæng- inn og skila einhverju af morg- unmatnum út úr líkamanum á þeim stað er hann kom inn! En eftir að hafa borðað hádegismat hjá Benna hvarf þessi krankleiki að mestu. Eftir rúma sólar- hringssiglingu í sama veltingn- um komum við í Vestmanna- sundið í Færeyjum og er ekki laust við að talsverður feginleiki hafi gert vart við sig þá klukku- tíma er við sigldum í skjóli af eyjunum. Daginn eftir gekk veðrið niður og sigldum við eftir það á sléttum sjó allt til Grimsby. Það var ýmislegt um að vera á leiðinni. Menn styttu sér stundir m. a. við videógláp og vopnaburð og mikið og margt var spjallað. Skipverjar voru óþreytandi að rifja upp sögur úr fyrri siglingum og óneitanlega var maður farinn að hlakka til að koma til Grimsby. Um morguninn 18. septem- ber komum við í mynni Humb- erfljótsins. Þar voru þá fyrir ógrynnin öll af skipum sem legið höfðu í langan tíma vegna verk- falls hafnarverkamanna. Eftir stutta siglingu upp fljótið var komið að fiskidokkinni í Grimsby. Inn í dokkina er örmjó renna sem Börkur passar svo til nákvæmiega í, í mesta lagi meters breidd að auki. Þrátt fyrir þessi miklu þrengsli rann Börkur í gegn án þess að koma við. Dokkin er einungis opin á flóði og er fjara tekur er hliðinu lokað og á háfjörunni er nokk- u' : netra mismunur á yfir- borði jávar utan og innan dokkarinnar. Þegar inn í dokk- ina var komið, var strax farið að olíubryggjunni til að taka olíu, en löndun á fiskinum átti ekki að hefjast fyrr en um kvöld- matarleytið. Ross-fjölskyldan. Það var kunnuglegur togara- hópurinn sem lá bundinn við eina bryggjuna. Þarna var öll Ross-fjölskyldan samankomin. Ross-togurunum sem sóttu sem fastast á íslandsmið hér á árum áður hefur nú verið lagt fyrir fullt og allt. Strax og bundið hafði verið kom maður frá tollinum um borð og gerði klára pappíra og annað, og að því loknu var hver frjáls ferða sinna. Þar sem við- dvölin ytra var ekki löng drifu menn sig strax í land til að versla. í Grimsby er mikið um stórverslanir á okkar mæli- kvarða og því vandræðalítið að fá þar flest sem hugurinn girnist. Vöruverð þar er mjög miklu lægra en heima á íslandi og því versla menn mikið. Kráin Rainbow Eitt af því sem þeir félagar mínir á Berki höfðu talað sem mest um á leiðinni var kráin Regnboginn. Það var því með óttablandinni virðingu sem ég gekk þar inn fyrir dyrnar. Mér kom því heldur spánskt fyrir sjónir að þessi krá er allglæsi- legur bar með plusssætum og öðru tilheyrandi. Þarna geta menn fengið vín og öl eins og þá lystir og greiðugar stúlkur eru á hverju strái! En mest varð þó undrun mín er Þórður kynnti mig fyrir Lindu Johnson. í stað þess að mæta þarna stútungs- kerlingu, eitthvað á annað hundrað kíló að þyngd, blasti við mér smávaxin stúlka liðlega tuttugu ára, eldhress og kát en hafði greinilega reynt sitthvað um ævina. Já þetta var hún Linda ljóslifandi, sendiherra Síldarvinnslunnar í Grimsby! Regnboginn er opinn til klukkan hálf tólf að kvöldi. Þeg- ar þar er lokað færa menn sig venjulega yfir götuna á „Mat- stofu unga Kínverjans" (Young Chinese Restaurant- Disco and Dinner), en þar er opið til klukkan tvö. Þeir Barkarmenn eru orðnir svo heimavanir þar að þeir ganga alltaf inn eldhús- megin. Gera Kínverjarnir enga athugasemd við það. Meira að segja sögðu strákarnir mér að Gulli vinur minn hefði venju- lega kíkt ofan í pottana er hann gekk þar í gegn. Salan á fiskinum Þar sem hafnarverkamenn í Bretlandi voru í verkfalli, voru það atvinnuleysingjar sem fengu vinnu við það að landa aflanum. 70 - 80 manns unnu við að landa og flokka fiskinn. Og tækin sem notuð voru við löndunina, drottinn minn dýri. Ég er hræddur um að löndunar- gengið hans Jóa Sveinbjörns hefði fljótt strækað á slíkan út- búnað. En þrátt fyrir frumstæð löndunartæki voru 200 tonnin sem Börkur var með komin á land á 10 tímum. Meðferðin á plastkössunum sem fiskurinn var í, var alls ekki til fyrirmynd- ar, en mér var tjáð að allt væri þetta nú miklu betra þegar hafn- arverkamennirnir önnuðust þessa hluti. Um sjöleytið um morguninn var búið að flokka allan fiskinn eftir stærð í kassa. Er hver kassi eitt kitt eða u. þ. b. 63 kg. Á þessum tíma birtist gríðar- legur fjöldi manna í hvítum sloppum, skiptu þeir áreiðan- lega hundruðum. Gengu þeir á milli kassanna, skoðuðu fiskinn og lyktuðu af honum. Þarna voru þá fiskkaupmennirnir komnir. Uppboðið á fiskinum hófst svo klukkan átta. Þrír upp- boðshaldarar sáu um uppboðið og hrúguðust fiskkaupmennirn- ir umhverfis þá eins og mý á mykjuskán. Æddi svo öll hers- ingin meðfram fiskikössunum og var vart hægt að fylgjast með því hvað fram fór. Hróp og köll og hvísl í eyru uppboðshaldar- anna gerðust með slíkum hraða að ógerningur var fyrir leik- mann að átta sig á hvað var að gerast. En á rúmum hálftíma var allur fiskurinn seldur. Tæpar 28 krónur fengust fyrir hvert kíló, sem var allgóð sala miðað við hvað mikið magn var um að ræða. En hvemig það verð fékkst út úr öllum þeim hama- gangi sem fram fór við söluna skildi ég ekki, eins hefðum við getað fengið 23 eða 33 krónur fyrir kílóið. Vetrargarðurinn og víkingasveitin Þar sem ekki átti að fara frá Grimsby fyrr en á miðnætti að- faranótt fimmtudagsins 20. sept. opnaðist sá möguleiki að geta skroppið stutta stund í danshúsið „Vetrargarðurinn", en það er einungis opið á mið- vikudagskvöldum. Þar sem sýnt var að við gætum einungis stans- að þar inni í eina og hálfa klukkustund voru nokkuð deildar meiningar um hvort það tæki því að heimsækja staðinn. Það varð nú samt ofan á að fara með mig og sýna mér dýrðina. - Fórum við sex saman, ég, Holli, Guðjón, Sturla, Þórður og Svenni. - Á miðvikudags- kvöldum er mikið um að vera í Vetrargarðinum. Þangað koma víst allar ógiftar vinnukonur í Grimsby, sjómannskonur, reið- ar eiginkonur og svo allt mellu- gengið í bænum. Svo og tals- verður fjöldi karla í veiðihug. Við komum okkur huggulega fyrir við borð og litum yfir alla dýrðina. En brátt vorum við truflaðir af konu nokkurri sem kallaði okkur íslendingana öll- um illum nöfnum. Af hverju vit- um við ekki! Vart vorum við lausir við kvensuna er einhverjir drengstaular, tattóveraðir í bak og fyrir fóru að bera það á okkur að við hefðum tekið stól frá þeirra borði. Ýttum við þeim kurteislega frá okkur, en reiði- legt augnaráð þeirra fylgdi okk- ur stöðugt og fyrrnefndur kven- maður sendi okkur sífellt tóninn. Var því í skyndi stofnuð Víkingasveit Guðmundar Bjarnasonar þarna við borðið. Var hlutverk sveitarinnar að Ljósm. G. B. „Þettaerfyrirtaksfiskur, Magniminn!". Þórður ogMagni. Ljósm. G. B.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.