Austurland


Austurland - 23.12.1984, Blaðsíða 35

Austurland - 23.12.1984, Blaðsíða 35
JÓLIN 1984. 33 við bara, hvað það var vont. En það var nú hægt undanhaldið til þess að sleppa inn á lognbáruna á firðinum. Sáum við þá, hvar rís upp segl við hafsbrún. Þar kom sú franska öslandi sunnan úr hafinu og sigldi hún nú fram hjá fyrir fullum seglum, og fór nú svo hratt sem fugl flygi. Slef- trossuendinn var ennþá í kjöl- farinu, en hafði trosnað um nóttina og var nú til að sjá eins og hali á kú. Loksins þegar við komm inn í lygnuna lá hún og vaggaði sér á undiröldunum, og nú tókum við hana á síðuna. Það var nú víst orðið mál að fara að athuga um Fransmennina í lúkarnum og nú fóru þeir að tínast upp, ekki sérlega mannborlegir, en það var auðséð á feginleikanum í svipnum, þegar þeir sáu skútuna, að þeir þóttust hana úr helju heimt hafa. Byrjuðu þeir nú að brölta um borð, hefur sjálfsagt verið farið að langa í bólið sitt, en þeir sem fyrir voru, voru nú ekki á því að láta þá sleppa um borð og hrintu þeim sem fljótast niður aftur og jafn- vel börðu þá. Þar sem okkur fannst þeir linlegir við að ráðast til uppgöngu á skipið, þá brugð- um við þeim til hjálpar og vor- um síðast farnir að taka þá á milli okkar og skutla þeim um borð og hurfu þeir undir þiljur og fór lítið fyrir þeim eftir það. Nú fórum við að hreinsa lúk- arinn. Hann var orðinn eins og stía fyrir ferfætlinga. Við settum upp ketilinn, því að við höfðum orðið fulla þörf fyrir eitthvað hlýtt eftir volkið. Þegar var að sjóða á katlinum, rétti einhver niður stóra krukku af rauðvíni, og brátt stóð rjúkandi púns á borðinu. Við bleyttum upp kexið. Það varð mjúkt og gott undir tönn í heitu víninu og lifð- um við í almennri velsælu inn fjörðinn. Svo komum við inn á leguna, og þeir létu bæði anker falla og gáfu út mikið af keðjum og lás- uðu svo fast um festipolla. Þeir hlóðu seglunum snyrtilega og bundu að rám, og svo lá hún þarna í logninu sakleysisleg á svipinn, eins og hún hefði aldrei út í hvassviðri komið á ævi sinni. Ekki sáum við þá taka í pumpu á þessu ferðalagi. Skipstjórinn steig í léttabát- inn og hélt til fundar við konsúl- inn, en tilkynnti okkur samt áður, að við mættum ekki liggja utan á skútunni. Já, það var nú karl, sem vildi hafa allt í röð og reglu. Við fengum okkur svolít- ið meira af rauðvíni og þar sem ekki varð hugsað til heimferðar að sinni, þá lögðumst við við gamlan bark, sem einhvern tíma hafði strandað við fjöruna og var nú notaður fyrir bólverk í þorpinu. Við lögðumst til svefns og urðum hvíldinni fegnir og við vöknuðum ekki, fyrr en í myrkri Gunnlaugur Árnason við bát sinn í fjörunni innan við Haugsnes, sem er á milli Brimnesgerðis og Höfðahúsa. í baksýn ber Kappeyr- armúla hæst. Ljósm. Gísli Árnason. um kvöldið. Að vísu áttum við rauðvín en það var lítið, svo að við ákváðum að heimsækja þá frönsku. Þar var nú glaumur mikill og gekk á ýmsu. Það stóð ekki á því. Konsúllinn var búinn að dæma skútuna ónýta, ekkert eftir nema kasta á hana rekun- um. Þeir frönsku höfðu setið við drykkju um daginn og orðið ósnyrtilegt um að litast, en þeir tóku okkur, eins og þeir ættu í okkur hvert bein, og fékk nú hver maður koníak og rauðvín að vild sinni. Nú fóru þeir að tína í bátinn allt það fémæta, er þeir gátu við sig losað: blý- sökkur, þriggja punda, bikaða færastrengi, sem voru eftirsóttir á fjörðunum, salt og svínaflesk og kexið góða var ómælt, og vatnskúturinn var tæmdur og fylltur með rauðvíni. Sá ég nú glöggt fánýti hinna jarðnesku fjármuna. Allt sem þeir höfðu borið um borð og gengið frá, var þeim nú ónýtt og einskis virði. Þeir mundu skilja það eftir og fara sjálfir til Frakk- lands með lítinn sjópoka í ann- arri hendi og svo mundi einhver fingralangur koma á bát sínum að næturþeli í vondu veðri og láta greipar sópa, en verða svo sem ekkert sælli fyrir vikið. Kannski líka einhver, sem ekki var fingralangur, yrði til að grípa þetta út úr neyð. Leið nú nóttin við koníak og flandrarakex og með vaxandi birtu um morguninn héldum við leiðar okkar. Við héldum út úr Sílafirði og_beygðum suður með landinu. Það síðasta sem ég heyrði um þessa skútu var það, að eina dimma nótt um haustið hefði hún sleppt niður festum sínum og haldið leiðar sinnar og ekki sést eftir það. Kannski ligg- ur hún sokkin í mynni Sílisfjarð- ar og bíður þess byrjar, sem aldrei kemur. Einhvern tíma í framtíðinni að vetrarlagi, þegar hafísinn spennir greipar sínar um strendur landsins kemur hún kannski utan úr ísnum og tekur nauðbeit fyrir skershalann og fær svo liðugan vind inn gamla fjörðinn. í augum þá lifandi manna verður hún brotið og illa farið flak, sem enginn þekkir. Hver veit, ekki eru allar spýtur sívalar í ísnum. Við náðum róðrartíma morg- uninn eftir, tókum stampana og fengum okkur nýjan vatnskút og fórum svo í róður. Nú var vorið komið og í fugla- björgum fór að sjást á hvítar bringur á stöllum og rákum, loftið iðaði af lífi. Frönsku skúturnar komu úr hafi og röð- uðu sér á fiskimiðin og urðu að lokum í miklum meirihluta. Ekki munu vera til neinar tölur og þó, en kannski hefur ráðið meira umhugsun um stuðla og höfuðstafi, hljóðstaf og hendingar heldur en áreið- anlegheit talnanna hjá skáldinu, sem sá að Papey suður, „þá eygði svo í einum svip fjörutíu franskar duggur og fimmtán róðrarskip." En það hefur sjálf- sagt verið meirihluti þeirra ára- báta, sem réru til fiskjar við fjörðinn og frönsku skúturnar komu og fóru. Sumar lágu á miðunum einn dag og ráku svo fyrir falli og vindi annað hvort suður eða norður og sáust ekki meira, en sumar héldu sér á seglum á sömu miðum allt vorið og urðu jafn auðþekktar og hann Skrámur gamli, en Skrám- ur var virðulegur fýll með dökka bletti öðrum megin á höfðinu, sem hafði fengið matarást á okkur. Á hverjum degi kom hann fljúgandi sunnan úr hafinu og heimtað mat sinn og engar refjar, og það taldi enginn eftir sér að gera að nokkrum fiskum til þess að ná lifur handa honum og hann var orðinn feitur og pattaralegur. En kannski lét hann svona við alia báta. Einhver varð að reka lestina. Hún kom siglandi úr suðurátt og settist að á miðunum okkar þetta vor. Það var falleg skúta, nafnið var stutt og málað með stórum stöfum á skut og kinn- unga: Manon. Já, ekki skal ég ábyrgjast, að við höfum borið það rétt fram. Hún fékk nú ekki matarást á okkur. Það var frekar, að við fengjum hana, en hún vildi gjarnan vera þar, sem við vorum á sjónum og sáum við hana flesta daga og Frans- mennirnir röðuðu sér við lunn- inguna hlæjandi og kátir og drógu fisk í gríð og erg. Þeir stöppuðu niður tréklossunum svo að það glumdi í dekkinu, þegar þeir misstu þá. Það var vel hægt að sjá það á þeim þegar skipstjórinn var búinn að út- deila rauðvínsskammtinum fyr- ir daginn. Þá urðu þeir ennþá líflegri. En það var ekki þar fyrir, við gátum svo sem fengið okkar rauðvínsskammt líka, en við bara gerðum það ekki. En ef sjóveðrið var vont og við höfðum átt erfiðan dag, þá hit- uðum við púns á landstíminu og við vorum ungir og hraustir og þreytan seytlaði burt úr limum okkar, á meðan við drukkum púnsið. Svo var það einn daginn seint um vorið, að hann vindaði norð- an upp úr hádeginu og hann varð kaldur og drungalegur, hreytti úr sér krapaéljum út fjörðinn og hann varð dimmur í éljunum og þá drógu þeir á Manon upp færin sín og gerðu þau snyrtilega upp og hengdu þau á vaðbeygjurnar og hnýttu kirfilega að og sigldu áleiðis til lands. Kannski langaði þá til að gera sér glaðan dag með fast land undir fótum. Ef til vill vildu þeir losna við fúla vatnið, sem þeir komu með frá Frakklandi og ná í vatn úr fjallalækjunum, sem hoppuðu niður hlíðarnar og runnu svo silfurtærir til sjávar, kannski vantaði þá hund. Þeir náðu fjarðarmynninu og byrjuðu að krussa sig inn fjörðinn. Þeir mundu ná á ákvörðunarstað, en þeir mundu verða lengi. Nei, þeir mundu ekki ná honum, því að í einu élinu sem byrgði landsýn, drógu þeir vendinguna heldur lengi og sigldu upp á boða að norðan- verðu við fjörðinn. Á háflæði valt skútan þyngslalega á sker- inu og brakaði og brast í hverju tré. Svo færðist hún til og sat föst, svo að hún haggaðist ekki og flæddi nú inn í hana sjórinn og þótti þeim frönsku þá auð- sýnt, að hverju fór. Hér mundi hún bera beinin, og þeir fóru í skipsbátinn og komust heilu og höldnu til lands. Þeir litu horn- auga á litla lækinn, sem suðaði glaðlega í fjörunni og fast land höfðu þeir líka undir fótum sér, jafnvel lengur en þeir óskuðu og þeir gistu í auðri sjóbúð um nóttina og morguninn eftir voru þeir sóttir úr þorpinu. Nú hófst aftur annatími, sér- staklega hjá árabátunum og einkum vakti það athygli barn- anna, að nú var róið á kvöldin, og er þau vöknuðu að morgni, voru sjómenn lentir og höfðu gengið frá afla og veiðarfærum. Menn höfðu ekki erindi sem erf- iði, því hvað er ein hálfsokkin frönsk skúta handa heilu byggð- arlagi? Eftirtekjan var lítil, kannski sást á hvítleitan ráarenda út úr gamalli fjárhústóft, ef til vill var í afhúsi tunna með sjóblautu kexi, sem var nú enginn sér- stakur gæðamatur. En hvað um það, kannski var líka tunna með einhverju, sem gutlaði í og ein- staka maður sást í flíkum í skær- ari litum en vanalegt var í firð- inum, en allt fór þetta fram með friði og spekt og var hógværð manna við brugðið síðar og sagt var, að sumir hefðu andæft á árum úti í myrkrinu og beðið þess, að aðrir kláruðu að at- hafna sig um borð. En að lokum seig Manon í djúpið og menn tóku aftur upp eðlilega hætti. Það var komið fram undir slátt. Það hafði verið fiskilítið, svo að við á Eldfjall- inu lögðum upp laupana og ákváðum að hafa það rólegt yfir stórstrauminn og sofa nú vel út. En vaninn lætur ekki að sér hæða. Ég vaknaði útsofinn á róðrartíma og eirði ekki í rúm- inu. Ég labbaði upp fyrir kaup- staðinn, og þarna lá þorpið sof- andi fyrir fótum mér í sumar- blíðunni. Ég var djúpt snortinn af hinni kyrrlátu náttúrufegurð. En hún veitti mér ekki þá hug- arró, sem ég vildi og ég ákvað að nota tímann, meðan allir sváfu og ganga á fund hinna gömlu æskustöðva. Og svo hélt ég sem leiðin lá út með firðin- um. Sjórinn stafaði í logninu og sumarilmurinn angaði úr hverju spori. Ég fylltist einhverri óþreyju og ósjálfrátt hraðaði ég för minni og eftir klukkutíma gang var ég kominn á bernsku- stöðvarnar. Fyrst kom ég að ánni og af gömlum vana rölti ég niður með henni að yfirlíta veiðihorfurnar. Þar var sjaldan mikil veiðivon, en þessar fáu sil- ungsbröndur, sem ég sá, vöktu mér óblandna ánægju, ekki síður en þó að það hefðu verið stóreflis þorskar. Ég hélt áfram niður með ánni, þar til hún end- aði í litlu klettaskoti niðri við sjóinn. Ég gekk upp á hæðar- dragið fyrir utan hana og í litlum hvammi niðri við sjóinn stóð gamli bærinn. Að utan lokaðist hvammurinn af lækjarfarvegi, sem hækkaði upp í háan höfða og hæðardragið fyrir ofan bæinn, sem veitti honum skjól fyrir norðaustan veðrunum á veturna lá aflíðandi inn og niður og endaði við sjóinn í dálitlum hólma, sem aðeins var tengdur við land af malarfjöru. Ég lagði leið mína niður í fjöruna. Gömul hálfgleymd minning 0

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.