Austurland


Austurland - 23.12.1984, Blaðsíða 29

Austurland - 23.12.1984, Blaðsíða 29
JÓLIN 1984. 27 Gömul mynd frá Búðum. Saltfiskbreiðsla. nú líka alvanalegt á þeim árum og einhvem veginn mundum viö lifa af þennan vetur eins og aðra. í>á var heldur ekkert lífs- gæðakapphlaup þar sem menn gátu keppt við sjálfan sig um eyðslu og afla. Nei þá var lífs- barátta, og hún var hörð, og oft var mikið á sig lagt fyrir lítinn feng. Ég tók mér góðan tíma til að lagfæra það sem aflaga hafði farið um sumarið, og einn dag- inn vom verkefnin á þrotum. Ég settist á þóftuna og lét hugann reika. Minningamar um hin kyrrlátu sumarkvöld, er við héldum hlöðnum bát til hafnar, komu fram í huga minn. En þótt aflinn reyndist lítils virði, átti ég þó mína veiðimannsgleði óskerta, og ég sá í anda frönsku skúturnar sigla um fjörðinn beggja skauta byr, og ég sá þær í byrleysu með hnípnum seglum, er virtust sakna sinnar reisnar, er lognið hafði svipt þau um stundarsakir. Og í litla garð- inum utan við þorpið voru fimm nýir krossar. Þar hvíldu þeir Fransmenn, sem kosið höfðu ís- land sínum lúnu beinum. Marga kexkökuna vorum við búnir að innbyrða um sumarið. Við renndum upp að frönsku skút- unum, þegar við sáum okkur færi og verslunin gekk greið- lega. Stórar kexkökur eins og þakhellur í laginu og nokkrar flöskur af sólgullnu koníaki frá hinum suðrænu löndum skiptu um eigendur. Greiðslan var ým- iss konar. Stundum var það eitt- hvert prjónadót eða þá í fiski. Kannski höfðu líka nokkrar „pokaendur" fengist til að hátta í björtu á landstíminu og voru þær vel þegnar af Fransmönn- unum. En best af öllu var að eiga hund. Það þótti lélegur bú- skapur á sveitabýlunum kring- um fjörðinn, ef ekki voru tveir eða þrír hálfvaxnir hvolpar til að láta fyrir einhvern glaðning á vorin, þegar Fransmennirnir komu, og sagt er að ennþá séu í Frakklandi kjölturakkar með ýmis erfðaeinkenni íslensku hundanna svo sem uppsperrt eyru og hringað skott. Svo hætt er við að einhver kynblöndun hafi átt sér stað vegna komu Fransmanna til íslands. Ysmar sagnir voru um þessi viðskipti sveitamannanna og jafnvel sagt, að sumir hefðu selt sama hvolpinn þrisvar, en þeir voru sumir af góðu sjóhunda- kyni og tóku snemma sundtökin og víluðu ekki fyrir sér að synda dálítinn spotta, ef þeir sluppu úr greipum Fransmannanna. en nú hefur verslunartæknin aftur á móti aukist svo mikið, að það er ekki í frásögur færandi, þótt einhver selji hundinn sinn þrisvar. Þegar ég var ungur, átti ég heima hjá foreldrum mínum á einu sveitabýlinu við fjörðinn. Ég eignaði mér einn af þessum hvolpum og skírði hann Jökul. Ef til vill réði það nafngiftinni, að hafísinn fyllti fjörðinn fram undir sumarmál eða kannski fannst mér hann bara svona kaldur fyrir tilverunni. Ég kveið fyrir vorinu, sem að lokum kom með sólskin og sunnanvind, og hafísinn læddist fyrir ystu tanga sneypulegur og lét eins og hann hefði í raun og veru aldrei ætlað að stoppa, og frönsku skúturnar vörpuðu akk- erum og hlóðu seglum fram undan bænum og að lokum varð það ekki umflúið lengur. Þeir faðir minn og bræður hrundu fram árabátnum og Jök- ull sat í stafni og horfði stórum augum á þessi ferlíki, sem flutu á sjónum. í hlaðvarpanum stóð lítill drengur og honum fannst vorsólin missa ljóma sinn og geislar hennar verða kaldir. Róðrarbáturinn lagði að einni frönsku skútunni og allir hurfu undir þiljur. Það leið langur tími, ég hugsaði ráð mitt. Ég var reiður við Fransmennina. Hvað voru þeir að flækjast og ágirnast hunda frá strákum eins og mér? Aldrei skyldi ég borða flandr- arakex framar, sem hafði ef til vill verið keypt fyrir hund, sem einhverjum þótti vænt um. Jæja, loksins voru þeir að leggja af stað frá skútunni. Nú var áralagið hvatskeytlegt, og þeir sungu við raust, svo að mér var ekki grunlaust, að ekki hefði verið keypt tómt flandrarakex fyrir hann Jökul. Nú lögðu þeir að lendingunni. En um borð í frönsku skútunni gall við kvala- óp og síðan nístandi ýlfur í hundi. Svo sást lítill hnoðri á borðstokknum, sem hvarf eins og strik í hafið. Hróp og köll gullu við og Fransmennirnir hlupu fram og aftur um skútuna, en allt lenti í pati og ekkert varð úr neinu. Jökull minn var á leið til lands. Ég hljóp ofan að lend- ingunni og Jökull gjammaði glaðlega við fjöruborðið. Ég lagðist á hnén og beið. Svo kom hann og lagði sjóblauta hramm- ana umhálsinn á mér, en faðir minn horfði á okkur dálitla stund, en svo sagði hann: - Þér er óhætt að fara með hann heim, hann verður ekki látinn fara aftur. Ég reis upp og við lögðum af stað. Þá kallaði faðir minn á okkur. Já, nú hafði hvorugur okkar neitt á móti því að fá flandrarakex í nesti, og brátt vorum við lagstir í hlaðvarpann og borðuðum kex af góðri lyst. Og nú var sólin aftur orðin björt og geislar hennar heitir. Jökull varð mér fylgisamur og hjálpaði mér við fjárgeymslu og smalamennsku, en alltaf tók hann á sig stóran krók, ef hann sá Fransmenn. Aðal áhugamál hans voru samt veiðar og jafnvel það, að ég veiddi handa honum silungsbröndu í bæjarlæknum, var honum ævintýri. Smásílum, sem ég veiddi handa honum og henti á land, var hann vanur að sporðrenna samstundis, og þegar bræður mínir tóku byssurnar og héldu á veiðar, þá vék hann ekki frá þeim og lét eins og hann sæi mig ekki. Þá var ekki frítt við, að mér sárnaði. Hvenær yrði ég álitinn nægilega fullorðinn til þess að ég mætti ganga að nagl- anum þarna á þilinu og taka niður byssuna og halda á veiðar með hann Jökul? En allt bíður síns tíma og hvað um það, við vorum góðir vinir við Jökull. Að lokum kom að því, að mér var trúað fyrir vopninu, og lögðum við Jökull okkur alla fram við veiðarnar og eftir ýmsa byrjunarörðugleika lögðum við margan málsverðinn á borð með okkur bæði af boðnum og for- boðnum fuglum og ég lét ekki sannast á mér máltækið, það gef ég hundi mínum, sem ég vil ekki. Á jólaföstunni stunduðum við alltaf rjúpnaveiðar enda mikil matarbjörg að rjúpunni og ef til vill hægt að selja eitthvað. Sumir fengu lítið, aðrir mikið eins og gengur. Við lögðum af stað bræðurnir, og í birtingu vorum við komnir á áfangastað. Það var logn, og marrið í frosn- um snjónum lét mjúklega í eyr- um. Elsti bróðir minn var sjálf- kjörinn foringi við veiðarnar og hann úthlutaði okkur veiðistað yfir daginn. Ég fór á minn stað án þess að mögla og Jökull fylgdi mér fast á hæla. Heldur fannst okkur við vera afskildir. Við hlutum veiðistað efst á hjalla, að vísu dálítið landrými en ekki rjúpnasælt að sama skapi. Bróðir minn var í brekk- unum fyrir neðan, sem voru vaxnar kjarri og lyngi með skjólgóðum giljum, sem rjúpan sótti mjög í. Mér fannst alltaf, að einhvem tíma í fymdinni hefðu þær verið kenndar við smjör, og þaðan heyrðum við nú skothríðina strax og birta tók. En það var fleira en staður- inn, sem vakti okkur Jökli óá- nægju. Okkur hafði líka verið úthlutað verstu byssunni. Það var gamall framhlaðningur, sem faðir minn átti og var kunn að óráðvendni, og ekki bætti það úr skák, ef ég komst að rjúpu, þegar veiðiskjálftann setti að mér, svo að ég missti hvellhett- una ofan í snjóinn, þegar ég ætl- að að láta hana á kveikipípuna. Svo var nú Jökull alltaf að hnippa í mig með trýninu. Hon- um fannst víst illa ganga. Það var lítið af rjúpu og aldrei nema ein í stað. Það virtist helst, að þetta væru einhverjir sérvitring- ar, sem ekki gætu verið innan um aðra fugla. Já sennilega voru þær sérvitrar. Sumar sperrtu sig upp strax og þær sáu okkur og byrjuðu að höggva til hausnum í gríð og erg, en voru svo flognar löngu áður en ég komst í færi. Aðrar kúrðu sig bak við smá lynghríslur eða stein og flugu ekki fyrr en að ég hefði stigið ofan á þær í næsta fótmáli. En sumar voru eins og venjulegar rjúpur, sátu á áberandi stað og biðu rólegar, á meðan ég var að bauka við þrumuprikið. En þetta ver tregt og Jökull labbaði eftir þessum fáu rjúpum, sem ég skaut og lagði þær við fætur mér. Hannvarbersýnilegamjög óánægður og þefaði út í loftið í áttina að brekkunum, þar sem bróðir minn var að skjóta. Fyrir hádegið byrjaði hann að setja yfir dimm él, og það ágerð- ist þegar á daginn leið og Jökull færði sig lengra og lengra í áttina að brekkunum. Svo hvarf hann alveg, en alltaf var hann að koma annað slagið og lagði þá rjúpur við fætur mér, sem ég hnýtti auðvitað strax í kippuna. í rökkrinu gat ég skotið nokkrar rjúpur. Jökull var þá hættur að sækja þær niður í brekkur. Þetta var orðin allþrýstin kippa og hann vék ekki frá henni. Það lá við, að hann legði tunguna á hvern einstakan haus, sem hékk niður úr kippunni og við fórum að draga okkur í áttina til bæja. Við hittum bróður minn. Hann var búinn að skjóta mikið af rjúpu, en týna flestum. Nú var hann með nokkrar rjúpur í ann- arri hendinni, en ég var kominn með bagga í bak og fyrir. Við héldum nú heimleiðis, og hann barmaði sér sáran yfir rjúpna- hvarfinu - Og hvað heldur þú, að hafi orðið af þeim?, sagði ég. - Fálkinn, sagði hann. - Það er fálkinn, sem hefur tekið þær. Hann var að hringla þarna í brekkunum í allan dag. Ég komst aldrei í færi við hann, en ég hugsaði honum þegjandi þörfina, - Já fálkinn, sagði ég, - það er ekki að því að spyrja 0 VinurSU, bátursem Bergkvist átti. Ljósm. Nanna Pórðardóttir.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.