Austurland - 23.12.1984, Blaðsíða 37
JÓLIN 1984.
35
leitaði á hugann, saga sem ég
heyrði um hvalaambur, þetta
efni sem gerði mann ríkan og
notað var í ilmvötn. Ég gekk
aldrei svo um fjöru, þegar ég
var barn, að ég þefaði ekki út í
loftið í von um að finna ein-
hverja góða lykt og rekast svo
á gráan klump á milli steinanna.
Ég hélt áfram út fjöruna. Parna
vom hleinarnar, sem selir lágu
svo oft á. Nú sátu þar nokkrir
æðarfuglar og hjöluðu saman.
Ég hélt upp úr fjörunni og heim
að bænum. Gamall hundur lá í
varpanum. Hann dillaði rófunni
og gelti ekki einu sinni. Hann
virtist viðurkenna tilverurétt
minn á þessum slóðum, og
áfram hélt ég út hringmyndaða
hólana með djúpum gjám á
milli. Ég kom að einni gamal-
kunnri og gægðist inn um þröng-
an munna og lét stein detta
niður í myrkrið. Pað heyrðist
ekki, þegar hann kom niður.
Kannski var hún mosavaxin í
botninn. Nei, svo marga steina
hafði ég látið detta þarna niður,
að botnin hlaut að vera þakinn
grjóti.
Áfram, áfram, á vit bernsku
minnar. Ég kom í litla hvamm-
inn innan við höfðann, þar sem
var skjól fyrir öllum áttum. Ég
lagðist í grasið og gaf mig á vald
bemskudraumum og þeir komu
hálfgleymdir og eins og í þoku.
Sumir höfðu að vísu ræst og
vom mér nú einskis virði með
öllu nema einn, og jafnvel enn
þann dag í dag eftir fimmtíu ára
sjósókn er hann jafn bjartur og
fagur og heillandi.
Það var draumurinn um fisk-
veiðarnar. Og ég varð aftur átta
ára hnokki, sem stalst að heim-
an á fögru sumarkveldi og lagði
leið mína hérna niður hvamm-
inn með tvö ónýt hrífusköft fyrir
veiðistöng, og færið sjálft var
hnýtt saman úr ónýtum línu-
taumum. Ég tíndi nokkrar
skeljar í fjörunni og lét í vasa
minn og klifraði út á klettabrík.
Þar raðaði ég þeim á sillu, tók
eina og braut hana sundur með
steini, kroppaði úr henni skel-
fiskinn og beitti færið mitt. Ég
lét það síga fram af klöppinni
og hallaði mér upp að hurðinni,
ha, hurð? Já, þetta var nú svo
sem ekki venjuleg hurð.
Tuttugu álnir á hæð og eftir því
breið, úr blágrýti og féll svo fast
að berginu, að gættir sáust
varla. Nei, það voru engin smá-
menni, sem gengu hér um dyr
og þeir ferlegu steinhurð að
loka. Hana, þar beit hann á, og
brátt lá fallegur þarafiskur á
klöppinni.
Höfðinn var holur innan og í
fornöld hafði hann verið hýbýli
trölla. Ég gerði mér í hugar-
lund, að tröllabömin hefðu veitt
sér fisk til sælgætis þarna á dyra-
hellunni. Og tröllin liðu undir
lok. Þau döguðu uppi á nær-
liggjandi fjallatindum. Eitt var
máske á Örnólfsfjalli, stakur
steindrangur, sem bar við himin
neðan úr sveitinni. Hann var
kallaður Örnólfur. Svona fækk-
aði þeim tröllunum í höfðanum
og að lokum var bara eftir eitt
tröllagamalmenni og það fór inn
í höfðann og lokaði svona
rammlega, lagðist á steinbálk-
inn sinn og hreyfði sig ekki
meira. Og núna er þar hvít og
skinin beinahrúga, stór bein,
stærri en ég, og þarna munu þau
liggja til dómsdags.
Ég var búinn að veiða fimm
þyrsklinga og hnýtti þá í kippu.
Húmið var að skella yfir. Ég
læddist upp klöppina og skimaði
flóttalega í kringum mig. Þessi
staður vakti mér alltaf hræðslu,
þegar skyggja tók. Þarna var
líka svarti kletturinn. Þar hafði
ég einu sinni að kvöldlagi heyrt
draugalegan kuldahlátur og það
háði mér við fiskveiðarnar á
klöppinni í langan tíma á eftir
og lítill drengur með fiskikippu
og tvö brotin hrífusköft í hönd-
unum labbaði aftur upp í
hvamminn.
O jæja, þarna missti ég þráð-
inn í bernskudraumum mínum
og leit upp og mér allt að því
sýndist ég sjá strákangann
hverfa fyrir næsta leiti. Ég gekk
upp á höfðann og sá nú yfir alla
sveitina. Búverkareykurinn frá
sveitabýlunum liðaðist upp í
tært loftið.
Þarna út og suður frá höfðan-
um lágu tvær franskar skútur og
önnur þeirra var að létta anker-
um og fannhvít seglin komu upp
í logninu og drúptu höfði í sól-
skininu. Hún ætlaði sjáanlega
að láta útfallið bera sig til hafs.
Svo létti hin ankerum og seglin
komu upp, en það var sorgar-
sjón. Seglin voru blökk og svört
upp til miðs af sóti og nú fór
vélin í gang og þeytti reykjar-
gusum upp eftir seglum og rám
og hún hélt til hafs hulin reykj-
Gleðileg jól
FARSÆLT KOMANDI ÁR
Þökkum ánægjuleg viðskipti
á árinu sem er að líða
Verslunin Myrtan
Hafnarbraut 22 Neskaupstað
Óskum félögum okkar
og öðrum Austfirðingum
gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári
Verkalýðs- og sjómannafélag
Vopnafjarðar
Verkalýðs- og sjómannafélag
Fáskrúðsfjarðar
óskar félögum sínum og annarri austfirskrí alþýðu
gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári
armekki. Þessi skúta hafði tap-
að reisn sinni, en sjálfsagt voru
Fransmennirnir ánægðir og
losnuðu við margt erfiðið. En
það læddist að mér sá grunur,
að dagar þessara tígulegu gesta
frá hinum fjarlægu ströndum
Frakklands væru senn taldir. En
þrátt fyrir það var ég innilega
sáttur við tilveruna, þegar ég
sneri við upp höfðann og hélt
heimleiðis.
Það kom að því jafnvel fyrr
en ég hugði. Á fáum árum hurfu
frönsku seglskúturnar af fiski-
miðunum kringum ísland. Sum-
ar voru lekar og fúnar og höfðu
farið sína síðustu för, aðrar
fengu vélar og voru sendar á
enn fjarlægari fiskimið. Nú er
svo komið, að þetta er að verða
gleymskunni hulið og hönd tím-
ans leggst þungt og jafnvel
steindrangurinn mikli, hann
Örnóflur á Örnólfsfjalli hefur
kiknað við lófatak hans og hrun-
ið af stalli sínum og farið í smátt
í urðinni fyrir neðan.
Kannski er ennþá til gamalt
útihús, þar sem sést á ráarenda
af seglskipinu Manon í trosnaðri
þekjunni og ef til vill áreftið yfir
dyrunum úr mahogní. Enn sést
franski kirkjugarðurinn utan við
þorpið. Girðingin sem var orðin
fúin og að hálfu leyti sokkin í
jörð, hefir verið rifin og þama er
nú grasblettur með tveimur
minnismerkjum og sakleysislegar
sauðkindur kroppa grængresið,
sem sprottið er upp af safanum,
sem rennur úr beinum hinna
frönsku sona. Og franski spítal-
inn, stolt staðarins, var auður og
yfirgefinn. Svoleiðis stóð hann
lengi og menn lögðu lykkju á leið
sína á dimmum kvöldum. Það
var sagt að þar væm einhverjar
vemr á reiki, sem ekki hefðu hér
vistarleyfi. Svo var hann að lok-
um rifinn og steyptur gmnnurinn
stóð gapandi og eyðilegur. Að
lokum var hann fylltur upp og
um tíma var þar afgreiðsla fyrir
bensín. Og í sjúkrastofunni, þar
sem systir Angela reikaði hvít-
klædd og þögul á milli sjúklinga
sinna, hún syrgði alla ævi elsk-
huga sinn sem hvarf á íslands-
miðum, stóð um skeið bensín-
dæla og engum dettur lengur í hug
slæðingur af frönskum uppmna og
þó. Já, ég veit ekki. En enga
bensíndælu þekki ég, sem bilaði
eins oft og á kyrrum sumarkvöld-
um komu bílamir hver á eftir
öðmm og tóku bensín og óku svo
leiðar sinnar og hurfu út í rökkrið.
Gleðileg jól
FARSÆLT KOMANDI ÁR
Þökkum ánægjuleg viðskipti
á árinu sem er að líða
Brúnás
Eqilsstöðum
Óskum starfsfólki og viðskiptavinum
gleðilegra jóla
og gæfuríks nýs árs
Sólborg hf.
Fáskrúðsfirði
Gleðileg jól
FARSÆLT KOMANDI ÁR
Alþýðubankinn
Laugavegi 31 Reykjavík
Landsbanki íslands
Fáskrúðsfirði
óskar viðskiptavinum sínum
gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs
Þökkum ánægjuleg viðskipti
á árinu sem er að líða