Austurland


Austurland - 23.12.1984, Blaðsíða 9

Austurland - 23.12.1984, Blaðsíða 9
JÓLIN 1984. 9 Ármann Halldórsson: Tvenn kynni af Könum Langir rauðir blossar teygðu sig á eftir sendingum úr þessum byssum. Mér auðnast víst aldrei að geta hælt mér af miklum kynnum við þá þjóð sem Bandaríkin byggir, hef aldrei þangað vestur komið. Þó dettur mér í hug að segja frá tveimur atvikum í sambandi við menn af bandarískum toga. Hið fyrra er frá Seyðisfirði, nánar tiltekið úr útgerðarþorpinu sem áður var þar út með firðinum að sunnan og kallaðist Eyrar, stundum Þórarinsstaðaeyrar, því að mestur hluti þess var í landi Þórarinsstaða á grónum eyrum niðri við sjóinn. Á stríðs- árunum kenndi eg krökkum þar þrjá vetur, 1941 - 1944. Tvo síð- ari vetuma vom Bandaríkja- menn þar með herbúðir í svo- nefndu Háahrauni skammt innan við Þórarinsstaði og höfðu fall- byssustæði á allhárri brekkubrún upp af skólanum, litlu múrgráu húsi sem enn stendur. Úr fallbyssunum þar dúndmðu þeir Kanar á þýskar flugvélar sem þráfaldlega flugu yfir fjörðinn. Líklega hafa fáir staðir á landinu verið í jafnnáinni hervemd og Eyraþorpið, og það bar við er lit- ið var til lofts að langir rauðir blossar teygðu sig á eftir sending- um úr þessum byssum, en aldrei jafnferlega og þegar þeir vom að spreyta sig á flugvélunum sem sökktu olíuskipinu E1 Grillo. Þá heyrðist ekki mannsins mál fyrir hávaða, og rúðumar, sem vom orðnar hálflausar í fögunum, skröltu mikið. Þetta bar upp á í miðjum tíma og krakkamir vein- uðu og bölvuðu á víxl, en engum varð líkamlega meint af fyrir-, ganginum, tæpast andlega heldur. Áður en eg vissi af var eg orð- inn túlkur þarna á Eyrunum. Eg hafði lært dálítið í skólaensku, sem einkenndist annars vegar af orðfæð, en hins vegar af sæmi- legri málfræðinotkun í óreglu- legum sögnum, tilvísunarfor- nöfnum og ámóta stagli. En eg var óvanur að beita þessu náms- bókaklúðri við lifandi menn - og nú er komið að fyrra atriðinu sem mér er minnisstætt. Það var í sólskini og blíðu veðri síðla vetrar 1943, að eg átti erindi í sambandi við kennslu út í Austdal sem er bær, nú í eyði, út með firðinum að sunnan. Þar bjuggu Þormóður Sigfússon frá Staffelli í Fellum og kona hans, Helga Vilhjálmsdóttir frá Dala- tanga. Þormóður þurfti að huga að kindum í haga og gekk með mér á leið til baka að afloknum erindum. Þá barst í tal að hann ætti folaskratta sem endilega þyrfti að vana, en það verk kunni enginn í Seyðisfirði. Honum datt í hug að ef til vill fyndist dýra- læknir í herflokknum í Háa- hrauninu og bað mig að athuga það og hvort sá væri þá tilleiðan- legur að draga úr folatötrinu. Eg féllst á það og var á leiðinni að velta því fyrir mér hvemig eg gæti komið orðum að erindinu. Dýra- læknir væri sjálfsagt animal doctor, en að gelda, hvað var það? - og hver vom nöfn við- komandi líffæra? Eg rataði í foringjaskálann en fékk þó varðmanninn í her- búðahliðinu til að ljá mér fylgd um þennan hluta fósturjarðar- innar svo að sjá mætti að ekki væri hér ótíndur snuðrari á ferð. Mér var tekið með ágætum, fengið þægilegt sæti, og þjónn foringjanna, gelgjulegur ungl- ingsstauli kominn á þennan norðurhjara, að því er útlit benti til alltof ungur til her- mennsku, hann setti fyrir mig bjórkönnu og kökur á snotrum pjáturdiski. Tveir úr foringja- hópi, sem eg þekkti, settust hjá mér, en aðrir tveir eða þrír sátu á yfirbreiddum járnrúmum við langvegg skálans og yfir rúmum héngu myndir heiman að af húsum, konum, börnum og lík- lega foreldrum. Bjórinn rann vel niður og steig reyndar svolít- ið upp líka og þá fór eg að böggl- ast við erindið svo að úr varð samtal eitthvað á þessa leið: Eg: - Do you know the farm here in the neighborhodd, Aust- dalur? Þeir: - Yes. Eg: - The farmer there has a fool. Þeir: - You mean-------? Eg: - I mean a young horse. Þeir: - Yes of course. Eg: - He vants a a a, he vants a animal doctor. Þeir: - O yes. Eg: - Have you anibody who can take away the, the-------I want the right word, but you know the fool, no the young horse, has tow little things beetvin its legs, I mean the hind- feet, in a kind of pocket, skin- poket. The farmer wants those things be takan away. Þeir: - Why? Eg: - For you see, the young horse may make a horse child in the (hver andskotinn er meri á ensku?) in the girl horses. Meira þurfti ekki. Af þessu hrognamáli drógu þeir þá ályktun að Þormóður bóndi í Austdal færi fram á að fenginn yrði dýra- læknir, ef slíkur maður fyrirfynd- ist í herflokknum, til að vana fola. Jafnsnemma og erindið varð ljóst spratt upp einn þeirra er á rúmunum sátu eða lágu og nefndi nafn á manni sem auðheyrilega var háttsettur í herflokknum - og einmitt dýralæknir að mennt. Jafnframt upphófst mikil kæti og ráðagerðir og nú var þjóninum falin á hendur forganga í málinu. Hann hringdi í umræddan yfir- mann og skálabúar stóðu í hnapp kringum þjóninn til að forvitnast um svör hins háttsetta. Eg heyrði auðvitað ekki hverju hann svar- aði, en af svip og niðurbældu flissi áheyrenda mátti skilja að hann tók erindinu fjarri, í geldinguna vildi hann ekki fara. Ferfætlingurinn slapp við hernámsgeldinguna. Hitt atvikið er af öðru tagi en hersetan hér á stríðsárunum og gerðist um níu árum eftir stríð. Forsagan var sú að Bandaríkja- manni, Marshall að nafni, fræg- um hershöfðingja og myndar- legum manni eftir myndum að dæma, datt í hug að hressa upp á vissan hluta heimsbyggðarinnar með því að verja nokkrum hluta stríðsgróða Bandaríkjanna til lagfæringa í stríðsrústunum. Þetta þótti heillaráð í Bandaríkj- unum og víðar, var kallað Mar- shallaðstoð. Af einhverjum ástæðum komust íslendingar á þennan spena, enda þótt hér væri nokkur stríðsgróði samankom- inn á seinni tíð. Sumir töldu að með þessu væri verið að styrkja hin andlegu hlið hersetu sem þá var aftur komin á frá 1951 og átti að vísu ekki að haldast til fram- búðar, en hefur nú samt sem áður dregist nokkuð á langinn. Nokkrum hluta þeirrar upp- hæðar sem hingað barst af þess- um skerfi var varið til að kenna íslenskum bændum að rækta land svo að landbúnaðurinn mætti hefjast af því molbúastigi sem þeir vestra hugðu hann á. Kennslan var fólgin í tilrauna- starfsemi í landbúnaði og þannig framkvæmd að víðs vegar um sveitir lands var komið upp til- raunareitum í túnum og dreift á þá mismunandi tegundum og magni áburðar. Nokkrir slíkir reitir voru að sjálfsögðu á Aust- urlandi. Og nú bar svo við vorið 1954 að eg var þá um tíma settur skóla- stjóri á Eiðum. Þá er það einn góðan veðurdag að hringt er til mín frá Búnaðarfélagi íslands (má eg segja) og eg beðinn að taka á móti sérstökum sendi- manni amerískum sem eigi að ferðast hér um og líta eftir áður- nefndum tilraunareitum. Eg ját- aði þessu og skömmu síðar kom maðurinn. Hann var á litlum og þröngum fólksvagnsbíl og með honum kona hans og tvö böm þeirra á þessari yfirreið um landið. Mjög viðkunnanlegt fólk og kom á laugardegi, fékk tvö herbergi í skólanum og mallaði í sig sjálft. Konan hélt kyrru fyrir í skólanum 2-3 daga meðan eftirlitsmaðurinn þveittist í bíln- um um Hérað og norðurfirðina til að skoða áburðarreitina og líta eftir hvort þeir væm forsvaran- lega hirtir, slegnir reglulega, vigt- uð taðan af þeim, haldnar skýrsl- ur og geymd sýnishom, líklega til efnagreiningar. Eg hafði feng- ið Gissur Erlingsson, sem þá var endurvarpsstjóri á Eiðum og ágætur enskumaður, til að vera með manninum og túlka, en hinn ameríski sagði að þess þyrfti ekki, eg talaði ágæta ensku og skyldi bara koma með honum ef eg mætti vera að. Eg var til í það þótt eg vissi ekki hvað áburður er á ensku, en hann talaði skýrt og miklu betra að koma orðum við hann en marga hermennina sem eg reyndi að bögglast við á stríðsárunum. Svo tókum við sunnudaginn snemma og náðum einhverjum Fellamönnum í rúminu, en þeir brugðust snarlega við, sýndu reit- ina, skýrsluna og tuggur í bréf- pokum, því að þetta var fyrir plastöld, og eftirlitsmaðurinn var hinn ánægðasti. Við hlustuðum andaktugir á morgunmessuna í útvarpstækinu í bílnum og eg reyndi að útleggja aðalefni morg- unfrétta. Svo kom létt músík með enskum og amerískum slögur- um, þá skrúfaði hann fyrir „með þínu leyfi“ sagði hann. Hann tal- aði aldrei um að vegurinn væri vondur og var mjög hrifinn af mikilli esslaga blindbeygju við brú í Útfellunum, enda var hún snilldarverk, og svo var ekið upp að Klaustri og í Bessastaði. Á úteftirleið töluðum við um daginn og veginn eins og gengur. Hann spurði mig t. d. hvort nokkurs staðar fyrirhittust kommúnistar á svona af- skekktum slóðum heimsbyggð- arinnar og eg sagði honum að svo væri og benti meira að segja á bæ, þar sem Einar var að hirða hey, og sagði að þarna væri kommúnistaframbjóðandi til hreppsnefndarkosninga sem fóru fram í Eiðaþinghá einmitt þennan dag og voru aldrei því vant með svolitlu pólitísku bragði. Þá bauðst hann til að aka mér á kjörstaðinn í Breiða- vað og eg þáði það með þökkum. Hann beið mín á hlað- inu meðan eg skrapp inn og kaus „kommúnistann" eins og hann mundi hafa nefnt viðkomandi lim sósíalistaflokksins. Daginn eftir skrapp eg með honum á Seyðisfjörð að skoða tilraunareit í Fjarðarseli í umsjá Sigtryggs Björnssonar frá Gilsárteigi. Á uppeftirleið- inni hafði hann orð á, mjög var- færnislega að vísu, að sér þætti einkennilegt að enginn þeirra bænda sem tilraunareitina hefðu með höndum hefði látið í ljós þakklætisvott til USA fyrir að koma á þessum geysiþýðing- armiklu tilraunum sem kynnu að skipta sköpum í íslenskum landbúnaði. Morguninn eftir hvarf hann á braut. Og nú leið og beið og eg minnt- ist æ sjaldnar þessa ferðalags með bandarískum eftirlitsmanni um uppsveitir Héraðs og á Seyðis- fjörð. Og svo rann upp kosninga- vorið 1978. Þá var eg að sveitast yfir lokabindi bóka þeirra sem Búkolla nefnist. Þar er í fjórða bindinu mjög glögg og greinar- góð búnaðarsaga Múlasýslna eft- ir Pál Sigbjömsson og aðallega fjallað um tímann síðan 1954. Þar er á bls. 158 - 159 sagt frá fjárframlögum Bandaríkjanna í tilraunastarfsemi þá sem eg hef nú verið að minnast á. Hún bar þann árangur fyrst í stað að árið 1960 varð meðalheyskapur af hektara um helmingur umfram meðallag, svo stórkostlegur varð hinn skjóti árangur af þessum fjárstyrk sem kenndur er við ameríska hershöfðingjann Marshall. En dýrðin stóð ekki lengi, því að sú köfnunarefnis- brúkun sem upp var tekin í trú á þessar tilraunir reyndist til lang- frama hinu íslenska gróðurlendi hreinasta ofraun. Afleiðingin varð (með fleiri orsökum að vísu) hið stórfellda kal á sjöunda ára- tugnum þegar litlu munaði að fjöldi jarða legðist í eyði. Yfir slíkum eyðingarmætti bjó þessi tilraunastarfsemi sem hinn við- kynningargóði Bandaríkjamaður var að líta eftir áðumefnt sumar. Það var því ekkert að þakka, en sumir eru víst þeirrar skoðunar að eðli sumra gjafa fylgi það sem folinn í Austdal slapp við forðum.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.