Austurland


Austurland - 23.12.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 23.12.1984, Blaðsíða 1
Austurland 34. árgangur. Neskaupstað, jólin 1984. 47. tölublað. Neskaupstaður í fyrsta föli haustsins. Ljósm. Sigurður Arnfinnsson. Norðfjörður Þú ennþá átt þinn fagra fjallahring minnfjörður tœr með spegilgljáann mjúka. Þig teygjast þeirra armar allt um kring og ásýnd þína mjúkum fingrum strjúka. Þú brosir enn eins blítt og áður fyrr svo birtu slœr á hlíðarvanga grœna. Þú liggur sem í blíðum blundi kyrr og bláir tindar niður í djúp þín mœna. Og börn þín ennþá brauð sitt fá hjá þér. A brjóstum þínum rœttust vonir margar. Til manndómsþroska ýmsir ólust hér, og enn er sótt á dýpstu mið til bjargar. Á smáum fleytum fjarðarmiðum á hinn fyrsti vísir óx til nýrra dáða. Og nú má þína glœstu sigling sjá, og sífel\t stefnir fram til heillaráða. María Bjarnadóttir.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.