Austurland


Austurland - 23.12.1984, Blaðsíða 7

Austurland - 23.12.1984, Blaðsíða 7
JÓLIN 1984. 7 Greinarhöfundur og frægustu dýr Ástralíu. Það var ekki fyrr en í lok janúar, sem ég sá fyrstu villtu kengúruna, þvl að þœr eru nefnilega ekki hoppandi um göturnar og geymdar í húsagörðum eins og sumir halda. Það merkilegasta við þessar vinnubúðir var, að þetta var allt gert í sjálfboðavinnu og auk þess varð maður að borga fæði. Þama þrælaði fólk 12 -13 tíma á dag og borgaði auk þess með sér og allt var þetta gert fyrir guð. Ég var svo dolfallin yfir þessu, að ég hreifst með. Þama var heilt hús byggt á þremur vik- um og gefið munaðarlausum bömum til að dvelja í. Var þetta sá atburður, sem mest áhrif hafði á mig allt árið. Á eftir þessu vann ég í 2 vikur á skrifstofu í miðborg Sydney og upplifði það að þurfa að ferð- ast á hverjum degi rúma 2 tíma. Þótti Sydneybúum það ekkert merkilegt. í fimm vikur dvaldi ég niðri í Victoriafylki í 25 þúsund manna bæ og vann á safni, sem hafði að geyma ýmsa muni frá Ástral- íunegmnum. Og á sama tíma dvaldi ég hjá fjölskyldu, sem var ca. Va eða Vs Ástralíunegrar. Vom þau aðeins dekkri á húð en ég en annar var munurinn ekki. Það var þama, sem mér leið eins og heima, var töluvert frjálsari en í Sydney. Fjögurra vikna sveitasæla var síðan á dagskrá og var ég á Hetjan ég með „Black Head Python“ vafða um hálsinn. Skelfingarsvipurinn leynir sér ekki. sveitabæ á fjallasvæði vestan við Sydney. Var þetta mjög lítil jörð, enda höfðu þau ekki nema um 400 fjár. Þau voru einnig með eplarækt og á þessum tíma var einmitt verið að tína og pakka þeim. Þama gerðist það, að ég varð að klæðast síðbuxum að nýju, en ég hafði notast við pils fram að þeim tíma vegna hita. En nú var komið haust og einnig stóð bærinn fremur hátt yfir sjávarmáli, það hátt að við fengum stundum næturfrost. Það næsta sem ég gerði var sennilega viðamest. Þá fór ég þvert yfir Ástralíu þ. e. frá Sydney til Perth eða um 4.200 km. Ferðaðist ég eingöngu með rútum og var ég orðin fremur leið á þeim í lokin og svo var landslagið ekkert til þess að taka frá manni hugann. Þegar N. S. W. sleppti, þá fór landslagið að vera alltilbreytingarsnautt, ein flatneskja og gresjur, gular á lit. í Perth dvaldi ég hjá ættingjum, á sérstakri undanþágu samtak- anna. Kynntist ég allmörgum ís- lendingum búsettum þar og hafði það jafnvel af að fara á 17. júní hátíð þar. Þegar ég yfir- gaf Perth um miðjan júní, fór ég norðurleiðina til Sydney, fór ein og ferðaðist að sjálfsögðu með rútum enda ódýrasti ferða- mátinn. Ftoppaði ég úr á hinum og þessum stöðum og dvaldi í nokkra daga. Fór ég upp á topp- inn til Darwin og dvaldi í þeirri rólegheita borg í nokkra daga. Ef ekki mætti alltaf búast við ofsaveðrum þar, þá væri þessi staður paradís á jörð, eins og margir staðir í norðurhluta Ástralíu. Þaðan fór ég niður til Mið-Ástralíu og skoðaði sum náttúruundrin sem eru þar. Tignarleg fjallaskörð og sér- kennileg fjöll. Einnig er dýralíf- ið fjölskrúðugt þar sem annars staðar í landinu. Hrifnust var ég af fjalli (kletti) sem reyndar er einn frægasti klettur í heiminum, nefndur Ayers Rock. Hann er um 8.8 km að ummáli og 348 m hár. Það sérkennilega við hann er, að hann er alltaf að breyta lit eða eftir því hvernig birtan er í kringum hann. En hann er einhvern veginn rauðleitur að lit. Ég hafði séð myndir af honum, en þrátt fyrir það varð ég alveg undrandi að sjá svona risastóran rauðan klett rísa upp úr flatri auðninni. Þetta er eitt af vinsælustu ferðamannafyrir- bærum í Ástralíu og er aðal- sportið að klifra upp á klettinn og skrifa í gestabók, sem þar er uppi. Ég mátti ekki vera minni en aðrir og hélt á brattann. Sums staðar er það bratt, að járnfleygar með járnkeðju í hafa verið reknir í klettinn til stuðnings. Það sem þetta var erfitt, enda hafa nokkrir látist af hjartaslagi við erfiðið. Ég slapp bara með smá öndunarerf- iðleika. Næst hoppaði ég yfir á litla eyju í kóralrifinu, en það liggur úti fyrir norðausturströndinni, og er það stærsta í heiminum. Þau eru svo skrýtin kóraldýrin og litirnir á þeim hreint stór- kostlegir. Þann tíma sem ég átti eftir í landinu notaði ég til að kveðja íslenska fánanum tyllt niður á topp Ayers Rock. The Olgas, álíka frœgir klettar, sjást í baksýn. vini og kunningja í Sydney. Mikil var eftirsjáin en heimþrá- in samt sterkari. Ég hef reynt hér á undan að segja lítillega frá dvöl minni í Ástralíu, en það var bara svo margt sem dreif á daga mína þar, að ég get aðeins sagt frá hluta þess. Eins kynntist ég svo mörgu fólki, að ég get ekki getið þess alls. Mér finnst ég hafa lært svo margt á þessu ári, og ekki bara eingöngu um Ástralíu, heldur einnig um ýmsa siði f heimalöndum hinna skiptinem- anna. Einnig gerði ég mitt besta að kynna ísland og hafði gaman af. Þið hugsið sem svo, að ég hafi ekkert lýst Ástralíu og fólk- inu sem býr þar, en það er bara ekki hægt, því að Ástralía er svo stórt land og margbreytilegt, og fólkið er svo mismunandi. Það eina sem ég get sagt um það er, að það er yfir heildina vingjam- legt og rólegt. yVeihr\ocW^ Felices Navidades p0STH.ss S7t,S9S7135 MERRY CHCKt Kirkja Aðfangadagur Messa á sjúkrahúsinu. Aftansöngur í Norðfjarðar- kirkju kl. 18. Jóladagur Hátíðarmessa í Norðfjarðar- kirkju kl. 14. Annar jóladagur Messa á Kirkjumel kl. 14. Nýársdagur Hátíðarmessa í Norðfjarðar- kirkju kl. 17. Sóknarprestur. Norðfjarðarkirkja.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.