Austurland - 23.12.1984, Side 5
JÓLIN 1984.
5
Rósa Jónsdóttir:
s /
Ar í Astralíu
Ástralía: Stœrð: 7.686.291 km2 skipt í 8 fylki. Höfuðborg: Can-
berra. tbúar um 15 milljónir.
Ég er sannfærð um, að sól
skein í heiði daginn sem ég fékk
að vita að ég fengi að fara sem
skiptinemi til Ástralíu á vegum
skiptinemasamtaka þjóðkirkj-
unnar. Þau samtök má finna í
yfir 20 löndum í 6 heimsálfum.
Er tilgangur þeirra að auka og
stuðla að skilningi, friði og vel-
vild milli þjóða og einstaklinga.
Þrátt fyrir að við ættum að
standa sem mest á eigin fótum,
þá höfðum við svokallaða tengi-
liði, sem leita mátti til með hvað
sem var. Það voru ung hjón sem
voru mínir tengiliðir og reynd-
ust þau mér ómetanleg stoð og
stytta. Það er ekki alltaf dans á
rósum að vera skiptinemi. Var
ég þama í ár ásamt 14 öðmm
skiptinemum frá 12 löndum. •
Ég lagði af stað að morgni
iins 17. ágúst frá Keflavík og
iyrjaði á að millilenda í
jlasgow. Síðan skipti ég um vél
í Kaupmannahöfn og aftur í
Frankfurt. Þaðan flaug ég með
risaþotu til Manila á Filippseyj-
um og tók ferðin 16 - 17 tíma
með millilendingu í Karachi í
Pakistan og Bangkok á Thai-
landi. Þá var eftir lokaáfanginn
til Sydney en þar lenti ég að
morgni 19. ágúst. En ferðin
hafði í raun tekið um 38 tíma.
Það er víst óhætt að segja það,
að ég hafi verið með hjartað í
buxunum af hræðslu alla leiðina
út. Ég var náttúrulega með grát-
stafinn í kverkunum og tárin í
augunum, þegar ég var að
kveðja liðið heima, en það hvarf
fljótt því að það var svo margt
nýtt sem ég sá og eins mátti ég
hafa mig alla við að villast ekki
á þessum risastóru flugvöllum.
Mér var hreint ekki sama, þegar
ég þurfti að fara í gegnum
vopnaleit á flugvellinum í
Frankfurt og þá gerði ég mér
fyrst grein fyrir því, að ég var
komin út í hinn stóra og hættu-
lega heim. Einnig fannst mér
mjög slæmt að vera svona ein á
ferð. Ég hafði átt að fara í lok
júlí og verða samferða skipti-
nemum úr Evrópu, frá
Frankfurt, en vegna smá mis-
taka í sambandi við afgreiðslu
vegabréfsáritunar seinkaði
brottför minni um 3 vikur.
Ég var því fegnust, þegar ég
var komin heiju og höldnu til
Ástralíu og var vel tekið á móti
mér af starfsmönnum samtak-
anna úti. Þar komst ég að því
að ég hafði alls ekki verið eini
skiptineminn í flugvélinni.
ítalski skiptineminn var þar
einnig og álíka einmana.
Höfðum við verið samferða frá
Frankfurt en ekki látnar vita um
Hluti af fjölskyldunni á jóladag.
Skiptinemahópurinn. Efst frá Þýskalandi og Mexico. Miðröð USA, Belgía, Svíþjóð, Þýskaland,
Ítalía, Danmörk. Neðst Austurríki, Finnland, Japan, Sviss, ísland og Colombia.
hvor aðra. Við vorum keyrðar
heim í hús og þar fórum við í
langþráð bað og beint upp í
rúm, enda var þreytan gífurleg.
Okkur var sýnd miðborg
Sydney næstu 2 daga, en eftir
það fórum við til væntanlegra
fjölskyldna okkar. ítalski skipti-
neminn fór til smábæjar nyrst í
New South Wales, en ég til fjöl-
skyldu sem bjó í einni af útborg-
um Sydney. Bjó ég hjá fullorðn-
um hjónum þar fram í janúar-
lok. Áttu þau uppkomin böm
sem bjuggu á Sydneysvæðinu.
Var þetta ákaflega samrýmd
fjölskylda og líf þeirra ákaflega
rólegt, stundum einum of. Það
var nefnilega eitthvað alveg nýtt
fyrir mér að mega akki fara ein
út á kvöldin og fleira í þeim dúr.
Ástæðan var vel skiljanleg, en
ég átti samt mjög erfitt með að
sætta mig við þetta.
Ég byrjaði strax að vinna á
elliheimili þar skammt frá.
Vinnan var að sjálfsögðu
sjálfboðavinna og fengum við
bara ákveðna vasapeninga á
viku. Vann ég við að hjálpa fólki
með handavinnu og lærði ég þar
margt sniðugt. Þarna vann ég
fram að jólum og er víst óhætt
að segja, að fólkið hafi gert allt
sem í þess valdi stóð til að mér
liði sem best. Eins var og með
alla aðra, sem ég kynntist úti.
Það var í lok nóvember sem
ég hitti alla skiptinemana, en
þá vorum við saman í vikutíma
í vinnubúðum við að mála hús
eitt, en aðallega til að kynnast
hvert öðru og skemmta okkur.
Skiptinemarnir bjuggu á víð og
dreif um N. S. W. og Victoria,
og þrátt fyrir að þetta séu
minnstu fylkin í Ástralíu og
virki alls ekki stór á kortinu, þá
má geta þess að N. S. W. er
801.680 km2 og Victoria 227.514
km2 eða rúmlega helmingi
stærra en allt ísland. Svo það
var bæði erfitt og kostnaðarsamt
fyrir okkur skiptinemana að
koma saman. En samtökin
borguðu ferðir fyrir okkur á 4
fundi yfir árið. Var þá oft glatt
á hjalla og margt að ræða um.
Um jólin tók fjölskyldan
sumarhús á leigu við ströndina
sunnan við Sydney. Komu börn-
in og makar þeirra og héldu upp
á jólin saman. Við fórum þang-
að niðureftir á aðfangadag og
komum okkur fyrir, skruppum
í sjóinn og slöppuðum bara af.
En eins og menn sjálfsagt vita,
þá eru jólin að sumri til þarna.
Á jóladagsmorgun fórum við
aðeins á ströndina og síðan í
Múrsteinshúsið sem við byggðum.
jólaguðsþjónustu, þá sérkenni-
legustu sem ég hefi verið í. Var
þetta Baptistakirkja og var
presturinn klæddur venjulegum
buxum og stutterma skyrtu, og
kirkjugestir allir mjög létt-
klæddir, í stuttbuxum og þunn-
um kjólum. Enda veitti ekki af,
því að hitinn var um 30°C hjá
okkur þennan dag og fór í 38°C
í Sydney, og var einn heitasti
dagurinn á árinu. Ég tek það
fram, að þetta var mæit á veður-
athugunarstöð og því má bæta
við nokkrum stigum í húsagörð-
um hjá fólki og á öðrum skjól-
góðum stöðum.
Jólamaturinn var einnig at-
hyglisverður, en það var aðal-
lega salat og niðursneitt kjöt,
eins og maður fékk oft þegar var
heitt í veðri. Það eina sem var
örlítið jólalegt var, að við feng-
um einnig svokallaðan jólabúð-
ing. Hann er líkur ávaxtaköku
nema blautari í sér. Það var ein-
mitt um jólaleytið að ég komst
að því, að ég var að verða þreytt
á blessaðri sólinni okkar, sem þó
átti það ekki skilið. En það fór í
taugarnar á mér að vera alltaf
sveitt egna hitans þama og end-
aði með því að ég flúði inn í hús,
þegar ég sá til sólar, ekki skrýtið
að ég kæmi næpuhvít heim.
Eftir áramótin fór ég í viku í
kristilegar vinnubúðir, sem
haldnar voru skammt frá
Sydney, og átti ég þar ógleym-
anlegar stundir. Við vorum
þarnaum40-50 manns áhverj-
um degi við að byggja íbúðarhús
og höfðum aðsetur í barnaskóla
skammt frá. Var húsið hlaðið úr
múrsteinum, sem þetta fólk
hafði búið til fyrr. Byrjaði mað-
ur að vinna kl. 7 á morgnana og
hætti annaðhvort kl. 7 eða 8 á
kvöldin. Og var þetta virkileg
erfiðisvinna. Fyrsta daginn
minn þarna hélt ég, að ég færi
hreint og beint yfir um af
þreytu. Þannig var háttað, að
húsið var inni í skógi, svo að
ekki bærðist hár á höfði og var
hitinn um 40°C. Þið ættuð að
prófa að keyra hjólbörur, fullar
af sementsblöndu í svona hita í
heilan dag. Mjög eftirsóknar-
vert! Til allrar hamingju þá
rigndi mestalla vikuna. £>