Austurland


Austurland - 23.12.1984, Page 17

Austurland - 23.12.1984, Page 17
JÓLIN 1984. 17 Guöjón Sveinsson: Verkföll Tileiknað húsmæðram landsins gegnum aldirnar méð ástúð og þakklæti Maríus Katarínusson rólaði upp veginn í kveldsólarskininu. Hann var á heimleið, uppábúinn og í sólskinsskapi. Veðrið var mjög heitt, svo að hann hélt á hattinum í hendinni. Petta var sannkölluð sumarblíða, sennilega vatnshiti gæti maður haldið. Það myndi kannski rigna í nótt. En það var ekki einungis þetta himneska veður, sem virkaði vel á Maríus Katarínusson heldur hitt, að á morgun yrði verkfall í plássinu, fyrsta verkfallið á þess- um annars friðsemdar og af- skekkta útkjálka, sem aldrei hafði haft nein áhrif á mál landsins fram til þessa eftir því sem annálar greindu. En nú voru framundan stórkostleg þáttaksil, sannkallað- ur merkisdagur stóð fyrir dyrum, dagur sem myndi letraður gulln- um stöfum í sögu þjóðarinnar um næstu árþúsundir. Maríus Katarínusson setti sér fyrir sjónir fyrirsagnir blaðanna: EITT FÁMENNASTA VERKALÝÐSFÉLAG LANDSINS MÓTMÆLIR KRÖFUM AUÐVALDSINS Og undirfyrirsögnin gæti orðið á þessa leið: Skelegg forysta for- mannsins vekur þjóðarathygli. Já, því ekki það? Var það ekki einmitt hann, Maríus Katarínus- son, sem barðist ótrauður fyrir hinum rétta málstað? Var það ekki hann, sem ætlaði ekki að láta þá stóru beygja sig? Jú, svo sann- arlega. Maríus Katarínusson setti upp hattinn og greikkaði sporið. Hann var víst orðinn of seinn í kvöld- matinn. Maríus Katarínusson var mið- aldra maður, lágur vexti og hold- skarpur. Hann var búinn að vera formaður verkalýðsfélagsins frá stofnun, enda sjálfkjörinn í þá stöðu, hafði verið þrjá vetur á héraðsskóla og unnið um tíma sem utanbúðarmaður hjá kaup- félaginu. Nú var hann vaktfor- maður í nýju síldarbræðslunni og varð að hafa bein í nefinu. Konan beið með matinn. Þetta var holdug kona, ívið hærri en maður hennar og eitt var víst, að hún hafði bein í nefinu. Hún stóð bónda sínum fyllilega á sporði, það er félagsmál varðaði, því að hún var formaður kvenfélags staðarins. Hún leit upp frá upp- vaskinu við komu bónda síns og sagði: - Mikið að þú lætur sjá þig. Hvað hafið þið verið að drolla? - Drolla. Maríus Katarínusson dró við sig svarið. Hann kunni auðsýnilega ekki við þetta ávarp. - Fundurinn stóð til klukkan að verða átta. Við höfum ekki setið auðum höndum. Honum fannst engin ástæða til að minnast á þessi fáu glös, sem þeir stungu út úr í fundarlokin svona til hátíðabrigða. - Jæja, ekki spyr ég að, svaraði konan áhugalaust. - Og hvað gerðist svo sem með leyfi að spyrja? bætti hún við og vottaði fyrir agnarlítilli forvitni í rómnum. Maríus Katarínusson tók ofan hattinn, dró fram stól og settist hægt og varlega eins og þeim ein- um sæmir, er ekki flanar að neinu. Síðan tók hann hníf og gaffal og hóf að flysja kartöflur. - Ertu mállaus eða heymar- sljór? Heyrðirðu ekki um hvað ég spurði? sagði konan. Kannski hafði hún meiri áhuga á þessum fundi en hún lét í veðri vaka. Annars var henni meinilla við verkalýðsstúss bónda síns, þótt hún væri annars félagslega sinnuð eins og frá hefur verið skýrt. En hún var frá gamalgrónu útvegs- bóndaheimili og þar hafði ekki tíðkast taumlaust rótleysi og kröfugerð eins og 1 sjávarplássun- um. - Hægan kona. Maður verður að fá að draga andann. Maríus Katarínusson klauf kartöflu í herðar niður og hóf síð- an aðra upp á atgeir sinn. Það hnussaði í formanni kvenfélagsins og bekkjartuskan fór hamfömm um borð og bekki. En svo ræskti formaður verkalýðsfélagsins sig og tók til máls í tóntegund frétta- manna: - Það sem gerðist í stuttu máli er þetta: Klukkan tuttuguog- fjögur í nótt, hefst verkfall hjá félagi vom og því verður eigi af- létt fyrr en vér fáum framgengt þeim kröfum, sem vér höfum sett fram. Vér höfum nú teygt oss eins langt til sátta og mögulegt er. Maríus Katarínusson ræskti sig að nýju afar hátíðlega. Bekkjar- tuskan hætti skyndilega borð- dansi sínum, konan tók til máls: - Miklir endemis álfar getið þið verið. Ætlar þú virkilega að fá mig til að trúa því, að þið ætlið að hætta að vinna um hábjargræðistímann, sfldin byrjuð að veiðast? Hún setti hendur á mjaðmir og skaut út votum maganum. - Er ég vanur að fara með fleipur? tuldraði Maríus Katarín- usson. - Einhvem tímann verður að taka í taumana og sýna þessum íhaldssálum í tvo heimana, bætti hann við ögn brattari. - Ætli þið sýnið ekki sjálfum ykkur mest í tvo heimana með þessum apakattarlátum. Verkfall, ekki nema það þó! Kvenfélagsformaðurinn skellti á lærið. - Á hverju eigum við að lifa, ef enginn vinna verður. Þú getur sjálfsagt útskýrt það? - O, ætli það renni ekki tvær grímur á þann stóra, þegar síldin fer að vaða við nefið á honum, svaraði Maríus Katarínusson og brosti með sjálfum sér að orð- heppni sinni. - Ég er allt að því orðlaus yfir þessu barnalega hjali. Þið teljið ykkur samt fullorðna, sagði konan. - Menn verða að lifa mannsæm- andi lífí, mælti verkalýðsformað- urinn spámannlegri röddu. -Eng- inn lifir af þessum sultarkjömm, sem boðin em verkafólki í dag. - Ég veit ekki betur, Maríus Katarínusson, en að okkar af- koma, já, og allra hér, hafi aldrei verið betri en einmitt nú. Þú ert kannski búinn að gleyma sultin- um og seyrunni hér í plássinu áður en blessuð síldin kom, en ég man það. Svo þusið þið um mannsæm- andi lífsafkomu. Er það mannsæmandi að leggja niður vinnu, þegar björgin spriklar við landsteinana, en milljónir svelta úti í hinum stóra heimi? Viltu svara því? Konan fleygði bekkjartuskunni á vaskborðið og fór að fást við leirinn hraðhent og hörð undir brún. Maríus Katarínusson svaraði ekki strax. Hann hafði lokið við að færa á disk sinn ilmandi steik og tók að snæða. Eftir að hafa kjamsað og kyngt nokkmm bitum, fór hann að útlista fyrir konu sinni rétt hins vinnandi manns í nútímaþjóðfélagi. Hann talaði líka um, að þegar tekjur þjóðarbúsins hækkuðu, og það gerðu þær svo sannarlega í þessu góðæri, þá ætti hlutur þegnanna að batna, þægindi þeirra að auk- ast svo sem með styttri vinnuviku, lengingu orlofs og fleiru. - Eink- um þeirra lægst launuðu, klikkti hann út með. Konan sagði ekki orð, meðan bóndi hennar lét dæluna ganga, en við síðustu orðin greip hún framí: - Já, já, ég hef heyrt þessi slagorð hundrað sinnum en þau em bara langt uppi í skýjunum og því einungis handa skýjaglópum að gaspra með. En nú langar mig til að spyrja: - Hvað ber ykkur þokkapiltunum á milli, svo þið takið þessa stórkostlegu ákvörð- un? - Þokkapiltunum? Ég skil bara ekki, hvað þú ert að tala um, tuldraði verkalýðsformaðurinn og gaut augunum á konu sína. Hann sá, að nú var hún að komast í versta ham. - Nei, er það. En ætli þú skiljir, ef ég spyrði, hvað ykkur máttar- stólpunum beri á milli? Maríus Katarínusson þagði og velti matnum ólundarlega uppi í sér. Hann var raunar búinn að missa matarlystina, vegna þessa dæmalausa dónaskapar konu sinnar. Fyrr mátti nú vera að kalla þá í stjórn verkalýðsfélagsins og hann Níeljóníus framkvæmda- stjóra þokkapilta. Þó Níeljóníus framkvæmdastjóri væri á mörgum sviðum þröngsýnn, þá var hann þó virðingarverður maður og hafði margt gott gert og átti ekki þennan stimpil skilið, kominn út af honum séra Snorra. Á meðan Maríus Katarínusson var með þessar vangaveltur, ólmaðist kon- an í uppþvottinum. Loks leiddist henni þófið og hún mælti: - Nú, nú, er þetta eitthvert leyndarmál? - Leyndarmál, nei, öðru nær. Við höfum engu að leyna, okkar afstaða er réttmæt og skýr. Fyrst og fremst er hér um að ræða leng- ingu á kaffitímum. Vér í verka- lýðsfélaginu krefjumst þess, að þeir verði fimm mínútum lengri . . . Maríus Katarínusson komst ekki lengra, því að kona hans greip fram í: - Fimm mínútur! Hvað heyri ég! Eruð þið að karpa um fimm mínútur. Nei, nú dámar mér. Það held ég, að ekki sé nokkur vit- glóra í hausnum á ykkur. Nú er mælirinn fullur. Að svo mæltu reif húsfreyja af sér svuntuna, þeytti henni út í hom, og rigsaði út úr eldhúsinu. Rétt á eftir heyrði Maríus Kata- rínusson skellt hurðum. - Skárri er það fordæðuskapur- inn, tautaði verkalýðsformaður- inn og hélt áfram að pota í sig matnum, þótt lystin væri rokin út í veður og vind. Eftir matinn labbaði Maríus Katarínusson inn í stofu og opnaði útvarpið. Guðmundur Jónsson var að syngja „Hraustir menn“. Söng- urinn virtist hafa góð áhrif á verka- lýðsformanninn, því að hann fór að ganga um gólf og raula með. En þegar þulurinn tilkynnti, að næsti liður á dagskránni væri erindi Alexandrínu Axelsdóttur um stöðu konunnar í nútíma þjóðfé- lagi, var verkalýðsformaðurinn fljótur að slökkva. - Nei, ég hef fengið nóg af rök- fræði kvenna í kvöld, sagði hann upphátt, leitaði síðan uppi nokk- ur gömul dagblöð og settist með þau í ruggustólinn. Smátt og smátt færðist höfgi yfir Maríus Katarínusson, blaðið datt úr höndum hans, höfuðið seig ofan á bringuna og brátt mátti heyra verkalýðsforingjann skera hrúta. Um miðnættið, hrökk hann upp og leit eilítið ringlaður í kringum sig. Svo skjögraði hann fram í eldhús. Þar var allt með sömu ummerkjum og um kvöldið. Hvar gat konan verið? Maríus Katarínusson kallaði nokkrum sinnum, en fékk ekkert svar. Greinilegt var, að konan var ekki komin heim. Þá fór Maríus Kata- rínusson að hella upp á könnuna. Svo tíndi hann saman nokkrar brauðsneiðar og drakk kaffið hálffúll og einstæðingslegur. Að því búnu lallaði hann inn í svefn- herbergi og háttaði. Ekki kom konan. Maríus Katarínusson fór að verða eilítið áhyggjufullur og jafnframt forvitinn. Hvað dvaldi hana? Hann var að hugsa um að hringja í konu Jóns Pé til að vita, hvort hún væri þar, en hætti svo við það. Líklega best að lofa henni að rasa út í friði, hugsaði Maríus Katarínusson og dró sængina upp yfir höfuð. Það var komið langt fram á morgun, þegar Maríus Katarínus- son losaði svefninn. Hann leit í kringum sig. Konan steinsvaf við hlið hans og yfir umhverfinu ríkti óvenjuleg kyrrð svona á virkum degi að vera. Maríus Katarínus- son ætlaði að rjúka fram úr, en þá áttaði hann sig. Það var nefni- lega skollið á verkfall og æðaslátt- ur atvinnulífsins lamaður. Hann leit á úrið sitt. Honum brá. Klukkan var að verða hálftólf og konan steinsofandi. Það var ekki venjulegt. En svo áttaði Maríus Katarínusson sig. Hún hafði verið að skrölta úti fram á nótt og var því sjálfsagt syfjuð. Maríus Kata- rínusson glotti í kampinn. Síðan fór hann að tína á sig spjarimar. Að því búnu gekk hann fram. Sólskinið flæddi á móti honum gegnum stofugluggana og þegar hann Ieit út, blasti hafið við eins og spegill, því að blankalogn var á. Maríus Katarínusson vappaði fram í eldhús. Þar var allt með sömu ummerkjum og kvöldið áður. Það svo sem benti til, að konan hefði verið fremur seint á ferð. Hún var ekki vön að ganga til sængur með óreiðu á hlutun- um. Hún var reglusöm og katt- þrifin, konan, það varð Maríus Katarínusson að viðurkenna og var raunar stoltur af. Hitt var ann- að mál, að hún gat tekið helst til mikið upp í sig á stundum og var raunar árans galli - en enginn er víst fullkominn. Á meðan Maríus Katarínusson hugleiddi þetta, svolgraði hann í sig moðvolgt kaffiskólpið frá í gærkveldi og bruddi með því harða kleinu. Það gerði ekki svo mikið til, það var að koma mið- degisverður. Það væri líklega réttast, að hann stuggaði ögn gætilega við konunni. Sjálfsagt var henni enginn greiði gerður með því að láta hana sofa yfir sig. En Maríus Katarínusson þurfti engar áhyggjur að hafa, konan 0

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.