Austurland - 23.12.1984, Qupperneq 18
18
JÓLIN 1984.
var vöknuð, er hann kom inn í
svefnherbergið og var að fletta
„Vikunni“. Bóndinn bauð góðan
dag og konan tók notalega undir.
Já, búin að jafna sig eftir snerr-
una í gærkvöldi, hugsaði Maríus
Katarínusson og dró andann
léttar. Hún gat verið fljót til og
<æst sig upp út af málum, sem hún
var ekki beint vel heima í. Pau
voru ekki auðveld viðfangs þessi
verkalýðsmál, allra síst nú á
dögum og ekki hægt að ætlast til,
að hver og einn kryfi þau til mergj-
ar umhugsunarlaust.
En þó að konan virtist í góðu
skapi, vildi Maríus Katarínusson
fara að öllu með gát. Hann gekk
að glugganum, dró frá ytri gardín-
urnar og sagði:
- Það er blíðan.
Konan fletti blaðinu, rýndi í það
af áhuga, en svaraði þó eins og ann-
ars hugar: - Jæja. Líklega veiða þeir
þá síldina. Kannski fylla þeir þræm-
ar hjá sér héma fyrir austan.
Maríus Katarínusson kipptist
við eins og rekinn hefði verið í
hann glóandi teinn.
Andskotans síldarvella var
þetta. Það virtist ekkert annað
komast að hjá konunni. Líklega
var hún enn við sama heygarðs-
hornið, þrátt fyrir lygnt yfirborð.
Annars væri það svo sem eftir
þeim, amlóðunum fyrir austan, að
fylla allt hjá sér. Ekki þorðu þeir
í verkfall. Annars ætlaði Maríus
Katarínusson ekki að láta hleypa
sér upp, hann ætlaði að láta sem
hann hefði ekki heyrt þessi um-
mæli konunnar. Hann snéri því
frá glugganum og sagði:
- Ég er að hugsa um að dytta
að girðingunni í dag. Það hefur
trassast.
- En hvað það er gott, sagði
konan. Svo leit hún upp úr blaðinu
með uppgerðarundmnarsvip og hélt
áfram: - En mátt þú nokkuð vinna?
- Skárri er það nú spurningin.
Auðvitað má ég vinna hjá sjálfum
mér, svaraði verkalýðsformaður-
inn og var sármóðgaður.
- Jæja, góði. Ég skil víst ekki
þessi verkalýðsmál, þau eru á svo
háu plani, sagði konan. Hún var
ljúfmennskan uppmáluð. En svo
benti hún í blaðið og sagði: -
Sjáðu, - Finnst þér þessi þvottavél
ekki flott? Gaman væri að geta
keypt svona vél, sú gamla orðin
algert skrapatól. En því verður
víst ekki að heilsa, ef. . .
Hér steinþagnaði konan og beit
á vör. En þessi þögn sagði meira en
mörg orð. Maríus Katarínusson ætl-
aði að svara þessu flatneskjulega
rósamáli á viðeigandi hátt, en áttaði
sig í tíma, taldi upp að tíu í huganum
og náði við það andlegu jafrivægj.
- Á ég að hita upp ofninn eða
setj a upp vatn? Það er víst að nálg-
ast hádegi, sagði hann varlega.
Hann var orðinn sársvangur.
Konan svaraði ekki, en rýndi á
ný ofan í blaðið stútfull af áhuga.
Loks leit hún upp og sagði: - Vatn,
varst þú eitthvað að tala um vatn,
góði minn?
Maríus Katarínusson endurtók
fyrri ummæli.
- Ef þú ætlar að elda eitthvað,
þá geturðu gert það. En fyrir mig
er það óþarfi, því að ég er komin
í verkfall, svaraði konan.
Maríus Katarínusson glápti
fremur ógáfulega á konu sína.
Hafði honum misheyrst eða hvað?
Hann stamaði: Ve-verkfall, sagð-
irðu verkfall?
Konan leit snöggt upp og svar-
aði festulega: - Já, ég sagði það,
VERKFALL, hún stafaði orðið.
- Ertu viss um, að þú sért ekki
eitthvað lasin? spurði verkalýðs-
formaðurinn með vaxandi undrun.
Formaður kvenfélagsins hló.
Já, mér er alvara. Geturðu ekki
hafa forkjulast í gærkveldi? Ertu
ekkert slæm yfir höfðinu?
- Hvaða flónskuhjal er þetta?
Finnst þér ég eitthvað lasleg?
- Ne-ei, að vísu ekki, en, en é-ég
skil ekki almennilega við hvað þú
átt. Maríus Katarínusson var alveg
dolfallinn svo ekki sé meira sagt.
- Ekki það. Ég hélt, að þú ættir
manna best að vita, hvað verkfall
er, sjálfur verkalýðsforkólfurinn,
svaraði konan, hallaði sér á
koddann, lagfærði brjóstahöldin
og brosti blítt til bónda síns.
- Það má vel vera, að ég viti
það, en . . . en, nú gerði Maríus
Katarínusson sér upp hlátur. - Á
þetta að vera eitthert sprell?
Konan settist upp og brosið
hvarf af andlitinu.
- Sprell, nei öðru nær. Ef þú
stendur í þeirri meiningu, þá skal
ég koma þér í skilning um hvað ég
meina: - Frá og með deginum í
dag elda ég hvorki né þvæ, né ræki
aðrar húsmóðurskyldur á þessu
heimili, fyrr en þið hafið aflétt
ykl^ar heimskulega verkfalli, byrj-
ið að vinna eins og ærlegir menn
og hana nú!
Eftir þessa kjarngóðu yfirlýs-
ingu, varð þögnin alger nokkur
andartök. Þá tók Maríus Katarín-
usson til máls og reyndi að brosa:
- Tja, hérna. Er þér alvara?
- Er ég vön að fara með fleipur?
svaraði konan snöggt.
Þá vissi Maríus Katarínusson,
að henni var fúlasta alvara. Hann
vissi ekki,hvort hann átti að hlæja
eða gráta. Hann gerði því hvorugt,
heldur sagði:
- Heldurðu að ég láti þig komast
eitthvað með þetta verkfall okkar
með einhverjum hótunum? Nei,
og aftur nei. Ég fer bara og kaupi
fæði hjá honum Nonna Pé.
Þar með rauk Maríus Katarín-
usson á dyr. Rétt áður en hann
þeyttist fram í forstofuna, heyrði
hann konuna kalla: - Verði þér að
góðu!
Hann skellti aftur forstofu-
hurðinni, svo að húsið nötraði.
Svo geystist hann niður götuna og
jakkalöfin stóðu sem stél aftur af
honum. Þegar hann kom inn til
Jóns Pé, var hann að hita sér kaffi.
- Hér er nú fremur dauf að-
koma, vældi Jón Pé. Hann var rit-
ari verkalýðsfélagins, langur og
krangalegur með afar stórt barka-
kýli, sem gekk í bylgjum, þegar
eigandinn talaði.
- Nú, er kerlingin dauð . . . ég
meina er konan lasin? gusaðist út
úr Maríusi Katarínussyni.
- Miklu verra en það. Konan
nefnilega neitar að gera nokkurt
hætishót, fyrr en verkfallinu verð-
ur aflýst.
Barkakýli Jóns Pé fór ham-
förum.
Nú, svona lá þá í því. Það hafði
þá verið þetta, sem þær höfðu ver-
ið að brugga fram á nótt, heiðurs-
kvinnurnar hugsaði Maríus Kata-
rínusson. Hann sagði nú Jóni Pé
það sem á dagana hafði drifið.
-Áttuvið,aðþínkerl . . . kona
sé komin í verkfall? vældi Jón Pé,
þá Maríus Katarínusson hafði lok-
ið máli sínu.
- Já, einmitt, mín kerling. Það
er mergurinn málsins, skilurðu
það, svaraði Maríus Katarínusson
heldur ónotalega. Satt best að
segja var Jón Pé stundum frá-
munalega seinn að fatta hlutina,
enda heldur þunnar í roðinu fund-
argerðirnar hans, en það varð að
tjalda því sem til var.
Svo þögðu þeir drykklanga
stund, verkalýðsleiðtogarnir og
Jón Pé lauk við að hella upp á
könnuna.
- Hvað er nú til ráða? tautaði
Maríus Katarínusson svona eins
og frekar við sjálfan sig.
Ég vissi, að þetta verkfall var
mesta flan, sagði Jón Pé og hellti
kaffi í bolla handa yfirboðara
sínum.
- Vertu ekki að þessu dauðans
jarmi. Heldurðu að við séum ekki
menn til mæta þessu. Það næða oft
svalir vindar um menn í ábyrgðar-
stöðum. Áttu mola? spurði verka-
lýðsformaðurinn.
Jón Pé ýtti sykurkarinu til
Maríusar Katarínussonar og mælti
heldur luntalega:
- Mér kemur þetta ábyrgðarhjal
lítið við. En hitt veit ég, að ég vil
minn mat.
- Þarna er þér rétt lýst, Nonni
minn. Þú ert eiginhagsmunaseggur
og grútarsál og furðulegt, að þú
skulir hafa gengið í nokkurt stétt-
arfélag. Þú hefur þrælslund. Þú
vilt sem sagt guggna á verkfallinu?
Jón Pé kinkaði kolli. - Það var
líka mokveiði í nótt, bætti hann
við.
- Mér er andskotans sama um
alla veiði, mér er annara um ær-
una. Nú þurrkar þú þennan keitu-
svip af andlitinu og svo förum við
niður á matsölu og fáum okkur ær-
lega máltíð. Á eftir muntu líta ver-
öldina bjartari augum.
- Ég hef nú aldrei getað verið
iðjulaus og jafnframt bjartsýnn,
sagði Jón Pé, en fór að leita að
jakkanum sínum. Rétt á eftir
héldu þeir félagar í átt til matsöl-
unnar úti á tanganum.
En þar var allt lokað og Iæst. Á
hvítt pappaspjald er fest var innan
á gluggann í útidyrahurðinni var
letrað með rauðri krít:
Hér verður ekki opnað, fyrr en
samningar takast milli
atvinnurekenda og
verkalýðsfélagsins og verkfallinu
aflýst.
Nú fór að kárna gamanið. Það
var greinilegt, að hér voru öflug
samtök á ferðinni.
- Þessi vitleysa jaðrar við upp-
reisn, sagði Maríus Katarínusson
og horfði á græna fólksbifreið
renna upp að matsölunni. Hann
þóttist kenna, að þar var Níel-
jóníus framkvæmdastjóri á ferð.
Framkvæmdastjórinn snaraðist
út úr bifreið sinni, gekk til þeirra
félaga og bauð góðan dag. Þeir
tóku eilítið dræmt undir. Eins og
allir vita, er andrúmsloft stundum
rafmagnað, þegar tveir andstæðir
pólar mætast. Framkvæmdastjór-
inn las á skiltið og sagði svo bros-
andi: - Þær eru harðar í horn að
taka eða finnst ykkur ekki?
- Þær eru bandvitlausar. Þetta
er lögleysa, sagði Maríus Katarín-
usson.
- Nú, hefur kvenfólk ekki rétt
á að fara í verkfall? spurði fram-
kvæmdastjórinn og brosti enn og
klóraði sér undir hattbarðinu.
- Ja, jú, það má vel vera, en
þær verða þá að boða það með
löglegum fyrirvara, sagði verka-
lýðsformaðurin.
- Við verðum að vera umburðar-
lyndir. Þetta er víst fyrsta verkfallið
þeirra og von á einhverjum form-
göllum. En þær verða fljótar að læra
á þetta. Næsta verkfall boða þær
örugglega með löglegum fyrirvara,
sagði framkvæmdastjórinn.
- Fjandinn fjarri mér. Ég er
glorhungraður, sagði Jón Pé.
- Sama segi ég. Það er víst best
að koma sér heim og reyna að
malla eitthvað í sig, sagði fram-
kvæmdastjórinn.
Verkalýðsoddvitamir litu með
nokkurri furðu á framkvæmda-
stjórann, og svo spurði Maríus
Katarínusson með hæfilegri hlut-
tekningu:
- Er konan þín lasin?
- Nei, ekki aldeilis. Skiljið þið
ekki, hún er ritari kvenfélagsins,
svaraði Níeljóníus.
- Áttu við, að hún sé líka í þessu
verkfalli? sagði Jón Pé og reyndi
ekki að Ieyna furðu sinni.
Níeljóníus framkvæmdastjóri
hló hátt.
- Já, það máttu bóka. Hún er
stéttvís og stéttarfélög em ráðandi
afl í nútíma þjóðfélagi.
Að svo mæltu gekk hann að
bifreið sinni og steig inn. En það
var sem hann ætti eitthvað ógert,
því að hann dró niður rúðuna og
kallaði til þeirra félaga: - Þið eigið
kannski samleið!
Verkalýðsforingjamir litu hvor
á annan, síðan á luktar dyr mat-
sölunnar og loks til bílsins. Jú, þeir
áttu víst samleið og þeir stigu inn
í bifreiðina. Framkvæmdastjórinn
ók af stað. Það var mjög notalegt
að láta afleiðingar andstreymisins
líða úr sér í dúnmjúkum sætunum
og svo var framkvæmdastjórinn
svo ári kumpánlegur, bauð vindla
og ópal.
Framan við frystihúsið var num-
ið staðar. Framkvæmdastjórinn
drap á bílnum og sneri sér að
verkalýðsforingjunum, sem sátu í
aftursætinu.
- Það má nú segja, að dregið hafi
til tíðinda hér í okkar ágæta plássi -
bara tvö verkföll, sagði hann.
Það hnussaði í Maríusi Katarín-
ussyni. - Öllu má nú nafn gefa. Þetta
er óhæfa, ég meina þessi frekja kven-
fólksins.
- Þama fer drekkhlaðinn síldar-
bátur austur, sagði Jón Pé.
Maríus Katarínusson hrökk við.
Ætlaði hann nú að fara að þylja
þessa síldarvellu líka. Hann gaf Jóni
Pé þéttingsfast olnbogaskot.
- Já, það var víst ágæt veiði í nótt,
svaraði framkvæmdastjórinn.
- Kitlar ykkur ekki í lófana? bætti
hann svo við.
- Þeir sem standa í réttlátri bar-
áttu, láta ekki stundarhagnað brjála
skynsemina, mælti verkalýðsfor-
maðurinn festulega.
- Rétt, vafalaust rétt, sagði fram-
kvæmdastjórinn og kinkaði kolli. - En
án alls gamans, þá getum við ekki neit-
að því, að við erum líklega beint og
óbeint oddamennimir í þessum verk-
föllum. Og þar sem ansans ári lítið er
að gera, þá ættum við kannski að
spjaUa örlítið um þau.
Jú, verkalýðsformanninum fannst
það vel koma til mála og þá gengu
þeir allir upp á skrifstofu frysti-
hússins.
Nokkm upp úr hádegi veitttu
menn í plássinu því athygU, að eitt-
hvað stóð til á skrifstofu frystihúss-
ins. Menn komu þaðan út og hentust
um plássið, komu til baka með fríðu
föruneyti. Þóttust þeir, er mann-
glöggir voru, kenna þar stjómar- og
trúnaðarmenn verkalýðsfélagsins og
jafnvel kaupfélagsstjórann. En hvað
um það, eitthvað var á seyði.
Upp úr miðaftanskaffinu mátti
sjá, að búið var að festa upp auglýs-
ingar á raflínustaura plássins. Þar
mátti lesa, að samningar hefðu tekist
milli atvinnurekenda og verkalýðs-
félagsins og væri þar með verkfallinu
lokið. Það vitnaðist raunar aldrei
fyllilega, hvað fólst í þeim samning-
um - en það er önnur saga. Hitt var
staðreynd, að verkfallinu var lokið.
Skæðar tungur höfðu líka á orði, að
sumar auglýsingamar hefðu hallað
ærið undarlega og töldu orsökina
fyrir þeim halla, að slagsíða hefði
verið á þeim, sem festu þær upp, en
allir vita, hvemig slúðrið skmmskæl-
ir sannleikann.
Um kvöldið stóð svo kvenfélagið
fyrir dansleik og veitingum í sam-
komuhúsinu. Þar kom saman meiri-
hluti þorpsbúa og var gleðskapur
mikill. Maríus Katarínusson og frú
vom þar mætt, en þau höfðu ekki
fengið sér snúning þó ærið lengi. Og
satt best að segja, þá lá einkar vel á
Maríusi Katarínussyni, verkalýðs-
formanni og hann var raunar örlítið
upp með sér, því satt best að segja
fannst honum, að þessi gleðskapur
væri sér og konu sinni talsvert mikið
að þakka.
(Eftir uppkasti 1965, endurskoðað
oghreinritaðdagana4. -26. okt. 1984).