Austurland - 23.12.1984, Page 20
20
JÓLIN 1984.
Barnaefni
Unnið af starfsfólki
barnaheimilisins Sólvalla
í Neskaúpstað
Skreytum hús
með greinum grœnum
Skreytum hús með greinum grœnum
Fa la la la la, fa la la la la
Gleði ríkja skal í bœnum
Fa la la la la, fa la la la la
Tendrum senn á trénu bjarta
Fa la la la la, fa la la la la
Tendrum Ijós í hverju hjarta
Fa la la la la, fa la la la la
Ungir gamlir allir syngja
Fa la la la la, fa la la la la
Engar sorgir hugann þyngja
Fa la la la la, fa la la la la
Jólabjöllur blíðar kalla
Fa la la la la, fa la la la la
Boða frið um veröld alla
Fa la la la la, fa la la la la
Þjóðlag frá Wales
Skín í rauðar skotthúfur
Skín í rauðar skotthúfur
skuggalangan daginn
Jólasveinar sækja að
sjást um allan bœinn
Ljúf í geði leika sér
lítil börn í desember
Inn í frið og ró, út í frost og snjó
því að brátt koma björtu jólin
bráðum koma jólin
Upp á lofti, inn í skáp
eru jólapakkar
Titra öll af tilhlökkun
tindilfættir krakkar
Komi jólakötturinn
kemst hann ekki í bæinn inn
Inn í frið og ró, inn úr frosti og snjó
því að brátt koma björtu jólin
bráðum koma jólin
Stjörnur tindra stillt og rótt
stafa geislum björtum
Norðurljósin loga skær
leika á himni svörtum
Jólahátíð höldum vér
hýr og glöð í desember
Þó að feyki snjó, þá í frið og ró
við höldum heilög jólin
heilög blessuð jólin
Franskl þjóðlag.
Textahöf. Friðrik Guðni Þórleifsson.
Jólagóðgæti
Möndludeig
V2 kg möndlur
V2 kg flórsykur
eggjahvíta eða vín
(sherry, koníak eða romm)
Möndlumar em settar í sjóð-
andi vatn, og suðan látin koma
upp. Vatninu hellt af og hýðið
strokið af möndlunum með
höndunum. Breitt úr möndlun-
um á fat, bíði til næsta dags.
Möndlumar saxaðar 1-2
sinnum, best er að saxa þær í
möndlukvöm, í seinna skiptið er
sykurinn saxaður með. Þá er
eggjahvítan eða vín sett út í og
deigið hnoðað. Nota má vatn, en
þá geymist deigið ekki eins vel.
Þegar móta á úr deiginu, má
hnoða meiri flórsykri upp í það til
drýginda (200 - 300 g) en þá verð-
ur möndludeigið ekki eins gott.
Geyma má deigið ómótað í
málm- eða smjörpappír nokk-
urn tíma. Eins má vefja deigum
klút utan um það.
Eigi að geyma deigið eða það,
sem er mótað úr því, lengi, er
rétt að setja möndlurnar og syk-
urinn, eftir að búið er að saxa
það, í pott og hita við hægan
hita stutta stund og hræra við-
stöðulaust í því á meðan, kæla
það síðan og hnoða.
Randamolar
300 g möndludeig
kakó
rauður, gulur eða grœnn
ávaxtalitur
Deiginu er skipt í þrjá hluta:
1. litaður með ávaxtalit,
2. litaður með kakói,
3. ólitaður.
Öll deigin flött út í álíka stór-
ar kökur, sem lagðar eru saman
eins og terta, með eggjahvítu
eða vatni á milli laga. Hvíta kak-
an er höfð í miðjunni. Skorið
sundur í litla tigla eða tekið und-
an litlum mótum.
Blandaðar kúlur
125 g rifið súkkulaði
125 g kakó
50 g möndlur
250 g flórsykur
125 g rúsínur
saft
Súkkulaði og annað er skorið
smátt og hrært saman við flór-
sykurinn. Vætt með góðri saft.
Hnoðað í jafnar kúlur, snúið
upp úr flórsykri.
Jólakaramellur
4 dl sykur
2V2 msk. sýróp
4 dl rjómi
4 dl kakó
60 g smjör
75 g hnetur
Allt annað en hneturnar er
sett í þykkan pott og soðið við
vægan hita, hrært viðstöðulaust
í. Þegar það fer að þykkna er
dropi af því settur í kalt vatn,
og ef hann heldur iögun, er
þetta hæfilega soðið. Þá er
brytjuðum hnetunum bætt út í.
Hellt í smurt mót. Skorið í bita
þegar það er hálfkait.