Austurland


Austurland - 23.12.1984, Síða 27

Austurland - 23.12.1984, Síða 27
JÓLIN 1984. 25 Gunnlaugur Árnason: Ævintýri að austan Mihningabrot Bergkvists Stefánssonar, Fáskrúðsfírði, með ívafí Það var fast sóttur sjórinn á franska tímabilinu áfjörðunum. Ég var ungur þá, en samt orðinn formaður á fleytunni. Við vor- um þrír á opnum vélbáti. Með mér voru Finnur, miðaldra maður, hálfgerður háðfugl, ef svo bar undir, og drap tittlinga í sífellu, og Sigurður, ungur maður, einfaldur og trúgjarn með miklar gróðahugmyndir í sambandi við sjósóknina. Það var komið fram í apríl. Við rérum með línu og sóttum venjulega fram í álinn. Fiski- gengd var óvenju mikil. Svo var það einn morguninn, að norðaustan blika var til hafs- ins og byrjað að kula, þegar við fórum á sjóinn. Hann bætti í gráðið, eftir því sem utar dró í fjörðinn. í fjarðarkjaftinum var kominn stormur og slyddubyl- ur. Ég sá, að bátarnir, sem lengra voru komnir, lágu undir áföllum. - Jæja, ekki leggjum við í ál- inn í dag, sagði ég og leit á þá Finn og Sigurð. - Slæmt, slæmt, sagði Finnur og drap tittlinga, - Ekki kostar svo lítið beitan á alla þessa línu. Siggi sagði ekkert, en ók sér vonleysislega á þóftunni. Það varð úr, að ég vék inn á fjörðinn aftur, þar til við kom- um á svokallaðan Boða. Þar var stormur en sjólítið. Þar lögðum við og hafði enginn lagt þar og var lítil fiskivon þar svona snemma. -Enginn fiskur, sagði Finnur, - tómar tindabikkjur og hala- negrar. Ég leit á Sigurð. Hann var a. m. k. fjórum þumlungum lægri á þóftunni en venjulega. Við gáfum línunni góðan legutíma. Svo var farið að draga. Það var ekki beint hægt að segja, að það lýsti, en það var fiskur á hverju járni. Það var steinbítur. Og það stóðst á endum, þegar síðasti krókur var dreginn, var báturinn orðinn hlaðinn. Jú, dálítið hafði Siggi hækkað á þóftunni, en ekki mikið, því að steinbítur var ekki í háu verði. Finnur var að draga uppistöð- una og rak þá augun, er þau stoppuðu augnablik, í þústu á reki skammt frá okkur. - Þama kemur nú ein kúgild- isærin frá Nesi rekandi, sagði Finnur. Er uppistaðan var dregin, keyrðum við að þessu. Nei, þetta var ekki kúgildisær frá Nesi. Þetta var einhver feitmik- ill klumpur, hvítleitur og bríl- ugur. Ég ætlaði að láta þetta eiga sig, þegar Finnur sagði: - Ambur, ambur, þetta er hvala- ambur og nefndi svo ævintýra- legar upphæðir í sambandi við amburinn, að okkur Sigga bók- staflega féllust hendur. Samt áttuðum við okkur von bráðar og hófumst handa að innbyrða amburinn. En hann var ekki nægilega haldgóður til að inn- byrða hann með goggnum og bókstaflega engum tökum tak- andi. En Finnur sagði: - Inn með amburinn, inn með amburinn. 'Það varð mitt fangaráð að fara úr stakknum, og í hann var amburinn látinn renna og síðan svipt inn og látinn ofan á stein- bítskösina. Ég stóð hins vegar stakklaus í hríðinni og Siggi við hliðina á mér og andlitið var eins og spurningamerki. Svo stamaði hann út úr sér: - Hva, hvað kost- ar ambur? - Eftir því sem Finnur segir, þurfum við ekki að róa meira á þessari vertíð, sagði ég og setti á fulla ferð til lands. Veðrið var svipað. Ég var rennvotur. Sig- urður kom aftur í. Hann var allt- af vanur að koma til þess að fá reyktóbak í pípuna sína. Hann fór alltaf tóbakslaus á sjóinn. Nú brosti hann útundir eyru. - Það var mikið lán að finna ambur, nú þarf ég að segja pabba. Ég þagði dálitla stund og hug- leiddi, að ég hafði séð franska skútuá höfninni, þegar við fór- um á sjóinn. - Já, Sigurður minn, sagði ég, - þú þarft að segja honum fleira. Nú þurfum við að fá hann til að selja steinbítinn í Flandrarann. Haraldur faðir hans var al- vanur að versla við Fransmenn. Siggi kinkaði kolli og brosti út í bláinn og það virtist bregða fyrir bæði koníaki og flandrara- kexi á andlitinu á honum. Brátt var fjörðurinn á enda og báturinn seig þunglamalega upp að bryggjunni. Við settum fast. Á uppfyllingunni var stór hópur af fólki, sem var kominn til að skoða aflann, og þegjandi tókum við stakkinn minn og hvolfdum úr honum fyrir fram- an hópinn. - Hvað er þetta? spurði fólkið. Finnur deplaði augunum og varð fyrir svörum: - Þetta er hvalaambur, og fólkið stóð í þögulli undrun, því að í þessum firði hafði enginn Gunnlaugur Árnason. séð hvalaambur. Það höfðu að- eins verið á reiki dularfullar og óljósar sagnir um einhvern Fær- eying, sem hafði norður á Langanesi keypt svona klump á sjötíu krónur og hafði síðan orðið stórríkur maður í sínu heimalandi. En hér í nærsveit- um hafði enginn grætt túskild- ingsvirði á hvalaambri. Ég fór heim og hafði fata- skipti. Þegar ég kom aftur, var Haraldur gamli kominn: - O, ho, nú þykir mér aldeilis! Við verðum allir stórríkir menn og komdu nú blessaður. Meðan við Haraldur gamli stóðum þegjandi og virtum fyrir okkur stykkið, þá vaknaði hjá okkur sú spurning, hvað við ætt- um að gera við þetta. Umfram allt þá var þetta hvalaambur. Urðu nú nokkrar bollaleggingar um það, hvað gera skyldi. Har- aldur kvað upp úr með það: - Við sækjum lækninn, ekki vegna þess að neinn sé veikur, heldur er þekkingu okkar í efna- fræði mjög ábótavant. Það varð úr, að læknirinn var sóttur. Hann kom að vísu ekki með hlustunarpípu um hálsinn, en hann rannsakaði stykkið vel og vandlega, skar í það svona hér og þar og þefaði úr sárinu. Síðan kvað hann upp sinn dóm. Nei, þetta var ekki hvalaambur, en hvað það var, vissi hann ekki. Það vissi enginn. Burtu með það, í sjóinn. Og í sjóinn hent- um við því. Ekkert mundi minna mig á hvalaambur framar nema brílan í stakknum mínum, sem ég mundi ekki ná úr honum næstu daga. Það voru þegjandalegir menn, sem reru út að frönsku skútunni þann daginn til að selja steinbít. Samt lét Haraldur þau orð falla, að verra væri að gæta fengins fjár en að afla. Þegar út í frönsku skútuna kom, færðist Haraldur allur í aukana. Hann stökk um borð og pataði lengi við franska skipstjórann og kom síðan út að borðstokknum og skipaði okkur að henda upp aflanum og sagði, að við fengjum óvenjulega gott verð fyrir. Hrúgan á dekkinu var álitleg og þeir frönsku hinir halavökr- ustu í kringum kösina, hlógu og pötuðu mikið og drukku rauða- vín úr tinkrúsum sínum. Haraldur, sem fengið hafði koníak í káetunni, var hinn reif- asti og vatt sér að okkur og sagði: - Jæja, drengir, þá skulum við koma, og gerði sig líklegan til að fara niður í bátinn. En eitthvað gerði Sig- urður sonur hans sig ekki ánægðan með þetta og hikaði við lunninguna og stamaði: - En, borgunin? Haraldur yppti öxlum og sagði, að við fengjum ekki greitt fyrr en klukkan tíu um kvöldið. Jæja, við því var ekkert að gera og við rerum í land. en illa leist mér á að eiga eftir kaup við Flandrarana. Það var allmjög rokkið og húmið sigið yfir lög og láð, er við Haraldur rerum út í frönsku skútuna til að sækja koníakið og kexið. Nú var minna um að vera hjá þeim frönsku. Nú sást engin hræða á dekki, og við Haraldur fórum um borð. Lúkarinn var læstur. Haraldur fór að káet- unni og leit niður. Þá virtist eins og hann lyftist frá dekkinu og hann leit til hliðar við kappann og bað guð að hjálpa sér. Ég leit niður og varð það sama fyrir og Haraldi, að horfa til hliðar, því að niðri í rökkrinu sást blásvart byssuhlaup og móaði í hvítan mannsfingur, er hélt um gikkinn. Við Haraldur forðuðum okk- ur í bátinn og ráðguðumst um, hvað gera skyldi. Ég vildi fara í land og safna liði. Það var nóg af hraustum strákum og góðum byssum í landi. Ekki vildi Har- aldur það, en kvað loks upp úr með það, að við sæktum lækninn. Ekki heldur nú vegna þess að neinn væri veikur eða særður, heldur var læknirinn franskur konsúll. Við rerum upp að fjörunni fyrir framan læknisbústaðinn, og Haraldur fór að sækja lækninn. Ég beið lengi, en að lokum kom hann og sagði sínar farir ekki sléttar. Læknirinn var háttaður og vildi ekki koma, en gaf okkur það loforð að fara með okkur klukkan tíu morgun- inn eftir og við það sat. Ég var mættur í birtingu morguninn eftir með skipshöfn minni og Haraldi. Við létum bjóðin í bátinn og bjuggum okk- ur undir róður. Og nú vöknuðu þeir frönsku og virtust ætla að róa líka. Ankeriskeðjan rann inn með skrölti og hvítum seglum var ekið í skyndi og brátt herti skút- an skriðinn undan norðankald- anum, sem stóð út fjörðinn. Segl hófust og brátt var hún horfin fyrir næsta tanga. Við stóðum þegjandi og horfðum á eftir skútunni og þeir feðgarnir með opinn munninn. Loks rauf ég þögnina og sagði: - Jæja, strákar, þá skulum við koma okkur á sjóinn. Og við slepptum og lögðum af stað út fjörðinn. Læknirinn var að koma niður sneiðinguna, en Haraldur stóð á bryggjunni. Nú var ekki frá því, að mér sýndist hann eitt- hvað lasinn. Sigurður var þögull og fár og fékk sjaldan í pípu sína í næstu róðrum, þó að fiskiríið væri með afbrigðum gott. Og Finnur brosti í kampinn og depl- aði augunum í sífellu. Um haustið réði ég skipi mínu til hlunns í fullkominni óvissu um framtíðina. Við félagarnir höfðum fiskað vel, en þegar upp var gert, höfðum við haft til hnífs og skeiðar yfir úthaldið en heldur ekki meira. Það var C> Bergkvist Stefánsson á Litlatindi. í baksýn Kyrruvíkurskriður, Krossanessfjall og Flesin. Ljósm. Nanna Pórðardóttir.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.