Austurland


Austurland - 23.12.1984, Qupperneq 31

Austurland - 23.12.1984, Qupperneq 31
JÓLIN 1984. 29 Skrúður og Engihjallasund. Til hægri sér í nyrsta hluta Andeyjar utan Selavogs. Ljósm. Gísli Árnason. þar sem hann er annars vegar. Hann var líka þama hjá mér, já hann var ansi svona nærgöngull. Ég tímdi nú ekki að eyða skoti á hann, ja hann hafði eiginlega heldur ekki gert mér neitt. Ég leit á Jökul og hafi ég nokkum tíma séð hund hlæja, þá hló hann nú og hann var á svipinn eins og strákpjakkur, sem er búinn að koma einhverju skammarstriki í framkvæmd. Hann gékk á milli okkar alla leiðina heim og ýtti hliðinni í fæturna á bróður mínum svona rétt eins og hann vildi sanna honum, hvers eignarrétturinn var á kippunni á baki mínu. Það var ekki fyrr en í vöku- Iokin, að bróður mínum datt það í hug. Það skyldi þó aldrei vera, að hundurinn hafi tekið rjúpurnar. Ég svaraði fáu. ■ Ég hrökk upp og hvarf aftur til nútímans og sat á þóftunni í bátnum, sem ég hafði róið á þetta úthald. Ég strauk mjúk- lega höndunum um stjórntækin, en fleytan var of smá, sá guli var utar. Og eins og flestir ungir menn þráði ég eitthvað meira og stærra og ég stakk neglunni undir röng og hélt heimleiðis. Ég réðist háseti á Eldfjallið, tólf tonna bát, eign Jakobson út- gerðarmanns. Hann hafði byrj- að með tvær hendur tómar, rifið sig upp úr sárustu fátækt og þeg- ar þetta gerðist, var hann orðinn vel efnaður. Með vorinu ætlaði hann út til Færeyja að sækja sér nýjan bát. Þá eins og nú sóttu menn báta til annarra landa, en þá var ekk- ert útvarp, sem sagði frá því, að í dag hefði komið til landsins tvö hundruð og fimmtíu lesta fiskiskip og það hefði lent í brælu á leiðinni heim og sýnt þar afburða sjóhæfni. Nokkrum mánuðum seinna var kannski þetta sama skip horfið í hafsins djúp af einhverjum orsökum. Hætt er við, að mörgum radar- og tæknilærðum skipstjóra nú- tímans fyndist harla fátæklegt að stíga um borð í þessar litlu fleytur. Þar var bara kompás og ef til vill sjókort, sem leggja mátti á kné sér og marka rétta stefna með nögl. Jafnvel hefði þeim gengið illa að verja þessar skeljar áföllum. Svoleiðis sjó- mennska lærðist ekki bak við lokaða brúarglugga á þrjú hundruð lesta skipi. Þessar litlu fleytur voru gangtregar og gátu þess vegna fengið helmingi fleiri illviðrisdaga á hafinu heldur en þau skip, sem nú koma til landsins. En þau komust að lok- um í sína heimahöfn og þótti ekki í frásögur færandi til næstu landsfjórðunga. Eftir áramótin fórum við að búa okkur undir róðra á Eld- fjallinu. Við Finnur vorum settir í að yfirfara veiðarfærin. Við bættum belgi og blésum þá upp, þar til þeir urðu léttir og fjað- urmagnaðir. Við urðum þá gjaman svartir í munnvikunum og beiskur tjörukeimur loddi við góminn. Við handlékum hverja baujustöng og skrýddum þær nýjum flöggum, og við reyndum hvern taum á línunni, athuguðum hvern hnút og hvar sem sást fúinn spotti eða trosn- aður endi, lagfærðum við. En við fómm okkur rólega, því að nógur var tíminn. Stundum dró einhver upp úr pússi sínu kon- íaksflösku frá sumrinu, sem seiddi fram gamlar minningar, sem menn undu svo gjaman við fram eftir kvöldi. Þá var líka til sterkt öl í þorpinu og ölkærir menn, sem gengu framhjá hús- inu, drógu djúpt andann og sog- uðu að sér ilminn, þurrkuðu varimar vandlega með tungunni og gerðu sér oft eitthvað til er- indis og fóm ekki alltaf erindis- leysu. Já, það var sannarlega bæjarbragur á. Við héldum áfram að dútla í veiðarfærunum, en þá þurfti Finnur að fara frá. Hann þurfti eitthvað að lagfæra húsið sitt, því að þá eins og nú byggðu menn þak yfir höfuð sér. Þá var enginn húsnæðismála- sjóður til. Þá byggðu menn af vanefnum sínum og bára þessi hús ekki ósjaldan efnahag eig- anda síns vitni. Þau vora lítil, en hlýleg og vinaleg, og sum þeirra standa ennþá og bjóða ekki síður eiganda sinn velkom- inn, er hann kemur þreyttur heim frá vinnu sinni heldur en glerhallir nútímans. Og ef þú kemur inn í þessar glerhallir og horfir vel í kringum þig, þá sérðu ef til vill einhvers staðar, þar sem lítið ber á, gamlan mun, ef til vill er það kista hundrað eða tvö hundruð ára, arfur eftir einhvem forföður. Hún hafði alið meiri hluta aldurs síns í litl- um torfbæ svo sem á henni sér. Kannski liggja líka í stofuglugg- anum gljáfægð homin af gömlu kúnni, sem slátrað var á litla sveitabýlinu við fjörðinn, dag- inn áður en flutt var á mölina, svo að líklega era tengdar ein- hverjar minningar við þetta gamla. En fólk sem fer í ferða- reisu og leikúr milljónamæringa suður við Miðjarðarhaf í nokkr- ar vikur, það kemur líka heim með minjagripi, svo að kannski er þetta bara ágimd. ■ Svo tók dagana að lengja og þeir fóra að færast nær vorinu og veiðarfærin, sem við Finnur höfðum verið að yfirfara vora borin í bátinn og gengið frá öllu sem tryggilegast og búið undir róðra. Að lokum var línan ný- beitt tekin um borð og útdrátt- urinn í vændum. Ég hrökk upp af fasta svefni. í svefnrofunum fannst mér að verið væri að berja húsið utan með steini. Ég beið og hélt niðri í mér and- anum. Jú, það var verið að ber j a það utan með steini. Ég rauk út í gluggann og sagði - já. - Ræs, sagði formaðurinn, henti stein- inum, sneri sér við og hélt leiðar sinnar. Það glumdi hátt í fros- inni götunni undan leðurstígvél- unum hans. Ég flýtti mér að klæða mig, greip bitakassann og óróna sjó- vettlinga. Þeir mundu verða læpulegir og óhemjandi á hönd- unum, þegar þeir færu að blotna. Þegar ég kom á bryggj- una, fór vélarhlunkurinn í gang. Það var Rapp, það var helsti mótor fiskiflotans, mest smurð- ur með koppafeiti og lýsi og þó að allar legur yrðu sjóðandi heitar, kippti enginn sér upp við það. Það var bara ausið sjó á þær. Það þætti víst skrýtin að- ferð við nýtísku díselvélar að fara að ausa sjó yfir þær. En á haf út skal haldið og það tók undir í gömlu bryggjuhúsunum, þegar formaðurinn jók ferðina og báturinn rann út lygnuna á firðinum. Þó var sjóveðrið ekki þar með ráðið. Það var norð- austan bræla fyrir utan og bátur- inn steypti stömpum, þegar hann kom út í kvikuna, og þrátt fyrir það að við væram vanir sjómenn, þá leið okkur illa. Sjórinn vildi ekki taka okkur í sitt nána samfélag svona um- svifalaust og þefurinn úr kjal- soginu var okkur frarmandi og ógeðfelldur. Svo var farið að leggja. Línan var þurr og fór illa út. Stundum læddist krókur, sem var við það að fara langt niður í stampinn og tók svo með sér hálft bjóð í einni flækju. Ég hnýtti saman, var hálf sjóveikur og kærulaus og hugsaði sem svo: - j a, við verðum þeim mun flj ót- ari að draga. Svo fór endabauj- an. Ég átti baujuna og var feginn, því að mér leið illa og langaði ekki ofan í lúkar. Það mundi ekki vera sérlega vistlegt þar. - Þú ræsir með birtingu, sagði formaðurinn um leið og hann fór frammí. Ég varð einn eftir og nú var ekkert nema himinn og haf. Sjórinn var sjálfum sér líkur, kastaði bátnum sitt á hvað mér til óþæginda, og himinninn var grár og drangalegur. Hann var sannarlega ekki upp á marga fiska. Loksins fór að birta. Grá morgunskíman fór að reyna að lýsa upp hafflötinn fullan af skinnaköstum undan straum og vindi. Ég hitaði morgunkaffið og vakti skipsfélaga mína. - Draga, sagði formaðurinn um leið og hann fór upp úr lúk- arnum og svo var farið að draga. Finnur var við rúlluna og ég dró færið og raulaði einhverja lag- leysu út í gráa og kuldalega morgunskímuna. Hana, þar kom stjórinn, og fjóram krók- um neðar var hann, fyrsti fiskur- inn á vertíðinni. Finnur hjó goggnum í hausinn á honum og fleygði honum kæraleysislega á dekkið, og leit ekki við honum meira, hélt áfram að draga. Ég skoðaði fiskinn vandlega. Þetta var meðalþorskur, gjá- andi og göngulegur. Hann lá þama og geispaði, eins og hann væri dauðleiður og barði sporð- inum ofan í dekkið því til árétt- ingar. - Þetta er fallegur fiskur og munu fleiri á eftir fara, sagði ég við formanninn. Hann kink- aði kolli. Það var að byrja að fara af honum morgungúllinn. Já, það varð orð að sönnu því að nú fór Finnur að ganga ber- serksgang við rúlluna og bylti nú inn hverjum þorskinum eftir annan. Ekki flýttu þær fyrir flækjumar, eins og ég hafði haldið. Nei, síður en svo. Þar hafði sá guli raðað sér á, eins og fénaður í heysátu og þá varð að stopppa dráttinn, og allt varð í þusli og sporðaköstum við borð- stokkinn og mátti þá sjá margt fallegt handtak, þegar Finnur svipti þeim inn fyrir. Hann var nú hættur að raula, bara inn- byrti fisk og deplaði augunum. Það var ekki frítt við, að ég væri farinn að depla þeim líka og svo varð lestin full og ódregnar fjór- ar línur. Hann hafði bætt í norðaust- anáttina og hert frostið og við gengum tryggilega frá lestinni og hlóðum stömpunum, svo að það myndaðist eins og kassi framan við stýrishúsið. Við héldum áfram að draga og brátt varð þessi kassi fullur og þá kom síðasta bjóðið í einni flækju. Þar hafði hann aldeilis raðað sér, og inn komst það að lokum. Fyrr er nú fullt en út af flóir, nú var fiskur kominn fram um allt dekk, og einn og einn tók sig til og gægðist ofan í lúkarinn, stór- eygur af undran. Nú fannst okkur báturinn kynlega rólegur. Formaðurinn vék honum hægt í áttina til lands, og nú steypti hann ekki stömpum, heldur saup á á bæði borð, en áfallalaust náðum við fjarðarmynninu. Viðvörpuðum öndinni léttara, þegar við kom- um inn í smásævið og það vora þreyttir en ánægðir menn, sem settust niður í lúkarnum og drakku kaffi úr stórum leir- krakkum, sem við kölluðum fanta. Það vissi sosum ekki á nein slagsmál þótt einhver segði: - viltu rétta mér fantinn? og brennheitt kaffið hlýjaði okkur og seytlaði fram í hverja taug. Og þá fundum við, að við voram orðnir svangir, og engum datt lengur sjóveiki í hug. Við voram hátíðlegir á svipinn, þeg- ar við opnuðum bitakassann í fyrsta skiptið á vertíðinni. Það var eins og að heilsa upp á gaml- an kunningja, sem maður hafði ekki séð lengi og margur maður gat séð, hvernig hann var giftur, með því að líta ofan í bitakass- ann. Við völdum okkur það besta úr kössunum og borðuð- um hægt og létum góðmetið meima á tungunni. Þessi máltíð varð uppbót á erfiðleika dagsins. Það vora saddir og ánægðir menn, sem komu upp úr lúkarnum, þegar bátinn bar að landi. Jafnvel þefurinn úr kjalsoginu var orðinn vinalegri en áður. Þegar við höfðum kastað upp aflanum og gengið frá bátnum, voram við búnir að gleyma erf- iðleikunum og vanlíðan í síð- asta róðri og famir að hlakka til þess næsta. En þessi róður var upphaf mikils annatíma í þorp- inu. Nú hófst ein af þessum fiski- hrotum, sem í mesta lagi koma fyrir einu sinni á mannsaldri. Sjórinn bókstaflega vall og kraumaði af fiski og fjörðurinn stóð á öndinni og bátarnir komu drekkhlaðnir dag eftir dag og tvisvar á dag. Allt skólahald, helgisiðir og allar daglegar venj- ur manna þurrkuðust út í einni svipan. Eftir varð bara þrotlaus barátta við að ná sem mestum verðmætum úr sjónum og menn neyttu ekki svefns og varla matar, urður fölir og framúrleg- ir af þreytu og svefnleysi og í landi var sama sagan. Hvemig sem menn hömuðust, hlóðst fiskurinn upp í stærri og stærri kasir á bryggjum og plönum og vann nú hver, sem vettlingi fékk valdið. Jakobson sem í raun og vera átti að vera farinn út til Færeyja, stóð nú við flatningsborðið og flatti fisk svo að vart mátti auga á festa. Einstaka sinnum rétti hann sig upp og skaut hnífnum fimlega frá sér, svo að á oddi stóð í flatningsborðinu og titraði við. Hann greip hausingasveðj- una af Jóni gamla og sagði: - Fáðu þér í nefið, vinur, og svo 0

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.