Húsfreyjan - 01.01.1950, Síða 12
f'járliagslegan stuð'ning lil þess að lialda
matreiðs 1 unámskeið eða veita liúsfreyjum
leiðbeiningu í garðyrkju. En engum efa
er það undirorpið, að sú starfsemi efldist
og óx samt sem áður mikið þegar á fyrstu
árum sambandsins, einkum garðyrkjan, og
béraðssamböndunum var það ómetanleg
ur styrkur, að vita landssamtökin standa
i bak við starfsemi sína, auk jiess scm
stjórn K, í. var jafnan fús til að veita mál-
efnum binna smærri sambanda livers kon-
ar fyrirgreiðslu t. d. með útvegun kennslu-
krafta o. fl. Svo glögg voru búnaðarsam-
böndin á það, liversu um skipti til hins
betra í umferðakennslu þessari, þegar kon-
urnar tóku stjórn þeirra mála í sínar liend-
ur, að sum þeirra veittu béraðssambönd-
imum nokkurt fé til styrktar starfseminni
og enn önnur, sem sjálf liöfðu leitast við
að koma á aukinni garðrækt með leið-
beiningum þar til liæfra manna, báðu liér-
aðssamböinl kvenfélaganna að taka þessi
mál í sínar hendur.
Til þess að glöggt verði, bversu lítil
fjárráð K. í. bafði skal þess getið að eitt
ár, árið 1931, bafði það yfir 5000 krónum
að ráða, 3000 krónum frá B. í. og 2000
krónum úr ríkissjóði. Á næsta ári la;kkar
svo framlag B. I. í 2000 krónur og árið
1933 lækkar ríkissjóðsstyrkuriim einnig og
verður þá aðeins 1600 krónur. B. í. veitti
sambandinu styrk í tíu ár og bafði þá
látið samtals 20850 krónur. Á sama tíma
liafði K. í. fengið alls úr ríkissjóði 12200
krónur. Þó voru á þessum árum veittir
slyrkir til leiðbeininga í garðyrkju og nám-
skeiða í matreiðslu í rúmlega 60 staði.
Auk þess bafði sambandsstjórnin orðið
við málaleitan 13 stúlkna, er stimdnðn nám
við erlenda skóla í matreiðslu eða banda-
vinnu kvenna, og veitt þeim námstyrk, auð-
vitað með það fyrir augum, að Jiessar
stúlkur gætu svo kennt, Jiegar lieim kæmi.
Varð og sú raunin á, að flestar eða allar
urðu kennslukonur í sínum námsgreinum
að náminu lokiiu og slunda sumar þeirra
enn þá kennslu.
Um útbreiðslustarfið er Jiað að segja,
að það gekk vonuin framar. Voru þegar
á næstu áruni eftir stofnuii K. 1. stofnuð
þau béraðssambönd, er nú skal greina:
Sainband borgfirzkra kvenna (1931),
Samband breiðfirzkra kvenna (1932),
Samband vestfirzkra kvenna og
Samband kvenfélaga í Gullbringu- og
Kjósarsýslu.
Voru öll Jiessi sambönd stofnuð beinl
eða óbeint að tilhlutan stjórnar K. I. eða
fyrir atbeina kvenna, sem stóðu í nánu
sambandi og samstarfi við stjórnina.
En auk Jiess, sem með tölum verður
talið eða fullsannað með staðreyndum, má
fullyrða, að K. 1. liefir með umræðum og
samþykktum Landsþinganna liaft mikilvæg
áhrif og óbeinlínis orðið til þess að breyta
ýmsu til batnaðar. Verður þetta nánar
rakið í sérstiikum kafla um Landsjiing K. I.
»
4. ÁRIN 1940 1942.
Árið 1940 er svo komið með f járráð K. 1.,
að sambandið befir ekkert fé lil umráða
annað en 1000 krónur úr ríkissjóði og lítils
liáttar afgang fyrri ára. Auk Jiess skellur
Jiá bernámið yfir og raskar eðlilegum starfs-
báttum ýmsra félaga. Mátti heita ógern-
ingur að finna samkomustað fyrir alla
stærri fundi, því að flest skóla- og sam-
koinubús voru hernumin. Varð því eigi
annað fyrir en að fresta öllum landsfund-
um og þingum um skeið. Urn fjárbagsleg-
an stuðning til héraðssambanda frá K. í.
var ekki að ræða, Jiar sem fé var Jiví nær
ekkert fyrir liendi. Hins vegar liöfðu flest
eða öll béraðssamböndin einhvern styrk
úr ríkissjóði fyrir atbeina einstakra Jiing-
manna og gátu Jiví nokkuð baldið í borf-
inu að svo miklu leyli, sem upplausn her-
12 HÚSFREYJAN